Mikið tekjutap að missa aðganginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 20:38 Valdimar Óskarsson er framkvæmdastjóri Syndis. Kristín Pétursdóttir er einn áhrifavaldanna sem lenti í klóm tölvuþrjótsins. Samsett Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. Síðan á sunnudag hafa um tuttugu helstu áhrifavaldar landsins glatað aðgangi að Instagram-reikningum sínum. Tölvuþrjóturinn hefur til að mynda beint spjótum sínum að áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Brynjari Steini Gylfasyni (Binna Glee) og Patreki Jaime. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur kannað málið en svo virðist sem öryggisstillingar hjá áhrifavöldunum hafi verið í lagi. „Við vitum að þetta er hópur í Tyrklandi sem sé að senda tilkynningar til Instagram um að þessir reikningar hafi verið misnotaðir eða það fari fram eitthvað óeðlilegt, eins og terrorismi eða eitthvað annað,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Ekki hægt að verja sig þessum árásum Instagram loki reikningunum í kjölfarið. Það sé afar sérstakt að árásin beinist að Íslendingum. „Þeir segja sko: „Ekki kenna okkur um, lítið ykkur nær, það eru kannski einhverjir sem þið þekkið sem eru að borga okkur fyrir að gera þetta.“ Þá varpar maður fram þeirri spurningu: er einhver að borga þessum Tyrkjum til að senda inn „abuse“ eða kvörtun?“ Tekið geti vikur eða mánuði að fá reikninginn aftur. Þá geti notendur varla varið sig þessum árásum. Það hafi jafnframt ekkert upp á sig að borga þrjótnum þar sem hann virðist ekki hafa aðgang að reikningunum sjálfur. Kannski fullkomlega handahófskennt Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, segir það áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Þá hafi þrjóturinn krafist peninga frá fólki tengdu áhrifavöldunum í gegnum falska reikninga í þeirra nafni. Áhrifavaldarnir eigi jafnframt erfitt með að sjá fyrir sér að nokkur hér á landi gæti hafa sigað þrjótnum á þá. „Hvort hann sé að reyna að egna okkur saman eða hvað hann er að gera, kannski er þetta bara fullkomlega handahófskennt.“ Samfélagsmiðlar Netöryggi Netglæpir Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Síðan á sunnudag hafa um tuttugu helstu áhrifavaldar landsins glatað aðgangi að Instagram-reikningum sínum. Tölvuþrjóturinn hefur til að mynda beint spjótum sínum að áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Brynjari Steini Gylfasyni (Binna Glee) og Patreki Jaime. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur kannað málið en svo virðist sem öryggisstillingar hjá áhrifavöldunum hafi verið í lagi. „Við vitum að þetta er hópur í Tyrklandi sem sé að senda tilkynningar til Instagram um að þessir reikningar hafi verið misnotaðir eða það fari fram eitthvað óeðlilegt, eins og terrorismi eða eitthvað annað,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Ekki hægt að verja sig þessum árásum Instagram loki reikningunum í kjölfarið. Það sé afar sérstakt að árásin beinist að Íslendingum. „Þeir segja sko: „Ekki kenna okkur um, lítið ykkur nær, það eru kannski einhverjir sem þið þekkið sem eru að borga okkur fyrir að gera þetta.“ Þá varpar maður fram þeirri spurningu: er einhver að borga þessum Tyrkjum til að senda inn „abuse“ eða kvörtun?“ Tekið geti vikur eða mánuði að fá reikninginn aftur. Þá geti notendur varla varið sig þessum árásum. Það hafi jafnframt ekkert upp á sig að borga þrjótnum þar sem hann virðist ekki hafa aðgang að reikningunum sjálfur. Kannski fullkomlega handahófskennt Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, segir það áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Þá hafi þrjóturinn krafist peninga frá fólki tengdu áhrifavöldunum í gegnum falska reikninga í þeirra nafni. Áhrifavaldarnir eigi jafnframt erfitt með að sjá fyrir sér að nokkur hér á landi gæti hafa sigað þrjótnum á þá. „Hvort hann sé að reyna að egna okkur saman eða hvað hann er að gera, kannski er þetta bara fullkomlega handahófskennt.“
Samfélagsmiðlar Netöryggi Netglæpir Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira