Tók tvo markaskorara af EM með til Íslands eftir vonbrigðin gegn Val Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 12:30 Mario Gavranovic jafnar hér metin gegn heimsmeisturum Frakka sem Svisslendingar slógu út í 16-liða úrslitum á EM. Gavranovic er nú mættur til Íslands. EPA/Marko Djurica Tveir markaskorarar af EM, og alls sex leikmenn sem spiluðu á mótinu, eru tilbúnir að mæta Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld, með liði Dinamo Zagreb, enda afar mikið í húfi fyrir bæði lið. Um er að ræða seinni leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn virtust hafa fengið nær óvinnandi verkefni þegar þeir drógust gegn króatíska stórveldinu Dinamo Zagreb, sem er í þriðja sæti yfir félög sem ólu upp flesta af þeim leikmönnum sem fóru á nýafstaðið Evrópumót landsliða. Valur náði hins vegar að skora tvö mörk í lokin á fyrri leik liðanna í Króatíu fyrir viku síðan og staðan í einvíginu er því 3-2. Reglan um útivallamörk gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo að ef að Valsmenn ná þeim magnaða árangri að vinna eins marks sigur í kvöld þá tekur við framlenging og hugsanlega vítaspyrnukeppni. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:45 og leikurinn sjálfur klukkan 20. Króatíski landsliðsmaðurinn Mislav Orsic fagnar eftir að hafa fullkomnað þrennu sína fyrir Dinamo Zagreb þegar liðið sló Tottenham út úr Evrópudeildinni.Getty/Jurij Kodrun Í hugum Króata yrði það ekkert annað en hneyksli ef Dinamo Zagreb félli úr keppni í kvöld, fjórum mánuðum eftir að liðið sló Tottenham út í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mislav Orsic, sem skoraði þrennu framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham, er einn af þeim sem kallaðir hafa verið inn í hópinn hjá Dinamo eftir óvæntu úrslitin í fyrri leiknum gegn Val. Landsliðsmarkvörður Króata fékk lengra frí Til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis í kvöld hefur Damir Krznar, þjálfari Dinamo, kallað nær allar sínar helstu stjörnur heim úr örstuttu sumarfríi eftir EM. Dinamo átti sjö fulltrúa sem spiluðu á mótinu og aðeins einn þeirra, Dominik Livakovic sem er landsliðsmarkvörður Króatíu, fær enn að vera í fríi, samkvæmt króatískum miðlum. Hér má sjá frá æfingu Dinamo á Hlíðarenda í gær: Í fyrri leiknum gegn Val var Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi, fyrirliði Dinamo, eini EM-farinn sem spilaði. Hann lék alla þrjá leiki Norður-Makedóníu á EM og skoraði svo tvö markanna gegn Val í síðustu viku. Skoruðu fyrir Sviss og Króatíu á EM Nú bætast fimm EM-farar við. Svisslendingurinn Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga gegn Frökkum í 16-liða úrslitum, er þar á meðal. Gavranovic skoraði einnig í vítaspyrnukeppnunum gegn Frökkum og svo Spánverjum í 8-liða úrslitum. Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec léku svo allir með hinu sterka landsliði Króatíu á EM. Orsic skoraði gegn Spáni í 16-liða úrslitunum en Petkovic var markahæstur Króata í undankeppni EM með fjögur mörk. Ivanusec, sem er 22 ára miðjumaður, lék á tveimur Evrópumótum í sumar því hann var einnig á EM U21-landsliða þar sem hann skoraði tvö mörk. Sjötti EM-farinn sem ferðaðist með Dinamo til Íslands er svo Stefan Ristovski, 29 ára varnarmaður, sem lék allar mínútur Norður-Makedóníu á EM. Hann var reyndar í leikmannahópnum gegn Val í síðustu viku en kom ekkert við sögu, og hugsanlegt er að Krznar freisti þess að spara EM-kappana sína eins og hægt er. Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Um er að ræða seinni leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn virtust hafa fengið nær óvinnandi verkefni þegar þeir drógust gegn króatíska stórveldinu Dinamo Zagreb, sem er í þriðja sæti yfir félög sem ólu upp flesta af þeim leikmönnum sem fóru á nýafstaðið Evrópumót landsliða. Valur náði hins vegar að skora tvö mörk í lokin á fyrri leik liðanna í Króatíu fyrir viku síðan og staðan í einvíginu er því 3-2. Reglan um útivallamörk gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo að ef að Valsmenn ná þeim magnaða árangri að vinna eins marks sigur í kvöld þá tekur við framlenging og hugsanlega vítaspyrnukeppni. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:45 og leikurinn sjálfur klukkan 20. Króatíski landsliðsmaðurinn Mislav Orsic fagnar eftir að hafa fullkomnað þrennu sína fyrir Dinamo Zagreb þegar liðið sló Tottenham út úr Evrópudeildinni.Getty/Jurij Kodrun Í hugum Króata yrði það ekkert annað en hneyksli ef Dinamo Zagreb félli úr keppni í kvöld, fjórum mánuðum eftir að liðið sló Tottenham út í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mislav Orsic, sem skoraði þrennu framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham, er einn af þeim sem kallaðir hafa verið inn í hópinn hjá Dinamo eftir óvæntu úrslitin í fyrri leiknum gegn Val. Landsliðsmarkvörður Króata fékk lengra frí Til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis í kvöld hefur Damir Krznar, þjálfari Dinamo, kallað nær allar sínar helstu stjörnur heim úr örstuttu sumarfríi eftir EM. Dinamo átti sjö fulltrúa sem spiluðu á mótinu og aðeins einn þeirra, Dominik Livakovic sem er landsliðsmarkvörður Króatíu, fær enn að vera í fríi, samkvæmt króatískum miðlum. Hér má sjá frá æfingu Dinamo á Hlíðarenda í gær: Í fyrri leiknum gegn Val var Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi, fyrirliði Dinamo, eini EM-farinn sem spilaði. Hann lék alla þrjá leiki Norður-Makedóníu á EM og skoraði svo tvö markanna gegn Val í síðustu viku. Skoruðu fyrir Sviss og Króatíu á EM Nú bætast fimm EM-farar við. Svisslendingurinn Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga gegn Frökkum í 16-liða úrslitum, er þar á meðal. Gavranovic skoraði einnig í vítaspyrnukeppnunum gegn Frökkum og svo Spánverjum í 8-liða úrslitum. Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec léku svo allir með hinu sterka landsliði Króatíu á EM. Orsic skoraði gegn Spáni í 16-liða úrslitunum en Petkovic var markahæstur Króata í undankeppni EM með fjögur mörk. Ivanusec, sem er 22 ára miðjumaður, lék á tveimur Evrópumótum í sumar því hann var einnig á EM U21-landsliða þar sem hann skoraði tvö mörk. Sjötti EM-farinn sem ferðaðist með Dinamo til Íslands er svo Stefan Ristovski, 29 ára varnarmaður, sem lék allar mínútur Norður-Makedóníu á EM. Hann var reyndar í leikmannahópnum gegn Val í síðustu viku en kom ekkert við sögu, og hugsanlegt er að Krznar freisti þess að spara EM-kappana sína eins og hægt er.
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira