Endurheimta EM-kappa og forðast íslensku miðnætursólina Sindri Sverrisson skrifar 12. júlí 2021 15:31 Valsmenn fagna seinna marki sínu gegn Dinamo Zagreb sem gaf þeim von fyrir seinni leikinn við þetta króatíska stórveldi. Getty/Goran Stanzl Damir Krznar, þjálfari Dinamo Zagreb, segir sína menn hafa klúðrað tækifærinu til að slá Val auðveldlega út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Erfitt verkefni sé nú fyrir höndum en til að leysa það hefur Krznar fengið inn fjóra leikmenn af nýafstöðnu Evrópumóti. Flugvél Dinamo lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi en liðið leikur seinni leik sinn við Val á Hlíðarenda annað kvöld. Dinamo komst í 3-0 í fyrri leiknum en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn úr víti á 88. mínútu og Andri Adolphsson sá til þess að Dinamo er aðeins 3-2 yfir fyrir leikinn á morgun. „Það var augljós gæðamunur á liðunum á Maksimir-vellinum en enn einu sinni sýndi sig að hægt er að bæta upp fyrir gæðamun með baráttu, ástríðu og því að gefast aldrei upp,“ sagði Krznar við 24 Sata. „Við vitum að við náðum ekki að fara auðveldu leiðina og núna verðum við að fara þá erfiðari. Þetta lið hefur hins vegar alltaf svarað vel fyrir sig þegar áskorunin er erfið,“ sagði Krznar. Klippa: Dinamo - Valur Dinamo hefur nú endurheimt Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi á EM, og króatísku landsliðsmennina Bruno Petkovic, Mislav Orsic og Luka Ivanusec. Hins vegar fékk Dominik Livakovic, landsliðsmarkvörður Króata, lengra sumarfrí. Krznar segir sína menn verða fljóta að aðlagast aðstæðum á Íslandi en 24 Sata lýsir veðrinu á Íslandi sem „vetrarveðri“ og bendir á að Valur spili heimaleiki sína á gervigrasi. Þjálfarinn sagði ekkert óþægilegt við aðstæðurnar á Hlíðarenda og að Dinamo ætlaði sér að taka strax stjórnina í leiknum. Eftir leik munu Króatarnir koma sér fljótt af landi brott í stað þess að gista á Íslandi yfir nóttina, en leikurinn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma. „Sólin sest á meðan að leikurinn er í gangi en rís strax upp aftur því við erum við Norðurheimskautið. Leikmennirnir myndu örugglega bara vakna um nóttina svo við töldum skynsamlegra að þeir myndu þá vakna í flugvélinni,“ sagði Krznar. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 20. Útivallamarkareglan gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo framlengt verður ef að Valur vinnur eins marks sigur á morgun. Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31 Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54 Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Flugvél Dinamo lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi en liðið leikur seinni leik sinn við Val á Hlíðarenda annað kvöld. Dinamo komst í 3-0 í fyrri leiknum en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn úr víti á 88. mínútu og Andri Adolphsson sá til þess að Dinamo er aðeins 3-2 yfir fyrir leikinn á morgun. „Það var augljós gæðamunur á liðunum á Maksimir-vellinum en enn einu sinni sýndi sig að hægt er að bæta upp fyrir gæðamun með baráttu, ástríðu og því að gefast aldrei upp,“ sagði Krznar við 24 Sata. „Við vitum að við náðum ekki að fara auðveldu leiðina og núna verðum við að fara þá erfiðari. Þetta lið hefur hins vegar alltaf svarað vel fyrir sig þegar áskorunin er erfið,“ sagði Krznar. Klippa: Dinamo - Valur Dinamo hefur nú endurheimt Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi á EM, og króatísku landsliðsmennina Bruno Petkovic, Mislav Orsic og Luka Ivanusec. Hins vegar fékk Dominik Livakovic, landsliðsmarkvörður Króata, lengra sumarfrí. Krznar segir sína menn verða fljóta að aðlagast aðstæðum á Íslandi en 24 Sata lýsir veðrinu á Íslandi sem „vetrarveðri“ og bendir á að Valur spili heimaleiki sína á gervigrasi. Þjálfarinn sagði ekkert óþægilegt við aðstæðurnar á Hlíðarenda og að Dinamo ætlaði sér að taka strax stjórnina í leiknum. Eftir leik munu Króatarnir koma sér fljótt af landi brott í stað þess að gista á Íslandi yfir nóttina, en leikurinn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma. „Sólin sest á meðan að leikurinn er í gangi en rís strax upp aftur því við erum við Norðurheimskautið. Leikmennirnir myndu örugglega bara vakna um nóttina svo við töldum skynsamlegra að þeir myndu þá vakna í flugvélinni,“ sagði Krznar. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 20. Útivallamarkareglan gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo framlengt verður ef að Valur vinnur eins marks sigur á morgun.
Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31 Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54 Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31
Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54
Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki