Ágreiningur vegna veiðigjalda heldur áfram Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júlí 2021 17:35 Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson og Daði Már Kristófersson mættust í Sprengisandi í morgun. Samsett Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, mættust í Sprengisandi í dag. Þar ræddu þeir enn og aftur um veiðigjöld og hvernig réttast væri að reikna þau og skipta. Pétur og Daði hafa tekist á í gegnum innsendar skoðanagreinar síðustu vikur. Pétur óskaði eftir því að þeir félagar myndu hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Það gerðu þeir í morgun í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Deilumálið eru útreikningar veiðigjalda, en þá Pétur og Daða greinir á um flækjustig þeirra. „Það er nú ekki alveg þannig að ég haldi því fram að við tökum of lítið, heldur tel ég að þessi nálgun að reikna gjaldið út sé mjög erfið,“ segir Daði Már. Þá snúa deilurnar einnig að því hvernig þeim hagnaði sem er af sjávarútvegi sé skipt á milli eigenda, sjómanna og samfélagsins. Útreikningur veiðigjalda einfaldur eða flókinn? Daði segir að reynsla sín á því að hafa setið í veiðigjaldanefnd allan þann tíma sem hún var starfræk, sýni fram á að það að reikna út veiðigjald sé mikil kúnst. Þá telur hann skárra að selja þessi réttindi. „Það er vel hægt að útfæra það þannig að við tökum sama hlutfall og við gerum í dag eða höfum sömu tekjur af gjaldinu og við höfum í dag.“ Hann segist ekki sjá af hverju útgerðin ætti að vera á móti því. Ákveðinn fyrirsjáanleiki myndi skapast þar sem veiðigjaldið væri fyrirfram ákveðið og myndi eyða pólitískri óvissu sem lengi hefur verið ríkjandi. Þá myndu deilur um það hvort gjaldið sé of hátt eða lágt heyra sögunni til. „Það sem við erum ósammála um við Daði er það að uppboð á fyrsta stigi þessara samþættinga er allt annað en það að reikna gjöld og reikna skatta. Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé eitthvað flókið eða ógagnsætt,“ segir Pétur. Hann hefur setið í úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna í fimmtán ár. „Ég hef hitt forystumenn sjómanna einu sinni í mánuði í fimmtán ár og fyrstu tíu árin þá var þetta þannig að það var fundið út með flókinni formúlu meðalverð út frá meðalverði ársins. Það var flókin formúla en skilaði ársmeðaltalinu réttu.“ Markmiðið allir fái nóg fyrir sinn snúð Þeir félagar eru þó sammála um margt er við kemur málinu. „Eins og til dæmis það að gera einhvern meiriháttar uppskurð á kerfinu til þess að gögnin verði áreiðanlegri, það er ekki skynsamleg nálgun,“ segir Daði. Pétur tekur undir og segir að í grunninn séu þeir Daði sammála um markmið rekstursins. „Að búa til það það mikið að það sé til eitthvað til skiptanna og fari mikið í skatta og að það hafi allir það sem þeir vilja hafa fyrir það. Okkur hefur tekist að búa til og vinna eftir kerfi sem uppfyllir nánast öll okkar markmið,“ segir Pétur. Hér má hlusta á viðtalið við þá Pétur og Daða í heild sinni. Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Pétur og Daði hafa tekist á í gegnum innsendar skoðanagreinar síðustu vikur. Pétur óskaði eftir því að þeir félagar myndu hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Það gerðu þeir í morgun í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Deilumálið eru útreikningar veiðigjalda, en þá Pétur og Daða greinir á um flækjustig þeirra. „Það er nú ekki alveg þannig að ég haldi því fram að við tökum of lítið, heldur tel ég að þessi nálgun að reikna gjaldið út sé mjög erfið,“ segir Daði Már. Þá snúa deilurnar einnig að því hvernig þeim hagnaði sem er af sjávarútvegi sé skipt á milli eigenda, sjómanna og samfélagsins. Útreikningur veiðigjalda einfaldur eða flókinn? Daði segir að reynsla sín á því að hafa setið í veiðigjaldanefnd allan þann tíma sem hún var starfræk, sýni fram á að það að reikna út veiðigjald sé mikil kúnst. Þá telur hann skárra að selja þessi réttindi. „Það er vel hægt að útfæra það þannig að við tökum sama hlutfall og við gerum í dag eða höfum sömu tekjur af gjaldinu og við höfum í dag.“ Hann segist ekki sjá af hverju útgerðin ætti að vera á móti því. Ákveðinn fyrirsjáanleiki myndi skapast þar sem veiðigjaldið væri fyrirfram ákveðið og myndi eyða pólitískri óvissu sem lengi hefur verið ríkjandi. Þá myndu deilur um það hvort gjaldið sé of hátt eða lágt heyra sögunni til. „Það sem við erum ósammála um við Daði er það að uppboð á fyrsta stigi þessara samþættinga er allt annað en það að reikna gjöld og reikna skatta. Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé eitthvað flókið eða ógagnsætt,“ segir Pétur. Hann hefur setið í úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna í fimmtán ár. „Ég hef hitt forystumenn sjómanna einu sinni í mánuði í fimmtán ár og fyrstu tíu árin þá var þetta þannig að það var fundið út með flókinni formúlu meðalverð út frá meðalverði ársins. Það var flókin formúla en skilaði ársmeðaltalinu réttu.“ Markmiðið allir fái nóg fyrir sinn snúð Þeir félagar eru þó sammála um margt er við kemur málinu. „Eins og til dæmis það að gera einhvern meiriháttar uppskurð á kerfinu til þess að gögnin verði áreiðanlegri, það er ekki skynsamleg nálgun,“ segir Daði. Pétur tekur undir og segir að í grunninn séu þeir Daði sammála um markmið rekstursins. „Að búa til það það mikið að það sé til eitthvað til skiptanna og fari mikið í skatta og að það hafi allir það sem þeir vilja hafa fyrir það. Okkur hefur tekist að búa til og vinna eftir kerfi sem uppfyllir nánast öll okkar markmið,“ segir Pétur. Hér má hlusta á viðtalið við þá Pétur og Daða í heild sinni.
Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira