Ágreiningur vegna veiðigjalda heldur áfram Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júlí 2021 17:35 Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson og Daði Már Kristófersson mættust í Sprengisandi í morgun. Samsett Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, mættust í Sprengisandi í dag. Þar ræddu þeir enn og aftur um veiðigjöld og hvernig réttast væri að reikna þau og skipta. Pétur og Daði hafa tekist á í gegnum innsendar skoðanagreinar síðustu vikur. Pétur óskaði eftir því að þeir félagar myndu hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Það gerðu þeir í morgun í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Deilumálið eru útreikningar veiðigjalda, en þá Pétur og Daða greinir á um flækjustig þeirra. „Það er nú ekki alveg þannig að ég haldi því fram að við tökum of lítið, heldur tel ég að þessi nálgun að reikna gjaldið út sé mjög erfið,“ segir Daði Már. Þá snúa deilurnar einnig að því hvernig þeim hagnaði sem er af sjávarútvegi sé skipt á milli eigenda, sjómanna og samfélagsins. Útreikningur veiðigjalda einfaldur eða flókinn? Daði segir að reynsla sín á því að hafa setið í veiðigjaldanefnd allan þann tíma sem hún var starfræk, sýni fram á að það að reikna út veiðigjald sé mikil kúnst. Þá telur hann skárra að selja þessi réttindi. „Það er vel hægt að útfæra það þannig að við tökum sama hlutfall og við gerum í dag eða höfum sömu tekjur af gjaldinu og við höfum í dag.“ Hann segist ekki sjá af hverju útgerðin ætti að vera á móti því. Ákveðinn fyrirsjáanleiki myndi skapast þar sem veiðigjaldið væri fyrirfram ákveðið og myndi eyða pólitískri óvissu sem lengi hefur verið ríkjandi. Þá myndu deilur um það hvort gjaldið sé of hátt eða lágt heyra sögunni til. „Það sem við erum ósammála um við Daði er það að uppboð á fyrsta stigi þessara samþættinga er allt annað en það að reikna gjöld og reikna skatta. Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé eitthvað flókið eða ógagnsætt,“ segir Pétur. Hann hefur setið í úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna í fimmtán ár. „Ég hef hitt forystumenn sjómanna einu sinni í mánuði í fimmtán ár og fyrstu tíu árin þá var þetta þannig að það var fundið út með flókinni formúlu meðalverð út frá meðalverði ársins. Það var flókin formúla en skilaði ársmeðaltalinu réttu.“ Markmiðið allir fái nóg fyrir sinn snúð Þeir félagar eru þó sammála um margt er við kemur málinu. „Eins og til dæmis það að gera einhvern meiriháttar uppskurð á kerfinu til þess að gögnin verði áreiðanlegri, það er ekki skynsamleg nálgun,“ segir Daði. Pétur tekur undir og segir að í grunninn séu þeir Daði sammála um markmið rekstursins. „Að búa til það það mikið að það sé til eitthvað til skiptanna og fari mikið í skatta og að það hafi allir það sem þeir vilja hafa fyrir það. Okkur hefur tekist að búa til og vinna eftir kerfi sem uppfyllir nánast öll okkar markmið,“ segir Pétur. Hér má hlusta á viðtalið við þá Pétur og Daða í heild sinni. Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Pétur og Daði hafa tekist á í gegnum innsendar skoðanagreinar síðustu vikur. Pétur óskaði eftir því að þeir félagar myndu hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Það gerðu þeir í morgun í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Deilumálið eru útreikningar veiðigjalda, en þá Pétur og Daða greinir á um flækjustig þeirra. „Það er nú ekki alveg þannig að ég haldi því fram að við tökum of lítið, heldur tel ég að þessi nálgun að reikna gjaldið út sé mjög erfið,“ segir Daði Már. Þá snúa deilurnar einnig að því hvernig þeim hagnaði sem er af sjávarútvegi sé skipt á milli eigenda, sjómanna og samfélagsins. Útreikningur veiðigjalda einfaldur eða flókinn? Daði segir að reynsla sín á því að hafa setið í veiðigjaldanefnd allan þann tíma sem hún var starfræk, sýni fram á að það að reikna út veiðigjald sé mikil kúnst. Þá telur hann skárra að selja þessi réttindi. „Það er vel hægt að útfæra það þannig að við tökum sama hlutfall og við gerum í dag eða höfum sömu tekjur af gjaldinu og við höfum í dag.“ Hann segist ekki sjá af hverju útgerðin ætti að vera á móti því. Ákveðinn fyrirsjáanleiki myndi skapast þar sem veiðigjaldið væri fyrirfram ákveðið og myndi eyða pólitískri óvissu sem lengi hefur verið ríkjandi. Þá myndu deilur um það hvort gjaldið sé of hátt eða lágt heyra sögunni til. „Það sem við erum ósammála um við Daði er það að uppboð á fyrsta stigi þessara samþættinga er allt annað en það að reikna gjöld og reikna skatta. Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé eitthvað flókið eða ógagnsætt,“ segir Pétur. Hann hefur setið í úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna í fimmtán ár. „Ég hef hitt forystumenn sjómanna einu sinni í mánuði í fimmtán ár og fyrstu tíu árin þá var þetta þannig að það var fundið út með flókinni formúlu meðalverð út frá meðalverði ársins. Það var flókin formúla en skilaði ársmeðaltalinu réttu.“ Markmiðið allir fái nóg fyrir sinn snúð Þeir félagar eru þó sammála um margt er við kemur málinu. „Eins og til dæmis það að gera einhvern meiriháttar uppskurð á kerfinu til þess að gögnin verði áreiðanlegri, það er ekki skynsamleg nálgun,“ segir Daði. Pétur tekur undir og segir að í grunninn séu þeir Daði sammála um markmið rekstursins. „Að búa til það það mikið að það sé til eitthvað til skiptanna og fari mikið í skatta og að það hafi allir það sem þeir vilja hafa fyrir það. Okkur hefur tekist að búa til og vinna eftir kerfi sem uppfyllir nánast öll okkar markmið,“ segir Pétur. Hér má hlusta á viðtalið við þá Pétur og Daða í heild sinni.
Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira