Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 12:08 Þessi mynd var tekin á Austurvelli um árið þegar slæmum aðbúnaði og aðstæðum hælisleitenda hér á landi var mótmælt. Vísir/Vilhelm Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. Kjörorð dagsins er „Út með Útlendingastofnun“ og margvísleg mannréttindasamtök standa að mótmælum sem hefjast klukkan eitt á Austurvelli í dag. Þeirra á meðal eru samtökin Solaris, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn. Sema Erla Serdar er formaður þeirra. Sema Erla Serdar formaður Solaris.Friðrik Þór „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þeirra aðgerða sem við urðum vitni að í síðustu viku, þar sem tveir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru lokkaðir á fölskum forsendum til Útlendingastofnunar, frelsissviptir, beittir harðræði og ofbeldi og síðan brottvísað án nokkurs fyrirvara frá Íslandi. Að okkar mati er þetta bara enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimmilega stefnu íslenskra stjórnvalda í garð fólks á flótta,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema segir Útlendingastofnun beita þá sem eiga að vera skjólstæðingar hennar kerfisbundnu ofbeldi - og að því sé verið að mótmæla í dag. „Útlendingastofnun er náttúrulega löngu úr sér gengin og farin að gera töluvert meira ógagn en gagn. Að mínu mati þá þarf að endurskoða allt kerfið í kringum útlendinga á Íslandi og þá sérstaklega fólk á flótta. Fyrsti liðurinn í því er vissulega að leggja niður Útlendingastofnun og koma á kerfi sem hefur mannúð og virðingu að leiðarljósi,“ segir Sema. Sitjandi ríkisstjórn hefur að sögn Semu fært málefni flóttamanna og hælisleitenda til verri vegar. „Við höfum síðustu ár upplifað mikla grimmd í garð fólks á flótta og við höfum ekki séð neinar almennar úrbætur heldur einungis úrbætur, þar sem almenningur í landinu hefur komið í gegn einhverjum plástrum þegar nauðsyn hefur verið til,“ segir Sema Erla, formaður Solaris. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Kjörorð dagsins er „Út með Útlendingastofnun“ og margvísleg mannréttindasamtök standa að mótmælum sem hefjast klukkan eitt á Austurvelli í dag. Þeirra á meðal eru samtökin Solaris, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn. Sema Erla Serdar er formaður þeirra. Sema Erla Serdar formaður Solaris.Friðrik Þór „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þeirra aðgerða sem við urðum vitni að í síðustu viku, þar sem tveir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru lokkaðir á fölskum forsendum til Útlendingastofnunar, frelsissviptir, beittir harðræði og ofbeldi og síðan brottvísað án nokkurs fyrirvara frá Íslandi. Að okkar mati er þetta bara enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimmilega stefnu íslenskra stjórnvalda í garð fólks á flótta,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema segir Útlendingastofnun beita þá sem eiga að vera skjólstæðingar hennar kerfisbundnu ofbeldi - og að því sé verið að mótmæla í dag. „Útlendingastofnun er náttúrulega löngu úr sér gengin og farin að gera töluvert meira ógagn en gagn. Að mínu mati þá þarf að endurskoða allt kerfið í kringum útlendinga á Íslandi og þá sérstaklega fólk á flótta. Fyrsti liðurinn í því er vissulega að leggja niður Útlendingastofnun og koma á kerfi sem hefur mannúð og virðingu að leiðarljósi,“ segir Sema. Sitjandi ríkisstjórn hefur að sögn Semu fært málefni flóttamanna og hælisleitenda til verri vegar. „Við höfum síðustu ár upplifað mikla grimmd í garð fólks á flótta og við höfum ekki séð neinar almennar úrbætur heldur einungis úrbætur, þar sem almenningur í landinu hefur komið í gegn einhverjum plástrum þegar nauðsyn hefur verið til,“ segir Sema Erla, formaður Solaris.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59