Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2021 10:17 Ryotaro Suzuki er nýr sendiherra Japan á Íslandi. Skjáskot/Stöð 2 Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. Ryotaro Suzuki sendiherra tók við embætti í síðasta mánuði eftir fimm daga sóttkví, reglum samkvæmt. Hann hefur skrásett nýtt líf sitt á Íslandi samviskusamlega á samfélagsmiðlum svo eftir er tekið og státar nú af yfir þúsund fylgjendum á Twitter, þar af eru flestir Íslendingar. Á meðal þess sem drifið hefur á daga sendiherrans er fundur með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem Suzuki kvað myndarlegan og svo hávaxinn að sjálfum liði honum heldur lágvöxnum í návist ráðherrans. I met this person in his office today. @Bjarni_Ben As you see in the photo, he was really tall and handsome !!(And smart too, of course. )Standing next to him makes me look small. pic.twitter.com/SwagSJNTHO— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 7, 2021 Þá birti hann formlega - og óformlega - mynd með bresku sendiherrahjónunum: Unofficial one.. pic.twitter.com/wLJM3rC3QB— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 6, 2021 Og sýndi frá fundi sínum með einum kattanna sem heldur til í nágrenni sendiráðsins við Laugaveg. This cat often comes to our house.. He lives next door. His name is Thómas. pic.twitter.com/lbjkEeh7fr— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 5, 2021 „Það kom mér skemmtilega á óvart hve marga fylgjendur ég hef nú. Svo virðist sem Íslendingar séu hrifnir af tístunum mínum,“ segir Ryotaro Suzuki í samtali við fréttastofu. Sendiherrann kveðst una sér vel á Íslandi. Hann ætlar að gosstöðvunum á laugardag og leggur stund á íslenskunám. „Ég reyni mitt besta. Tungumálið er afar heillandi,“ segir hann. Þá vakti það sérstaka athygli þegar Suzuki óskaði eftir hjálp fylgjenda sinna við að velja klæðnað við hæfi fyrir götugrill sem honum var boðið í á dögunum. We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021 Tískuráðgjöfin lét ekki á sér standa - en hvað varð á endanum fyrir valinu? „Pólóbolur og þetta hefðbundna. Ég var ekki í sandölum,“ segir hann og hlær. Japan Utanríkismál Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Ryotaro Suzuki sendiherra tók við embætti í síðasta mánuði eftir fimm daga sóttkví, reglum samkvæmt. Hann hefur skrásett nýtt líf sitt á Íslandi samviskusamlega á samfélagsmiðlum svo eftir er tekið og státar nú af yfir þúsund fylgjendum á Twitter, þar af eru flestir Íslendingar. Á meðal þess sem drifið hefur á daga sendiherrans er fundur með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem Suzuki kvað myndarlegan og svo hávaxinn að sjálfum liði honum heldur lágvöxnum í návist ráðherrans. I met this person in his office today. @Bjarni_Ben As you see in the photo, he was really tall and handsome !!(And smart too, of course. )Standing next to him makes me look small. pic.twitter.com/SwagSJNTHO— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 7, 2021 Þá birti hann formlega - og óformlega - mynd með bresku sendiherrahjónunum: Unofficial one.. pic.twitter.com/wLJM3rC3QB— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 6, 2021 Og sýndi frá fundi sínum með einum kattanna sem heldur til í nágrenni sendiráðsins við Laugaveg. This cat often comes to our house.. He lives next door. His name is Thómas. pic.twitter.com/lbjkEeh7fr— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 5, 2021 „Það kom mér skemmtilega á óvart hve marga fylgjendur ég hef nú. Svo virðist sem Íslendingar séu hrifnir af tístunum mínum,“ segir Ryotaro Suzuki í samtali við fréttastofu. Sendiherrann kveðst una sér vel á Íslandi. Hann ætlar að gosstöðvunum á laugardag og leggur stund á íslenskunám. „Ég reyni mitt besta. Tungumálið er afar heillandi,“ segir hann. Þá vakti það sérstaka athygli þegar Suzuki óskaði eftir hjálp fylgjenda sinna við að velja klæðnað við hæfi fyrir götugrill sem honum var boðið í á dögunum. We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021 Tískuráðgjöfin lét ekki á sér standa - en hvað varð á endanum fyrir valinu? „Pólóbolur og þetta hefðbundna. Ég var ekki í sandölum,“ segir hann og hlær.
Japan Utanríkismál Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira