Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2021 20:00 Kettlingarnir fimm sem nú eru í sóttkví vegna eyrnamaurs. Vísir/Kristín Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. Hér áður fyrr átti fólk jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér en nú er staðan allt önnur: barist er um hvern einasta kettling og verð getur hlaupið á tugum þúsunda króna. „Við höfum tekið mikið eftir þessu, það er mikil eftirspurn bæði eftir að covid byrjaði, og líka að fólk sé að rukka himinháar upphæðir fyrir kettlinga og jafnvel ekkert búið að gera fyrir þá,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri í Kattholti. „Við höfum alveg verið að sjá upphæðir upp í, ég sá um daginn 65 þúsund og ekkert innifalið,“ segir Hanna og vísar þá til þess að í verðinu sé ekki gert ráð fyrir bólusetningu, ófrjósemisaðgerð og ormahreinsun líkt og er til dæmis í Kattholti, þar sem greiddar eru 24.500 krónur fyrir kött. Hanna Evensen er rekstrarstjóri í Kattholti.Vísir/Kristín Verðlagningin geti þannig leitt til þess að fólki vaxi dýralæknakostnaður í augum og fari síður með kettina til dýralæknis. Þá séu beinlínis dæmi þess að fólk rækti venjulega heimilisketti í gróðaskyni sem sé varhugaverð þróun. „Ef þú ert farin að vera með marga ketti sem eru að gjóta á sama heimili, þá veldur þetta rosalega miklum veikindum. Aðbúnaðurinn er kannski ekki í lagi, kettirnir eru hafðir í litlum rýmum, gjóta í litlum kassa.“ Kettlingarnir sem hér sjást kúra saman eru einmitt undan læðu sem bjargað var úr kettlingaframleiðslu í miðborg Reykjavíkur. Hún smitaði kettlingana af eyrnamaur, sem gekk á heimilinu. „Þeir komu til okkar allir veikir þannig að við erum með sérmanneskju sem kemur til okkar, klæðir sig í heilgalla og er inni hjá kettlingunum og enginn annar fær að koma inn af því að þeir eru það veikir, mega ekki smita út frá sér.“ Pandóra og Míó, kisur í heimilisleit.Vísir/kristín Hanna segir að Kattholt hafi verið upplýst um að á heimilinu hefðu verið yfir tuttugu kettir í ömurlegum aðstæðum. Kettlingarnir séu blessunarlega að braggast. „Þeir eru allir að koma til, þeir eru búnir að fá algjöra sérmeðhöndlun eins og VIP-stjörnur hérna hjá okkur og eru bráðum að verða tilbúnir.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hér áður fyrr átti fólk jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér en nú er staðan allt önnur: barist er um hvern einasta kettling og verð getur hlaupið á tugum þúsunda króna. „Við höfum tekið mikið eftir þessu, það er mikil eftirspurn bæði eftir að covid byrjaði, og líka að fólk sé að rukka himinháar upphæðir fyrir kettlinga og jafnvel ekkert búið að gera fyrir þá,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri í Kattholti. „Við höfum alveg verið að sjá upphæðir upp í, ég sá um daginn 65 þúsund og ekkert innifalið,“ segir Hanna og vísar þá til þess að í verðinu sé ekki gert ráð fyrir bólusetningu, ófrjósemisaðgerð og ormahreinsun líkt og er til dæmis í Kattholti, þar sem greiddar eru 24.500 krónur fyrir kött. Hanna Evensen er rekstrarstjóri í Kattholti.Vísir/Kristín Verðlagningin geti þannig leitt til þess að fólki vaxi dýralæknakostnaður í augum og fari síður með kettina til dýralæknis. Þá séu beinlínis dæmi þess að fólk rækti venjulega heimilisketti í gróðaskyni sem sé varhugaverð þróun. „Ef þú ert farin að vera með marga ketti sem eru að gjóta á sama heimili, þá veldur þetta rosalega miklum veikindum. Aðbúnaðurinn er kannski ekki í lagi, kettirnir eru hafðir í litlum rýmum, gjóta í litlum kassa.“ Kettlingarnir sem hér sjást kúra saman eru einmitt undan læðu sem bjargað var úr kettlingaframleiðslu í miðborg Reykjavíkur. Hún smitaði kettlingana af eyrnamaur, sem gekk á heimilinu. „Þeir komu til okkar allir veikir þannig að við erum með sérmanneskju sem kemur til okkar, klæðir sig í heilgalla og er inni hjá kettlingunum og enginn annar fær að koma inn af því að þeir eru það veikir, mega ekki smita út frá sér.“ Pandóra og Míó, kisur í heimilisleit.Vísir/kristín Hanna segir að Kattholt hafi verið upplýst um að á heimilinu hefðu verið yfir tuttugu kettir í ömurlegum aðstæðum. Kettlingarnir séu blessunarlega að braggast. „Þeir eru allir að koma til, þeir eru búnir að fá algjöra sérmeðhöndlun eins og VIP-stjörnur hérna hjá okkur og eru bráðum að verða tilbúnir.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira