Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2021 20:00 Kettlingarnir fimm sem nú eru í sóttkví vegna eyrnamaurs. Vísir/Kristín Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. Hér áður fyrr átti fólk jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér en nú er staðan allt önnur: barist er um hvern einasta kettling og verð getur hlaupið á tugum þúsunda króna. „Við höfum tekið mikið eftir þessu, það er mikil eftirspurn bæði eftir að covid byrjaði, og líka að fólk sé að rukka himinháar upphæðir fyrir kettlinga og jafnvel ekkert búið að gera fyrir þá,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri í Kattholti. „Við höfum alveg verið að sjá upphæðir upp í, ég sá um daginn 65 þúsund og ekkert innifalið,“ segir Hanna og vísar þá til þess að í verðinu sé ekki gert ráð fyrir bólusetningu, ófrjósemisaðgerð og ormahreinsun líkt og er til dæmis í Kattholti, þar sem greiddar eru 24.500 krónur fyrir kött. Hanna Evensen er rekstrarstjóri í Kattholti.Vísir/Kristín Verðlagningin geti þannig leitt til þess að fólki vaxi dýralæknakostnaður í augum og fari síður með kettina til dýralæknis. Þá séu beinlínis dæmi þess að fólk rækti venjulega heimilisketti í gróðaskyni sem sé varhugaverð þróun. „Ef þú ert farin að vera með marga ketti sem eru að gjóta á sama heimili, þá veldur þetta rosalega miklum veikindum. Aðbúnaðurinn er kannski ekki í lagi, kettirnir eru hafðir í litlum rýmum, gjóta í litlum kassa.“ Kettlingarnir sem hér sjást kúra saman eru einmitt undan læðu sem bjargað var úr kettlingaframleiðslu í miðborg Reykjavíkur. Hún smitaði kettlingana af eyrnamaur, sem gekk á heimilinu. „Þeir komu til okkar allir veikir þannig að við erum með sérmanneskju sem kemur til okkar, klæðir sig í heilgalla og er inni hjá kettlingunum og enginn annar fær að koma inn af því að þeir eru það veikir, mega ekki smita út frá sér.“ Pandóra og Míó, kisur í heimilisleit.Vísir/kristín Hanna segir að Kattholt hafi verið upplýst um að á heimilinu hefðu verið yfir tuttugu kettir í ömurlegum aðstæðum. Kettlingarnir séu blessunarlega að braggast. „Þeir eru allir að koma til, þeir eru búnir að fá algjöra sérmeðhöndlun eins og VIP-stjörnur hérna hjá okkur og eru bráðum að verða tilbúnir.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Hér áður fyrr átti fólk jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér en nú er staðan allt önnur: barist er um hvern einasta kettling og verð getur hlaupið á tugum þúsunda króna. „Við höfum tekið mikið eftir þessu, það er mikil eftirspurn bæði eftir að covid byrjaði, og líka að fólk sé að rukka himinháar upphæðir fyrir kettlinga og jafnvel ekkert búið að gera fyrir þá,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri í Kattholti. „Við höfum alveg verið að sjá upphæðir upp í, ég sá um daginn 65 þúsund og ekkert innifalið,“ segir Hanna og vísar þá til þess að í verðinu sé ekki gert ráð fyrir bólusetningu, ófrjósemisaðgerð og ormahreinsun líkt og er til dæmis í Kattholti, þar sem greiddar eru 24.500 krónur fyrir kött. Hanna Evensen er rekstrarstjóri í Kattholti.Vísir/Kristín Verðlagningin geti þannig leitt til þess að fólki vaxi dýralæknakostnaður í augum og fari síður með kettina til dýralæknis. Þá séu beinlínis dæmi þess að fólk rækti venjulega heimilisketti í gróðaskyni sem sé varhugaverð þróun. „Ef þú ert farin að vera með marga ketti sem eru að gjóta á sama heimili, þá veldur þetta rosalega miklum veikindum. Aðbúnaðurinn er kannski ekki í lagi, kettirnir eru hafðir í litlum rýmum, gjóta í litlum kassa.“ Kettlingarnir sem hér sjást kúra saman eru einmitt undan læðu sem bjargað var úr kettlingaframleiðslu í miðborg Reykjavíkur. Hún smitaði kettlingana af eyrnamaur, sem gekk á heimilinu. „Þeir komu til okkar allir veikir þannig að við erum með sérmanneskju sem kemur til okkar, klæðir sig í heilgalla og er inni hjá kettlingunum og enginn annar fær að koma inn af því að þeir eru það veikir, mega ekki smita út frá sér.“ Pandóra og Míó, kisur í heimilisleit.Vísir/kristín Hanna segir að Kattholt hafi verið upplýst um að á heimilinu hefðu verið yfir tuttugu kettir í ömurlegum aðstæðum. Kettlingarnir séu blessunarlega að braggast. „Þeir eru allir að koma til, þeir eru búnir að fá algjöra sérmeðhöndlun eins og VIP-stjörnur hérna hjá okkur og eru bráðum að verða tilbúnir.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira