Draumurinn um að ganga meðfram sjávarsíðunni rættist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2021 10:44 „Ég hugsaði með mér, vá, ef ég einhvern tímann fæ að vera aftur á Íslandi og labba Ægisíðuna þá verð ég ótrúlega hamingjusöm. Það var bara svona draumurinn minn sem ég notaði til að lifa af.“ „Ég finn það í dag að ég lít ekkert á það sem sjálfsagðan hlut að vera á lífi og vera frjáls. Bara svona pínulitlir hlutir eins og að fara í vinnuna og elda mat – ég finn fyrir þakklæti, að ég fái að upplifa þetta allt saman,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir. Karen sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir sem sýndur var á Stöð 2 nýverið en hún var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddi til ofsókna, í áraraðir. Maðurinn hafði læst hana og dóttur hennar inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet. Karen átti þann draum heitastan að komast frá manninum, sem hún bjó með í London, og að fá að upplifa göngutúra með fram sjávarsíðunni, óhrædd og áhyggjulaus. Tilfinningu sem hún hafði ekki upplifað í mörg ár. Sá draumur hélt henni gangandi og á endanum tókst henni að flýja. Karen lagði stund á hjúkrunarfræði í Bretlandi, en hafði lengi haft áhuga á sálgæslu og skipti yfir í guðfræði þgar hún kom til landsins. „Ég sá einhvern veginn ekki fyrir mér hvernig ég gæti byggt upp líf mitt. Hvernig ég ætti að annast barnið mitt og það var nokkuð ljóst strax að hann ætlaði ekki að sleppa tökunum á mér. Hann hringdi stöðugt í okkur, hann áreitti fjölskyldu mína og fylgdist með öllu sem ég gerði. Ef það birtust myndir af okkur á samfélagsmiðlum hjá einhverju þá var hann fljótur að senda mér myndirnar og segja: Já, svo þú ert þarna.“ „Guð, ef þú ert til þá verður þú að bjarga mér út“ Maðurinn hafði sagt við Karen að ef hún færi myndi hún ekki sjá dóttur sína aftur á lífi. „Hann var alltaf búinn að segja við mig ef þú ferð héðan út þá sérðu dóttur þína ekki aftur á lífi. Þannig að það sem ég þurfti að gera í þessum aðstæðum var að ég hljóp út. Ég var hálfnakin og skildi barnið mitt eftir, sem er eitt það erfiðasta sem ég hef gert en ég hljóp út og ég hljóp til nágrannanna. Nágrannarnir sáu þetta, ég var marin og ég var ber, og þau komu með mér aftur inn í húsið og sögðu við hann að þau myndu koma aftur morguninn eftir. Og nóttin var alveg hræðileg. Hún var virkilega hræðileg. Það sem ég var svo ofboðslega hrædd við var ef ég fer frá honum eða geri eitthvað þá á hann eftir að hefna sín svo illilega. En ég bara vissi að það var bara tímaspursmál hvenær hann myndi ganga of langt og ég eða dóttir mín myndum bara ekki lifa af,” segir Karen. „Þannig að ég man eftir því að ég sat á gólfinu í myrkrinu, ég var með bók fyrir ofan höfuðið á mér þannig að ef hann kæmi með hamarinn og ég hefði eitthvað til að verja mig. Dóttir mín var læst inni í öðru herbergi og ég heyrði hana gráta og ég hugsaði með mér; vá ég er ekki trúuð, ég hef ekki talað mikið við guð, aldrei, en ég átti samtal þar sem ég sagði „heyrðu guð, ef þú ert til þá verður þú að bjarga mér út. Þú verður að hjálpa mér að komast í þessa flugvél og komast bara í burtu.” Hún segir tilfinninguna að komast upp í flugvélina hafa verið ólýsanlega. Þó eftirköstin hafi reynst henni erfið og maðurinn hafi stundum hringt í hana allt að fimmtíu sinnum á dag. Maðurinn elti Karen uppi hvert sem hún fór. Hann fann meðal annars út hvar Kvennaathvarfið var og sat þar fyrir utan. Sat fyrir utan Kvennaathvarfið „Hann sagði – ég mun sjá til þess að þú munir aldrei lifa góðu lífi aftur. Þú verður aldrei örugg. Þú veist að ég get komið inn um gluggann heima hjá þér og ég get verið búinn að ganga frá þér áður en þú nærð að hringja í lögreglu,“ segir Karen. Hvert sem hún fór, fylgdi maðurinn. Hann er breskur en kom til landsins og leitaði hana uppi, fylgist með hvað hún var að gera, fylgdist með henni á samfélagsmiðlum og lét sér lítið varða um að hún hefði flúið með barnið í Kvennaathvarfið og sat þar fyrir utan. „Það tók hann engan tíma að finna út hvar það var. Hann sat bara þar fyrir utan allan daginn.“ Hélt hann myndi myrða fjölskylduna Fjölskylda Karenar fór heldur ekki varhluta af ofsóknunum. Systir hennar, Theódóra Hugrún Ólafsdóttir, var sjö ára þegar Karen og maðurinn kynntust. „Hann kom mjög vel fram og var í mjög miklu uppáhaldi hjá mér og bróður mínum, því hann kom alltaf með gjafir fyrir okkur og nammi, líka fyrir mömmu og pabba. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri eitthvað af fyrr en svolitlu síðar,“ segir Theódóra. „Ég stalst í símann hans pabba einhvern tímann af einhverri forvitni og sá skilaboð þar sem hann var að hóta mér og bróður mínum, hóta að gera eitthvað við okkur. Svo var hann fyrir utan heimilið og ég hljóp í burtu og hann svona lét vita af sér. Ég fór til dæmis út í garð á trampólín með vini mínum og hann fór hægt og rólega fram hjá þessu og passaði að ég sæi hann.“ Ofsóknirnar reyndu mikið á Theódóru. „Ég vaknaði einn daginn með eina augabrún svo ég var farin að missa hár úr kvíða og stressi,“ segir Theódóra, en þá var hún aðeins ellefu ára. „Ég hélt hann myndi bara myrða okkur.“ Theódóra, systir Karenar, var aðeins barn þegar Karen og maðurinn voru saman. Maðurinn hefur aldrei látið Karen í friði, þrátt fyrir að nú séu fjórtán ár liðin frá því að hún flúði. „Þetta er í rauninni enn í gangi. Ég fá enn þá tölvupósta frá honum og hann hefur enn þá samband við fólk í kringum mig. En ég myndi segja að fyrstu tvö árin hafi verið alveg skelfileg,“ segir Karen. Gaf sjálfri sér og dótturinni loforð Karen segist hafa verið niðurbrotin þegar hún kom til landsins, en vanlíðan hennar sneri ekki síðust að fjölskyldu hennar. Hún var með samviskubit gagnvart fjölskyldunni, fannst hún setja hana í hættu og upplifði sig sem bagga á herðum þeirra. Skrefin inn á Neyðarmóttöku Landspítalans reyndust líka þung – en á endanum gæfuspor, því Karen hafði lofað sjálfri sér því að láta manninn ekki eyðileggja meira fyrir sér og dóttur sinni. „Þetta var hræðilega erfitt og ég skammaðist mín alveg rosalega mikið. Ég átti ákaflega erfitt með að horfast í augu við að þetta hefði komið fyrir mig. Það var auðveldara að gera lítið úr atvikunum og réttlæta þau með því að ég hefði gert eitthvað vitlaust,“ segir hún. „En þar fékk ég sálfræðing, félagsráðgjafa, réttargæslumann og samband við lögreglu og þá var ég komin með teymi í kringum mig þannig að ég gat loks lagt fram kæru gagnvart honum. Og þá fór ég að fá stuðning og ég fann að mér var trúað.“ Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á Landspítalanum, segir að Karen hafi þurft að vinna sig í gegnum áföllin, skref fyrir skref. Það hafi verið langt og strangt ferli en að uppskeran hafi komið í ljós að lokum. Á Neyðarmóttökunni kynntist hún Berglindi Guðmundsdóttur sálfræðingi, sem aðstoðaði Karen við að vinna úr þeim áföllum sem hún hafði orðið fyrir. „Þegar hún kemur til mín þá er hún komin út úr sambandinu. En það sem flækir heimilisofbeldismál eins og þetta er að við getum ekki áttað okkur almennilega á hver hættan er núna, af því að hann er enn að áreita hana. Við erum þess vegna með tvíþættan vanda; við erum með minningar sem valda óttaviðbrögðum og heilinn skynjar sem raunverulega ógn þó sambandið sé búið, og svo erum við líka með ógn sem við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu alvarlega er, og verðum að taka mjög alvarlega, kortleggja og átta okkur á hvernig við eigum að bregðast við,“ útskýrir Berglind. Vann sig í gegnum áföllin, skref fyrir skref Karen lærði hægt og rólega að breyta hugsunarhætti sínum. „Ég fór að ná að rökhugsa. Allt sem hann hafði sagt mér um mig var ekki rétt. Hann var ekki áreiðanleg heimild. Ef hann sagði að eitthvað væri á einhvern ákveðinn hátt þá var það ekki rétt og ég þurfti að brjóta niður þessa mynd sem ég hafði af honum og finna að ég gæti ekki lifað í svona miklum ótta alltaf. Ég þurfti að fara í gegnum öll atvikin og allt sem hafði gerst til að sjá að þó ég væri kolómöguleg, og þó ég hefði fullt af göllum og brestum, að þá átti ég ekki skilið þessa framkomu. Ég þurfti líka að sleppa tökunum á að reyna að skilja hvað væri að hjá honum.“ Berglind segir að saga Karenar sé ein sú alvarlegasta sem hún hefur heyrt af, og að ástand hennar hafi verið mjög slæmt í upphafi. „Það var mjög alvarlegt,“ segir Berglind. „Einkennin, eða tíðni endurupplifana og martraða var há, forðunin var mikil, þ.e löngunin til þess að forðast á sama tíma og að langa að vinna úr því. Eitt frumstæðasta kerfi heilans er varnarkerfið okkar sem ver okkur fyrir hættu og það sem gerist þegar við höfum gengið í gegnum svona langvarandi hættu, og bara almennt, er að þegar eitthvað kveikir minningar um atburðinn að þá er eðlilegt að vilja flýja það,“ segir Berglind, en fyrsta skrefið að bata var að komast í gegnum atburðina. Meðferðarvinnan var löng og ströng en Karen vildi ekki setja líf sitt lengur í biðstöðu. Hún hafði lagt stund á hjúkrunarfræði í London en hafði lengi haft áhuga á sálgæslu og skráði sig því í guðfræði. En annars konar blessun fylgdi prestsnáminu því þar kynntist hún ástinni í lífi sínu. „Ég var ein í tvö ár, og svo fékk ég mér íbúð og var í háskólanum og fór í gegnum alla þessa áfallameðferð og allt saman þannig að ég var komin á tiltölulega góðan stað. En síðan átti ég alveg ofboðslega góðan vin sem mér þótti vænt um sem var með mér í guðfræðideildinni og ég fór að finna að ég var svolítið hrifin af honum,“ segir Karen og brosir. Það dýrmætasta í lífinu Sá heppni er Páll Ágúst Ólafsson, guðfræðingur og lögmaður. „Hún var búin að fara í mikla sjálfsvinnu, sálfræðivinnu, til þess að vinna úr sínum áföllum en það miðaði allt við það að hún byggi ein með litlu stelpuna sína og ætti kött. Síðan allt í einu kem ég inn í myndina og þá er kominn nýr karlmaður. Þá koma fram kveikjur hjá henni aftur og það er eitthvað sem gerist í dags daglegu lífi við ósköp venjulegar aðstæður. Eins og til dæmis, ég veit ekki hvað skal segja. Við vorum kannski að keyra í bíl og hún varð allt í einu lafandi hrædd eða þá að við vorum að elda saman mat og það gerðist eitthvað og það næsta sem ég veit er það að hún er allt í einu komin undir borð af því að hún upplifði eitthvað sem að við vorum að gera sem gæti hugsanlega verið einhver ógn en var svo fjarri því að vera einhver ógn í okkar samhengi,“ segir Páll. Maðurinn hefur til dæmis sett sig í samband við Pál í gegnum tölvupóstssamskipti, sem einkennast fyrst og fremst af því að reyna að sannfæra Pál um að Karen eigi við karakterbresti að ræða. Karen og Páll Ágúst kynntust í guðfræðináminu. „Ert þú pabbi minn?“ Páll segist hafa upplifað margs konar tilfinningar í gegnum ferlið; reiði, bjargarleysi og ráðaleysi. „Sannarlega blossar oft upp gríðarleg reiði yfir því að þetta hafi verið hlutskipti konunnar minnar. Hún er það dýrmætasta sem ég á í lífinu fyrir utan börnin mín,“ segir hann. „En reiði er ekki endilega slæm tilfinning og ég hef oft leyft mér að verða mjög mikið reiður. En það sem við Karen höfum reynt að tileinka okkur er að tala bara um það. Til dæmis ef það hefur komið tölvupóstur eða einhver pakki með einhverju dóti frá honum sem við höfum alltaf endursent til baka án þess að opna. Þá blossar náttúrlega upp reiði en það er ekki heilbrigt að leyfa reiðinni að dvelja í huganum. Við teljum að það sé miklu betra að ræða hana og vera opinská með það hvernig okkur líður. Stundum eru við bara hundfúl og það er stundum bara hundfúlt að Karen þarf að vera með öryggishnapp í vinnunni. En það er bara hluti af hennar daglega lífi. Og svona hlutir eins og við þurfum að passa hvar við skráum heimilisfangið okkar. Þurfum að passa upp á að allir samfélagsmiðlar séu rækilega lokaðir. Karen getur ekki verið skráð með símanúmer. Við erum t.d. ekki með heimasíma. Hún skráir ekki farsímanúmerið neins staðar,“ segir Páll og lýsir því að Karen sé líklega eini prestur landsins sem getur ekki verið með skráð símanúmer. Páll segist afar þakklátur að hafa fengið að koma inn í líf Karenar og dóttur hennar, en nefnir að ákveðið gat hafi verið í lífi stúlkunnar. „Hún átti móður og afa og ömmur en það var enginn pabbi,“ segir Páll. „Eftir að við Karen hófum okkar sambúð þá kom hún [stúlkan] til mín, og mér þykir svo óskaplega vænt um þessa minningu. Hún spurði: Ert þú pabbi minn? Og ég veit ekki hvaða náð og miskunn kom yfir mig og að ég skildi ekki bara frjósa á einhverjum tímapunkti, en einhvern veginn tókst mér að spyrja: Viltu að ég sé pabbi þinn? Og hún segir þá: Já! Með sinni litlu þriggja ára saklausu röddu. Og á þessum tímapunkti gaf ég henni það loforð að ég ætlaði að verða, og er, pabbi hennar og við það ætla ég að standa,“ segir Páll, meyr. Og nýverið gekk ættleiðingin í gegn og hann er nú, löglega, faðir stúlkunnar. Þegar Berglind sálfræðingur er spurð hvernig það er að horfa til baka, og að horfa á Karen í dag, þá hugsar hún sig um í stutta stund, þó svarið farið í huga Berglindar ekkert á milli mála. „Ég verð pínu klökk þegar ég hugsa um hetjuna, hetjuna Karen. Það er ekkert magnaðra, svei mér þá, í meðferðarstarfi að sjá skjólstæðing ná bata. Og þessi trú, þessi kraftur, þetta hugrekki. Það er alveg magnað. Og ég finn að ég verð tilfinninganæm,“ lýsir Berglind, sem starfar í dag sem yfirsálfræðingur á Landspítalanum. Og aðspurð segir hún að allir geti náð bata. Hjálpin sé til staðar. Sjálf segist Karen afar þakklát fyrir lífið. Þakklát fyrir að hafa lært á sjálfa sig og þakklát fyrir að fá að upplifa þann styrk sem í henni býr. Og draumurinn hennar rættist. Hún eignaðist fjölskyldu og fékk aftur að upplifa sjávarsíðuna í Vesturbæ Reykjavíkur. Færir ábyrgðina þangað sem hún á heima „Ég man að á þeim tíma sem ég var læst inni að þá hugsaði ég með mér, ég man þegar ég var í Melaskóla og ég labbaði Ægisíðuna. Ég hugsaði með mér, vá, ef ég einhvern tímann fæ að vera aftur á Íslandi og labba Ægisíðuna þá verð ég ótrúlega hamingjusöm. Það var bara svona draumurinn minn sem ég notaði til að lifa af. Það er eiginlega alveg ólýsanleg tilfinning að fara með krakkana, og þau eru að hjóla á Ægisíðunni og ég og maðurinn minn höldumst í hendur. Að finna að ég er bara ótrúlega þakklát fyrir svona pínulitla hluti, af því að ég veit að það er ekki sjálfsagt. En ég veit líka að ég þurfti að berjast alveg rosalega fyrir öllu sem ég hef í dag. Bara það að segja söguna mína þá fæ ég samviskubit. Er ég að setja fólkið mitt í vonda stöðu, er ég að gera eitthvað slæmt gagnvart dóttur minni, hún á eftir að þurfa að lifa með því að þetta var byrjunin á hennar lífi. Og enn þann dag í dag þá ber ég ábyrgðina eins og það sé mér að kenna að segja söguna en ég held það sé bara rosalega mikilvægt að við brjótum þessa skömm og við segjum satt og rétt frá og við færum ábyrgðina á þann sem fremur verknaðinn en ekki þann sem segir frá honum eða þarf að lifa með honum.“ Ofsóknir Tengdar fréttir Hótaði pyntingum ef hún hlýddi ekki „Hann hótaði að raka af mér hárið, hótaði að brjóta í mér tennurnar og hótaði því að pynta mig, þannig að ég myndi alltaf sjá eftir því að setja honum þessi mörk,” segir Aníta Runólfsdóttir, tveggja barna móðir, sjúkraliði og félagsráðgjafanemi, sem varð fyrir alvarlegum ofsóknum og ofbeldi af hendi manns sem hún hafði átt í stuttu sambandi við. 24. apríl 2021 11:01 „Þó að ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn“ Séra Karen Lind Ólafsdóttir var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddu til ofsókna í áraraðir. Hann hafði læst hana inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet. 9. maí 2021 07:00 „Við sofum ekki yfir þessu“ „Maður er svo hræddur. Maður er svo rosalega hræddur um barnið sitt. Það koma svona tilfinningar upp hjá manni sem mann datt bara ekki til hugar að væru til,“ segir Ósk Jónsdóttir, móðir Ölmu Daggar Torfadóttur sem hefur sætt ofsóknum í tæplega tíu ár. 15. apríl 2021 07:00 Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Karen sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir sem sýndur var á Stöð 2 nýverið en hún var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddi til ofsókna, í áraraðir. Maðurinn hafði læst hana og dóttur hennar inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet. Karen átti þann draum heitastan að komast frá manninum, sem hún bjó með í London, og að fá að upplifa göngutúra með fram sjávarsíðunni, óhrædd og áhyggjulaus. Tilfinningu sem hún hafði ekki upplifað í mörg ár. Sá draumur hélt henni gangandi og á endanum tókst henni að flýja. Karen lagði stund á hjúkrunarfræði í Bretlandi, en hafði lengi haft áhuga á sálgæslu og skipti yfir í guðfræði þgar hún kom til landsins. „Ég sá einhvern veginn ekki fyrir mér hvernig ég gæti byggt upp líf mitt. Hvernig ég ætti að annast barnið mitt og það var nokkuð ljóst strax að hann ætlaði ekki að sleppa tökunum á mér. Hann hringdi stöðugt í okkur, hann áreitti fjölskyldu mína og fylgdist með öllu sem ég gerði. Ef það birtust myndir af okkur á samfélagsmiðlum hjá einhverju þá var hann fljótur að senda mér myndirnar og segja: Já, svo þú ert þarna.“ „Guð, ef þú ert til þá verður þú að bjarga mér út“ Maðurinn hafði sagt við Karen að ef hún færi myndi hún ekki sjá dóttur sína aftur á lífi. „Hann var alltaf búinn að segja við mig ef þú ferð héðan út þá sérðu dóttur þína ekki aftur á lífi. Þannig að það sem ég þurfti að gera í þessum aðstæðum var að ég hljóp út. Ég var hálfnakin og skildi barnið mitt eftir, sem er eitt það erfiðasta sem ég hef gert en ég hljóp út og ég hljóp til nágrannanna. Nágrannarnir sáu þetta, ég var marin og ég var ber, og þau komu með mér aftur inn í húsið og sögðu við hann að þau myndu koma aftur morguninn eftir. Og nóttin var alveg hræðileg. Hún var virkilega hræðileg. Það sem ég var svo ofboðslega hrædd við var ef ég fer frá honum eða geri eitthvað þá á hann eftir að hefna sín svo illilega. En ég bara vissi að það var bara tímaspursmál hvenær hann myndi ganga of langt og ég eða dóttir mín myndum bara ekki lifa af,” segir Karen. „Þannig að ég man eftir því að ég sat á gólfinu í myrkrinu, ég var með bók fyrir ofan höfuðið á mér þannig að ef hann kæmi með hamarinn og ég hefði eitthvað til að verja mig. Dóttir mín var læst inni í öðru herbergi og ég heyrði hana gráta og ég hugsaði með mér; vá ég er ekki trúuð, ég hef ekki talað mikið við guð, aldrei, en ég átti samtal þar sem ég sagði „heyrðu guð, ef þú ert til þá verður þú að bjarga mér út. Þú verður að hjálpa mér að komast í þessa flugvél og komast bara í burtu.” Hún segir tilfinninguna að komast upp í flugvélina hafa verið ólýsanlega. Þó eftirköstin hafi reynst henni erfið og maðurinn hafi stundum hringt í hana allt að fimmtíu sinnum á dag. Maðurinn elti Karen uppi hvert sem hún fór. Hann fann meðal annars út hvar Kvennaathvarfið var og sat þar fyrir utan. Sat fyrir utan Kvennaathvarfið „Hann sagði – ég mun sjá til þess að þú munir aldrei lifa góðu lífi aftur. Þú verður aldrei örugg. Þú veist að ég get komið inn um gluggann heima hjá þér og ég get verið búinn að ganga frá þér áður en þú nærð að hringja í lögreglu,“ segir Karen. Hvert sem hún fór, fylgdi maðurinn. Hann er breskur en kom til landsins og leitaði hana uppi, fylgist með hvað hún var að gera, fylgdist með henni á samfélagsmiðlum og lét sér lítið varða um að hún hefði flúið með barnið í Kvennaathvarfið og sat þar fyrir utan. „Það tók hann engan tíma að finna út hvar það var. Hann sat bara þar fyrir utan allan daginn.“ Hélt hann myndi myrða fjölskylduna Fjölskylda Karenar fór heldur ekki varhluta af ofsóknunum. Systir hennar, Theódóra Hugrún Ólafsdóttir, var sjö ára þegar Karen og maðurinn kynntust. „Hann kom mjög vel fram og var í mjög miklu uppáhaldi hjá mér og bróður mínum, því hann kom alltaf með gjafir fyrir okkur og nammi, líka fyrir mömmu og pabba. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri eitthvað af fyrr en svolitlu síðar,“ segir Theódóra. „Ég stalst í símann hans pabba einhvern tímann af einhverri forvitni og sá skilaboð þar sem hann var að hóta mér og bróður mínum, hóta að gera eitthvað við okkur. Svo var hann fyrir utan heimilið og ég hljóp í burtu og hann svona lét vita af sér. Ég fór til dæmis út í garð á trampólín með vini mínum og hann fór hægt og rólega fram hjá þessu og passaði að ég sæi hann.“ Ofsóknirnar reyndu mikið á Theódóru. „Ég vaknaði einn daginn með eina augabrún svo ég var farin að missa hár úr kvíða og stressi,“ segir Theódóra, en þá var hún aðeins ellefu ára. „Ég hélt hann myndi bara myrða okkur.“ Theódóra, systir Karenar, var aðeins barn þegar Karen og maðurinn voru saman. Maðurinn hefur aldrei látið Karen í friði, þrátt fyrir að nú séu fjórtán ár liðin frá því að hún flúði. „Þetta er í rauninni enn í gangi. Ég fá enn þá tölvupósta frá honum og hann hefur enn þá samband við fólk í kringum mig. En ég myndi segja að fyrstu tvö árin hafi verið alveg skelfileg,“ segir Karen. Gaf sjálfri sér og dótturinni loforð Karen segist hafa verið niðurbrotin þegar hún kom til landsins, en vanlíðan hennar sneri ekki síðust að fjölskyldu hennar. Hún var með samviskubit gagnvart fjölskyldunni, fannst hún setja hana í hættu og upplifði sig sem bagga á herðum þeirra. Skrefin inn á Neyðarmóttöku Landspítalans reyndust líka þung – en á endanum gæfuspor, því Karen hafði lofað sjálfri sér því að láta manninn ekki eyðileggja meira fyrir sér og dóttur sinni. „Þetta var hræðilega erfitt og ég skammaðist mín alveg rosalega mikið. Ég átti ákaflega erfitt með að horfast í augu við að þetta hefði komið fyrir mig. Það var auðveldara að gera lítið úr atvikunum og réttlæta þau með því að ég hefði gert eitthvað vitlaust,“ segir hún. „En þar fékk ég sálfræðing, félagsráðgjafa, réttargæslumann og samband við lögreglu og þá var ég komin með teymi í kringum mig þannig að ég gat loks lagt fram kæru gagnvart honum. Og þá fór ég að fá stuðning og ég fann að mér var trúað.“ Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á Landspítalanum, segir að Karen hafi þurft að vinna sig í gegnum áföllin, skref fyrir skref. Það hafi verið langt og strangt ferli en að uppskeran hafi komið í ljós að lokum. Á Neyðarmóttökunni kynntist hún Berglindi Guðmundsdóttur sálfræðingi, sem aðstoðaði Karen við að vinna úr þeim áföllum sem hún hafði orðið fyrir. „Þegar hún kemur til mín þá er hún komin út úr sambandinu. En það sem flækir heimilisofbeldismál eins og þetta er að við getum ekki áttað okkur almennilega á hver hættan er núna, af því að hann er enn að áreita hana. Við erum þess vegna með tvíþættan vanda; við erum með minningar sem valda óttaviðbrögðum og heilinn skynjar sem raunverulega ógn þó sambandið sé búið, og svo erum við líka með ógn sem við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu alvarlega er, og verðum að taka mjög alvarlega, kortleggja og átta okkur á hvernig við eigum að bregðast við,“ útskýrir Berglind. Vann sig í gegnum áföllin, skref fyrir skref Karen lærði hægt og rólega að breyta hugsunarhætti sínum. „Ég fór að ná að rökhugsa. Allt sem hann hafði sagt mér um mig var ekki rétt. Hann var ekki áreiðanleg heimild. Ef hann sagði að eitthvað væri á einhvern ákveðinn hátt þá var það ekki rétt og ég þurfti að brjóta niður þessa mynd sem ég hafði af honum og finna að ég gæti ekki lifað í svona miklum ótta alltaf. Ég þurfti að fara í gegnum öll atvikin og allt sem hafði gerst til að sjá að þó ég væri kolómöguleg, og þó ég hefði fullt af göllum og brestum, að þá átti ég ekki skilið þessa framkomu. Ég þurfti líka að sleppa tökunum á að reyna að skilja hvað væri að hjá honum.“ Berglind segir að saga Karenar sé ein sú alvarlegasta sem hún hefur heyrt af, og að ástand hennar hafi verið mjög slæmt í upphafi. „Það var mjög alvarlegt,“ segir Berglind. „Einkennin, eða tíðni endurupplifana og martraða var há, forðunin var mikil, þ.e löngunin til þess að forðast á sama tíma og að langa að vinna úr því. Eitt frumstæðasta kerfi heilans er varnarkerfið okkar sem ver okkur fyrir hættu og það sem gerist þegar við höfum gengið í gegnum svona langvarandi hættu, og bara almennt, er að þegar eitthvað kveikir minningar um atburðinn að þá er eðlilegt að vilja flýja það,“ segir Berglind, en fyrsta skrefið að bata var að komast í gegnum atburðina. Meðferðarvinnan var löng og ströng en Karen vildi ekki setja líf sitt lengur í biðstöðu. Hún hafði lagt stund á hjúkrunarfræði í London en hafði lengi haft áhuga á sálgæslu og skráði sig því í guðfræði. En annars konar blessun fylgdi prestsnáminu því þar kynntist hún ástinni í lífi sínu. „Ég var ein í tvö ár, og svo fékk ég mér íbúð og var í háskólanum og fór í gegnum alla þessa áfallameðferð og allt saman þannig að ég var komin á tiltölulega góðan stað. En síðan átti ég alveg ofboðslega góðan vin sem mér þótti vænt um sem var með mér í guðfræðideildinni og ég fór að finna að ég var svolítið hrifin af honum,“ segir Karen og brosir. Það dýrmætasta í lífinu Sá heppni er Páll Ágúst Ólafsson, guðfræðingur og lögmaður. „Hún var búin að fara í mikla sjálfsvinnu, sálfræðivinnu, til þess að vinna úr sínum áföllum en það miðaði allt við það að hún byggi ein með litlu stelpuna sína og ætti kött. Síðan allt í einu kem ég inn í myndina og þá er kominn nýr karlmaður. Þá koma fram kveikjur hjá henni aftur og það er eitthvað sem gerist í dags daglegu lífi við ósköp venjulegar aðstæður. Eins og til dæmis, ég veit ekki hvað skal segja. Við vorum kannski að keyra í bíl og hún varð allt í einu lafandi hrædd eða þá að við vorum að elda saman mat og það gerðist eitthvað og það næsta sem ég veit er það að hún er allt í einu komin undir borð af því að hún upplifði eitthvað sem að við vorum að gera sem gæti hugsanlega verið einhver ógn en var svo fjarri því að vera einhver ógn í okkar samhengi,“ segir Páll. Maðurinn hefur til dæmis sett sig í samband við Pál í gegnum tölvupóstssamskipti, sem einkennast fyrst og fremst af því að reyna að sannfæra Pál um að Karen eigi við karakterbresti að ræða. Karen og Páll Ágúst kynntust í guðfræðináminu. „Ert þú pabbi minn?“ Páll segist hafa upplifað margs konar tilfinningar í gegnum ferlið; reiði, bjargarleysi og ráðaleysi. „Sannarlega blossar oft upp gríðarleg reiði yfir því að þetta hafi verið hlutskipti konunnar minnar. Hún er það dýrmætasta sem ég á í lífinu fyrir utan börnin mín,“ segir hann. „En reiði er ekki endilega slæm tilfinning og ég hef oft leyft mér að verða mjög mikið reiður. En það sem við Karen höfum reynt að tileinka okkur er að tala bara um það. Til dæmis ef það hefur komið tölvupóstur eða einhver pakki með einhverju dóti frá honum sem við höfum alltaf endursent til baka án þess að opna. Þá blossar náttúrlega upp reiði en það er ekki heilbrigt að leyfa reiðinni að dvelja í huganum. Við teljum að það sé miklu betra að ræða hana og vera opinská með það hvernig okkur líður. Stundum eru við bara hundfúl og það er stundum bara hundfúlt að Karen þarf að vera með öryggishnapp í vinnunni. En það er bara hluti af hennar daglega lífi. Og svona hlutir eins og við þurfum að passa hvar við skráum heimilisfangið okkar. Þurfum að passa upp á að allir samfélagsmiðlar séu rækilega lokaðir. Karen getur ekki verið skráð með símanúmer. Við erum t.d. ekki með heimasíma. Hún skráir ekki farsímanúmerið neins staðar,“ segir Páll og lýsir því að Karen sé líklega eini prestur landsins sem getur ekki verið með skráð símanúmer. Páll segist afar þakklátur að hafa fengið að koma inn í líf Karenar og dóttur hennar, en nefnir að ákveðið gat hafi verið í lífi stúlkunnar. „Hún átti móður og afa og ömmur en það var enginn pabbi,“ segir Páll. „Eftir að við Karen hófum okkar sambúð þá kom hún [stúlkan] til mín, og mér þykir svo óskaplega vænt um þessa minningu. Hún spurði: Ert þú pabbi minn? Og ég veit ekki hvaða náð og miskunn kom yfir mig og að ég skildi ekki bara frjósa á einhverjum tímapunkti, en einhvern veginn tókst mér að spyrja: Viltu að ég sé pabbi þinn? Og hún segir þá: Já! Með sinni litlu þriggja ára saklausu röddu. Og á þessum tímapunkti gaf ég henni það loforð að ég ætlaði að verða, og er, pabbi hennar og við það ætla ég að standa,“ segir Páll, meyr. Og nýverið gekk ættleiðingin í gegn og hann er nú, löglega, faðir stúlkunnar. Þegar Berglind sálfræðingur er spurð hvernig það er að horfa til baka, og að horfa á Karen í dag, þá hugsar hún sig um í stutta stund, þó svarið farið í huga Berglindar ekkert á milli mála. „Ég verð pínu klökk þegar ég hugsa um hetjuna, hetjuna Karen. Það er ekkert magnaðra, svei mér þá, í meðferðarstarfi að sjá skjólstæðing ná bata. Og þessi trú, þessi kraftur, þetta hugrekki. Það er alveg magnað. Og ég finn að ég verð tilfinninganæm,“ lýsir Berglind, sem starfar í dag sem yfirsálfræðingur á Landspítalanum. Og aðspurð segir hún að allir geti náð bata. Hjálpin sé til staðar. Sjálf segist Karen afar þakklát fyrir lífið. Þakklát fyrir að hafa lært á sjálfa sig og þakklát fyrir að fá að upplifa þann styrk sem í henni býr. Og draumurinn hennar rættist. Hún eignaðist fjölskyldu og fékk aftur að upplifa sjávarsíðuna í Vesturbæ Reykjavíkur. Færir ábyrgðina þangað sem hún á heima „Ég man að á þeim tíma sem ég var læst inni að þá hugsaði ég með mér, ég man þegar ég var í Melaskóla og ég labbaði Ægisíðuna. Ég hugsaði með mér, vá, ef ég einhvern tímann fæ að vera aftur á Íslandi og labba Ægisíðuna þá verð ég ótrúlega hamingjusöm. Það var bara svona draumurinn minn sem ég notaði til að lifa af. Það er eiginlega alveg ólýsanleg tilfinning að fara með krakkana, og þau eru að hjóla á Ægisíðunni og ég og maðurinn minn höldumst í hendur. Að finna að ég er bara ótrúlega þakklát fyrir svona pínulitla hluti, af því að ég veit að það er ekki sjálfsagt. En ég veit líka að ég þurfti að berjast alveg rosalega fyrir öllu sem ég hef í dag. Bara það að segja söguna mína þá fæ ég samviskubit. Er ég að setja fólkið mitt í vonda stöðu, er ég að gera eitthvað slæmt gagnvart dóttur minni, hún á eftir að þurfa að lifa með því að þetta var byrjunin á hennar lífi. Og enn þann dag í dag þá ber ég ábyrgðina eins og það sé mér að kenna að segja söguna en ég held það sé bara rosalega mikilvægt að við brjótum þessa skömm og við segjum satt og rétt frá og við færum ábyrgðina á þann sem fremur verknaðinn en ekki þann sem segir frá honum eða þarf að lifa með honum.“
Ofsóknir Tengdar fréttir Hótaði pyntingum ef hún hlýddi ekki „Hann hótaði að raka af mér hárið, hótaði að brjóta í mér tennurnar og hótaði því að pynta mig, þannig að ég myndi alltaf sjá eftir því að setja honum þessi mörk,” segir Aníta Runólfsdóttir, tveggja barna móðir, sjúkraliði og félagsráðgjafanemi, sem varð fyrir alvarlegum ofsóknum og ofbeldi af hendi manns sem hún hafði átt í stuttu sambandi við. 24. apríl 2021 11:01 „Þó að ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn“ Séra Karen Lind Ólafsdóttir var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddu til ofsókna í áraraðir. Hann hafði læst hana inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet. 9. maí 2021 07:00 „Við sofum ekki yfir þessu“ „Maður er svo hræddur. Maður er svo rosalega hræddur um barnið sitt. Það koma svona tilfinningar upp hjá manni sem mann datt bara ekki til hugar að væru til,“ segir Ósk Jónsdóttir, móðir Ölmu Daggar Torfadóttur sem hefur sætt ofsóknum í tæplega tíu ár. 15. apríl 2021 07:00 Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Hótaði pyntingum ef hún hlýddi ekki „Hann hótaði að raka af mér hárið, hótaði að brjóta í mér tennurnar og hótaði því að pynta mig, þannig að ég myndi alltaf sjá eftir því að setja honum þessi mörk,” segir Aníta Runólfsdóttir, tveggja barna móðir, sjúkraliði og félagsráðgjafanemi, sem varð fyrir alvarlegum ofsóknum og ofbeldi af hendi manns sem hún hafði átt í stuttu sambandi við. 24. apríl 2021 11:01
„Þó að ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn“ Séra Karen Lind Ólafsdóttir var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddu til ofsókna í áraraðir. Hann hafði læst hana inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet. 9. maí 2021 07:00
„Við sofum ekki yfir þessu“ „Maður er svo hræddur. Maður er svo rosalega hræddur um barnið sitt. Það koma svona tilfinningar upp hjá manni sem mann datt bara ekki til hugar að væru til,“ segir Ósk Jónsdóttir, móðir Ölmu Daggar Torfadóttur sem hefur sætt ofsóknum í tæplega tíu ár. 15. apríl 2021 07:00
Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57