Ofsóknir

Fréttamynd

Draumurinn um að ganga með­fram sjávar­síðunni rættist

„Ég finn það í dag að ég lít ekkert á það sem sjálfsagðan hlut að vera á lífi og vera frjáls. Bara svona pínulitlir hlutir eins og að fara í vinnuna og elda mat – ég finn fyrir þakklæti, að ég fái að upplifa þetta allt saman,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

„Þó að ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn“

Séra Karen Lind Ólafsdóttir var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddu til ofsókna í áraraðir. Hann hafði læst hana inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði pyntingum ef hún hlýddi ekki

„Hann hótaði að raka af mér hárið, hótaði að brjóta í mér tennurnar og hótaði því að pynta mig, þannig að ég myndi alltaf sjá eftir því að setja honum þessi mörk,” segir Aníta Runólfsdóttir, tveggja barna móðir, sjúkraliði og félagsráðgjafanemi, sem varð fyrir alvarlegum ofsóknum og ofbeldi af hendi manns sem hún hafði átt í stuttu sambandi við.

Innlent
Fréttamynd

„Við sofum ekki yfir þessu“

„Maður er svo hræddur. Maður er svo rosalega hræddur um barnið sitt. Það koma svona tilfinningar upp hjá manni sem mann datt bara ekki til hugar að væru til,“ segir Ósk Jónsdóttir, móðir Ölmu Daggar Torfadóttur sem hefur sætt ofsóknum í tæplega tíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það setur sig í dómarasætið

Foreldrar og systir karlmanns sem hefur ofsótt Ölmu Dögg Torfadóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um málið. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir í gærkvöld, þar sem hún lýsti því hvernig maðurinn hefur ofsótt hana í um áratug, eða frá því hún var átján ára. Hún lýsti hræðslu og vanlíðan sem leiddi til þess að hún hraktist úr heimabæ sínum, Akranesi, vegna ofsóknanna.

Innlent
Fréttamynd

Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár

Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld.

Innlent