Ritstjóri Vb vísar meintri kvenfyrirlitningu á bug Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2021 12:02 Kristrún Frostadóttir og Trausti Hafliðason sem telur það fráleitt að pistlahöfundar Víðskiptablaðsins séu grimmari í skrifum sínum um konur en karla. vísir/baldur/aðsend Trausti Hafliðason ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fullyrðingar um að konur séu gagnrýndar frekar en karlar í skoðanapistlum blaðsins eiga ekki við rök að styðjast. Kristún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur sakað nafnlausa pistlahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. Þetta gerði hún í röð Twitterfærsla sem hefur vakið mikla athygli en Vísir greindi frá gagnrýni hennar í vikunni. Tilefnið er pistill í nýjasta tölublaði Vb þar sem meðal fjallað um umdeild ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um húsnæðismarkaðinn og svo svör Kristrúnar sem er meðal annars lýst sem „stjörnuhagfræðingi á villigötum.“ Konur ekki gagnrýndar frekar en karlar Viðbrögð við skrifum Kristrúnar eru mikil, þá ekki síst af pólitískum samherjum hennar og hefur Eiríkur Hjálmarsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR, meðal annarra talað um „girl power“ og spurt Trausta á Facebook af nokkrum þótta hvort hann ætli að bera ábyrgð á þessu? En það er svo að ritstjórar bera ábyrgð á nafnlausum skrifum sem birtast í fjölmiðlum. „Sumir eru mjög uppteknir af því sem sagt er á skoðanasíðum Viðskiptablaðsins. Það er gott enda eru skoðanasíður fyrst og síðast hugsaðar til þess að fá fólk til að hugsa og skiptast á skoðunum. Viðskiptablaðið hefur alltaf verið mjög opinskátt um sínar skoðanir í öllu ritstjórnarefni. Það hefur aldrei farið í felur með hvar það stendur; frelsið er meginstefið hvort sem það er í atvinnulífi eða einkalífi eða hverju sem helst. Þetta hefur skilið Viðskiptablaðið frá öðrum miðlum og ég tel að til bóta væri ef aðrir miðlar væru opinskárri í skoðanapistlum sínum; hvar þeir standa í pólítík.“ Hvað varðar meinta kvenfyrirlitningu segir Trausti einfaldlega: „Fullyrðingar um að konur séu gagnrýndar frekar en karlar í skoðanapistlum Viðskiptablaðsins eiga ekki við rök að styðjast.“ Auglýsir eftir efnislegri umræðu Ritstjóri Viðskiptablaðsins saknar þess að ekki skuli koma fram efnisleg umræða um þetta tiltekna mál sem fjallar um hugsanlega ofhitnun á húsnæðismarkaðinum. Af því að það er það sem um er fjallað. Og Trausti telur ekki eftir sér að tæpa á því í eyru blaðamanns Vísis: Heilsíðupistill Óðins fór fyrir brjóst Kristrúnar sem svaraði fyrir sig af mikilli hörku á Twitter.vísir/jakob Heilsíða í blaðinu fer í að gera lítið úr hæfileikum mínum sem hagfræðingi. Vitnað til ummæla við mig í Mannlífi þar sem orðið stjörnuhagfræðingur kemur fyrir, sem kom út úr samtali við fréttamann í tengslum við mikla framkomu mína í fjölmiðlum. Hæðst að mér í því samhengi.5/17— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) July 8, 2021 „Óðinn fjallar um það og þá er Viðskiptablaðið í marga mánuði búið að benda á þessa stöðu og í þeim greinum, leiðarskrifum og reyndar í fréttum einnig, að þó yfirlýst markmið Seðlabankans með vaxtalækkununum hafi verið að auðvelda heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins, með lægri fjármagnskostnaði og greiðari aðgangi að fjármagni.“ Trausti segir jafnframt að blaðið hafi bent á að hliðaráhrif urðu þau að vextir á íbúðarlánum lækkuðu töluvert sem hafði auðvitað áhrif á íbúðamarkaðinn. „En það hefur líka komið fram að lóðaskortur er stór þáttur og auðvelt að benda þar á talningu Samtaka iðnaðarins frá í vetur, sem leiddi í ljós að samdráttur á íbúðum á fyrstu byggingarstigum milli ára, hafði ekki verið meiri síðan á árunum eftir hrun þegar hér var allt í algerri ládeyðu.“ Kristrún pistlahöfundum Vb hugleikin Reyndar er það svo að Kristrún hefur verið pistlahöfundum þeim sem skrifa undir dulnefni í Viðskiptablaðið hugleikin, sem og reyndar Samfylkingin sem sögð er í tilvistarkeppu. „Fréttir af framboði Kristrúnar Frostadóttur hagfræðings komu mörgum á óvart en tíðindin hafa væntanlega glatt hina gleymdu hægri krata,“ skrifa Huginn og Muninn, hrafnar Óðins í janúar í pistli sem heitir Kristrún kolefnisjöfnuð. En pistlahöfundur, hver sem sá er, var fljótur að taka gleði sína á ný, eða strax í næstu setningu: „Gleðin stóð samt stutt því Samfylkingarfólkið kolefnisjafnaði framboð Kristrúnar með de samme þegar Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður Stundarinnar, brilleraði í frægri „skoðanakönnun“ um framboðsefni flokksins í borginni, sem og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.“ Fjölmiðlar Samfylkingin Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Húsnæðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Kristún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur sakað nafnlausa pistlahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. Þetta gerði hún í röð Twitterfærsla sem hefur vakið mikla athygli en Vísir greindi frá gagnrýni hennar í vikunni. Tilefnið er pistill í nýjasta tölublaði Vb þar sem meðal fjallað um umdeild ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um húsnæðismarkaðinn og svo svör Kristrúnar sem er meðal annars lýst sem „stjörnuhagfræðingi á villigötum.“ Konur ekki gagnrýndar frekar en karlar Viðbrögð við skrifum Kristrúnar eru mikil, þá ekki síst af pólitískum samherjum hennar og hefur Eiríkur Hjálmarsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR, meðal annarra talað um „girl power“ og spurt Trausta á Facebook af nokkrum þótta hvort hann ætli að bera ábyrgð á þessu? En það er svo að ritstjórar bera ábyrgð á nafnlausum skrifum sem birtast í fjölmiðlum. „Sumir eru mjög uppteknir af því sem sagt er á skoðanasíðum Viðskiptablaðsins. Það er gott enda eru skoðanasíður fyrst og síðast hugsaðar til þess að fá fólk til að hugsa og skiptast á skoðunum. Viðskiptablaðið hefur alltaf verið mjög opinskátt um sínar skoðanir í öllu ritstjórnarefni. Það hefur aldrei farið í felur með hvar það stendur; frelsið er meginstefið hvort sem það er í atvinnulífi eða einkalífi eða hverju sem helst. Þetta hefur skilið Viðskiptablaðið frá öðrum miðlum og ég tel að til bóta væri ef aðrir miðlar væru opinskárri í skoðanapistlum sínum; hvar þeir standa í pólítík.“ Hvað varðar meinta kvenfyrirlitningu segir Trausti einfaldlega: „Fullyrðingar um að konur séu gagnrýndar frekar en karlar í skoðanapistlum Viðskiptablaðsins eiga ekki við rök að styðjast.“ Auglýsir eftir efnislegri umræðu Ritstjóri Viðskiptablaðsins saknar þess að ekki skuli koma fram efnisleg umræða um þetta tiltekna mál sem fjallar um hugsanlega ofhitnun á húsnæðismarkaðinum. Af því að það er það sem um er fjallað. Og Trausti telur ekki eftir sér að tæpa á því í eyru blaðamanns Vísis: Heilsíðupistill Óðins fór fyrir brjóst Kristrúnar sem svaraði fyrir sig af mikilli hörku á Twitter.vísir/jakob Heilsíða í blaðinu fer í að gera lítið úr hæfileikum mínum sem hagfræðingi. Vitnað til ummæla við mig í Mannlífi þar sem orðið stjörnuhagfræðingur kemur fyrir, sem kom út úr samtali við fréttamann í tengslum við mikla framkomu mína í fjölmiðlum. Hæðst að mér í því samhengi.5/17— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) July 8, 2021 „Óðinn fjallar um það og þá er Viðskiptablaðið í marga mánuði búið að benda á þessa stöðu og í þeim greinum, leiðarskrifum og reyndar í fréttum einnig, að þó yfirlýst markmið Seðlabankans með vaxtalækkununum hafi verið að auðvelda heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins, með lægri fjármagnskostnaði og greiðari aðgangi að fjármagni.“ Trausti segir jafnframt að blaðið hafi bent á að hliðaráhrif urðu þau að vextir á íbúðarlánum lækkuðu töluvert sem hafði auðvitað áhrif á íbúðamarkaðinn. „En það hefur líka komið fram að lóðaskortur er stór þáttur og auðvelt að benda þar á talningu Samtaka iðnaðarins frá í vetur, sem leiddi í ljós að samdráttur á íbúðum á fyrstu byggingarstigum milli ára, hafði ekki verið meiri síðan á árunum eftir hrun þegar hér var allt í algerri ládeyðu.“ Kristrún pistlahöfundum Vb hugleikin Reyndar er það svo að Kristrún hefur verið pistlahöfundum þeim sem skrifa undir dulnefni í Viðskiptablaðið hugleikin, sem og reyndar Samfylkingin sem sögð er í tilvistarkeppu. „Fréttir af framboði Kristrúnar Frostadóttur hagfræðings komu mörgum á óvart en tíðindin hafa væntanlega glatt hina gleymdu hægri krata,“ skrifa Huginn og Muninn, hrafnar Óðins í janúar í pistli sem heitir Kristrún kolefnisjöfnuð. En pistlahöfundur, hver sem sá er, var fljótur að taka gleði sína á ný, eða strax í næstu setningu: „Gleðin stóð samt stutt því Samfylkingarfólkið kolefnisjafnaði framboð Kristrúnar með de samme þegar Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður Stundarinnar, brilleraði í frægri „skoðanakönnun“ um framboðsefni flokksins í borginni, sem og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.“
Fjölmiðlar Samfylkingin Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Húsnæðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira