Endurtekið tekinn á amfetamíni undir stýri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2021 11:08 Ólafur Gottskálksson spilaði tíu A-landsleiki fyrir Ísland og sömuleiðis fyrir yngri landsliðin. Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka endurtekið undir áhrifum fíkniefna og þjófnað. Ólafur hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn en hann var bæði afreksmaður í körfubolta og fótbolta á sínum tíma. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ólafur játaði brot sín skýlaust en hann var ákærður fyrir að hafa í nóvember 2020 og mars 2021 ekið um götur Reykjanesbæjar undir áhrifum amfetamíns og tetrahýdrókannabínóls. Þá var hann dæmdur fyrir þjófnað úr verslun Byko þar í bæ í september 2020. Ólafur hefur verið ófeiminn við að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Síðast í viðtalsþættinum Með Loga í sjónvarpi Símans í mars. „Ég veit að ef ég hefði ekki farið þessa leið, að nota fíkniefni, þá hefði ég sennilega orðið í topp 5, topp 10 af markmönnum í heiminum. Það er enginn vafi,“ sagði Ólafur meðal annars í þættinum. Hann sagðist oft hugsa til baka um þá hluti sem hann hefði viljað gera öðruvísi. Litríkur ferill sem lauk skyndilega Ólafur spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum, sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár, og lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum árið 2005. Hann yfirgaf félagið skyndilega það ár þegar hann var kallaður í lyfjapróf. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni. Auk skilorðsbundins dóms var Ólafur dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Reykjanesbær Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna meint harðræðis við handtöku Ólafs Gottskálkssonar. 10. ágúst 2016 09:45 Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ólafur játaði brot sín skýlaust en hann var ákærður fyrir að hafa í nóvember 2020 og mars 2021 ekið um götur Reykjanesbæjar undir áhrifum amfetamíns og tetrahýdrókannabínóls. Þá var hann dæmdur fyrir þjófnað úr verslun Byko þar í bæ í september 2020. Ólafur hefur verið ófeiminn við að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Síðast í viðtalsþættinum Með Loga í sjónvarpi Símans í mars. „Ég veit að ef ég hefði ekki farið þessa leið, að nota fíkniefni, þá hefði ég sennilega orðið í topp 5, topp 10 af markmönnum í heiminum. Það er enginn vafi,“ sagði Ólafur meðal annars í þættinum. Hann sagðist oft hugsa til baka um þá hluti sem hann hefði viljað gera öðruvísi. Litríkur ferill sem lauk skyndilega Ólafur spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum, sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár, og lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum árið 2005. Hann yfirgaf félagið skyndilega það ár þegar hann var kallaður í lyfjapróf. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni. Auk skilorðsbundins dóms var Ólafur dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.
Reykjanesbær Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna meint harðræðis við handtöku Ólafs Gottskálkssonar. 10. ágúst 2016 09:45 Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna meint harðræðis við handtöku Ólafs Gottskálkssonar. 10. ágúst 2016 09:45
Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00