Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2021 21:21 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Sigurjón Ólason Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. Þegar horft var á gíginn í vefmyndavél Vísis nú síðdegis sást rjúka úr honum en enginn jarðeldur. Raunar hefur ekkert hraun sést koma upp úr gígnum frá því seint á mánudagskvöld. „Þetta gæti verið byrjunin á endalokunum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu um það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í fréttum Stöðvar 2. Eldbjarmi sást í gígnum síðustu nótt. Verður þetta síðasti jarðeldurinn?Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Það sást reyndar í eldbjarma um tíma í nótt en engar hraunslettur sáust úr gígnum. „Það eru svona vissar vísbendingar um að það hægi á landssiginu sem fylgir því að kvikan er að koma upp af dýpi.“ Magnús segir litla sem enga virkni sjást í gígnum og einnig hafi lítil virkni sést síðustu daga á hraunjöðrunum, lítið sjáist í glóð. „Þannig að það er svo að sjá að það sé eitthvert hökt komið í framleiðnina niðri. En það útilokar hins vegar ekkert að þetta nái sér af stað aftur. Við verðum bara að bíða og sjá. Það er ekki nærri komið að því að segja að þetta gos sé búið.“ Séð yfir eldstöðina í byrjun maímánaðar. Horft í átt til Reykjavíkur.Egill Aðalsteinsson Þá segir Magnús að flest gos á Reykjanesskaga verði ekki mikið stærri en þetta. „Gosið núna í Fagradalsfjalli, það er orðið svona meðalgos og er stærra en meðalgos akkúrat á þessu svæði. En það segir hins vegar ekkert um hvernig þetta ætlar að enda og við getum ekkert fullyrt um það ennþá.“ Hann telur minni líkur á dyngjugosi sem standi árum saman. „Þær eru minni. Það eru minni líkur á að við fáum stóra dyngju. Af því bara að það er miklu sjaldgæfari atburður á Reykjanesskaga miðað við svona meðalgosin.“ Séð yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála.Arnar Halldórsson Þegar gosið var í hvað mestum ham töldu menn að stutt væri í að það næði Suðurstrandarvegi. Á Ísólfsskála kepptist fólk við að bjarga verðmætum úr húsum áður en hraunið flæddi yfir jörðina. „Ef þetta er nú byrjunin á endalokunum þá eru nú bara góðar líkur á að þetta fari ekkert niður á Suðurstrandarveg. En það er engu hægt að slá föstu ennþá,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá gíginn í beinni á vefmyndavél Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23. maí 2021 17:17 Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Þegar horft var á gíginn í vefmyndavél Vísis nú síðdegis sást rjúka úr honum en enginn jarðeldur. Raunar hefur ekkert hraun sést koma upp úr gígnum frá því seint á mánudagskvöld. „Þetta gæti verið byrjunin á endalokunum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu um það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í fréttum Stöðvar 2. Eldbjarmi sást í gígnum síðustu nótt. Verður þetta síðasti jarðeldurinn?Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Það sást reyndar í eldbjarma um tíma í nótt en engar hraunslettur sáust úr gígnum. „Það eru svona vissar vísbendingar um að það hægi á landssiginu sem fylgir því að kvikan er að koma upp af dýpi.“ Magnús segir litla sem enga virkni sjást í gígnum og einnig hafi lítil virkni sést síðustu daga á hraunjöðrunum, lítið sjáist í glóð. „Þannig að það er svo að sjá að það sé eitthvert hökt komið í framleiðnina niðri. En það útilokar hins vegar ekkert að þetta nái sér af stað aftur. Við verðum bara að bíða og sjá. Það er ekki nærri komið að því að segja að þetta gos sé búið.“ Séð yfir eldstöðina í byrjun maímánaðar. Horft í átt til Reykjavíkur.Egill Aðalsteinsson Þá segir Magnús að flest gos á Reykjanesskaga verði ekki mikið stærri en þetta. „Gosið núna í Fagradalsfjalli, það er orðið svona meðalgos og er stærra en meðalgos akkúrat á þessu svæði. En það segir hins vegar ekkert um hvernig þetta ætlar að enda og við getum ekkert fullyrt um það ennþá.“ Hann telur minni líkur á dyngjugosi sem standi árum saman. „Þær eru minni. Það eru minni líkur á að við fáum stóra dyngju. Af því bara að það er miklu sjaldgæfari atburður á Reykjanesskaga miðað við svona meðalgosin.“ Séð yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála.Arnar Halldórsson Þegar gosið var í hvað mestum ham töldu menn að stutt væri í að það næði Suðurstrandarvegi. Á Ísólfsskála kepptist fólk við að bjarga verðmætum úr húsum áður en hraunið flæddi yfir jörðina. „Ef þetta er nú byrjunin á endalokunum þá eru nú bara góðar líkur á að þetta fari ekkert niður á Suðurstrandarveg. En það er engu hægt að slá föstu ennþá,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá gíginn í beinni á vefmyndavél Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23. maí 2021 17:17 Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26
Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23. maí 2021 17:17
Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13