Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 18:59 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan móttöku Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af handtökunni. Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en fram að þessu hefur lögreglan alls ekki viljað tjá sig efnislega um það hvað fór fram í húsakynnum Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun. Palestínsku mönnunum hefur nú báðum verið vísað úr landi og sendir aftur til Grikklands. Sjónarvottar saka lögreglumenn um að hafa beitt mennina ofbeldi og meðal annars lamið þá, notað rafbyssu og sprautað þá niður. Embætti ríkislögreglustjóra sagði í gær að lögregla notist ekki við rafbyssur undir neinum kringumstæðum. Ekki beitt óhóflegri valdbeitingu miðað við aðstæður „Farið hefur fram frumskoðun á myndefni af atvikinu af hálfu embættisins og bendir hún ekki til að um óþarfa eða óhóflega valdbeitingu hafi verið að ræða, miðað við þær aðstæður sem sköpuðust á vettvangi,“ segir í nýrri yfirlýsingu lögreglu. Þar er jafnframt ítrekað að lögregla grípi aðeins til valdbeitingar þegar brýna nauðsyn krefji. Ákvörðun um slíkt sé ávallt tekin samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi, meðal annars með það að markmiði að tryggja öryggi hins handtekna eða annarra. Fluttur á bráðadeild eftir handtökuna „Í ljósi fjölmargra fyrirspurna þá getur embættið staðfest að einstaklingarnir sem um ræðir eru farnir af landi brott í samræmi við ákvörðun viðeigandi yfirvalda um frávísun þeirra.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að annar Palestínumannanna hafi verið fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Þá virðist hann hafa verið sprautaður niður á einhverjum tímapunkti en hann fullyrðir sjálfur að hann hafi verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Fram kom í tilkynningu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi út í gær að lögregla sprauti aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Að sögn sjónarvotta voru minnst fjórir merktir lögreglubílar, sjúkrabíll og slökkviliðsbíll á vettvangi á þriðjudag. Þá hafi sérsveitin mætt á ómerktum bílum. Fram hefur komið að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8. júlí 2021 13:00 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en fram að þessu hefur lögreglan alls ekki viljað tjá sig efnislega um það hvað fór fram í húsakynnum Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun. Palestínsku mönnunum hefur nú báðum verið vísað úr landi og sendir aftur til Grikklands. Sjónarvottar saka lögreglumenn um að hafa beitt mennina ofbeldi og meðal annars lamið þá, notað rafbyssu og sprautað þá niður. Embætti ríkislögreglustjóra sagði í gær að lögregla notist ekki við rafbyssur undir neinum kringumstæðum. Ekki beitt óhóflegri valdbeitingu miðað við aðstæður „Farið hefur fram frumskoðun á myndefni af atvikinu af hálfu embættisins og bendir hún ekki til að um óþarfa eða óhóflega valdbeitingu hafi verið að ræða, miðað við þær aðstæður sem sköpuðust á vettvangi,“ segir í nýrri yfirlýsingu lögreglu. Þar er jafnframt ítrekað að lögregla grípi aðeins til valdbeitingar þegar brýna nauðsyn krefji. Ákvörðun um slíkt sé ávallt tekin samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi, meðal annars með það að markmiði að tryggja öryggi hins handtekna eða annarra. Fluttur á bráðadeild eftir handtökuna „Í ljósi fjölmargra fyrirspurna þá getur embættið staðfest að einstaklingarnir sem um ræðir eru farnir af landi brott í samræmi við ákvörðun viðeigandi yfirvalda um frávísun þeirra.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að annar Palestínumannanna hafi verið fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Þá virðist hann hafa verið sprautaður niður á einhverjum tímapunkti en hann fullyrðir sjálfur að hann hafi verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Fram kom í tilkynningu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi út í gær að lögregla sprauti aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Að sögn sjónarvotta voru minnst fjórir merktir lögreglubílar, sjúkrabíll og slökkviliðsbíll á vettvangi á þriðjudag. Þá hafi sérsveitin mætt á ómerktum bílum. Fram hefur komið að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8. júlí 2021 13:00 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8. júlí 2021 13:00
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07
Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31