Brunaði á móti umferð í annarlegu ástandi með lögregluna á hælunum Snorri Másson skrifar 8. júlí 2021 17:01 Viðbúnaður lögreglu var nokkuð mikill að sögn viðstaddra. Aðsend mynd Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti bifreið eftirför á fimmta tímanum í dag frá miðbæ Reykjavíkur, vestur á Granda, aftur inn í miðbæ og að lokum út á Sæbraut, þar sem ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, var handtekinn eftir að dekk sprakk á bifreið hans. Eftirförin hófst í Borgartúni, þar sem ökumaðurinn virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu. Þaðan var haldið af stað í eftirför sem varði í nokkra stund. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða góðkunningja lögreglu, sem var í þokkabót í annarlegu ástandi. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann verður yfirheyrður þegar ástand hans batnar. Þar á eftir verður tekin ákvörðun um framhaldið. Engum varð meint af vegna þessarar atburðarásar svo vitað sé en ljóst er að mikil hætta skapaðist þar sem ökumaðurinn fór um. Hann hafði meðal annars ekið yfir leyfðum hámarkshraða og gegn einstefnu. Á myndbandi fréttastofu má sjá svartan Mercedes Benz-jeppa þeytast á öfugum vegarhelmingi austur Geirsgötu í átt að Hörpu og beygja svo áfram til vinstri inn Sæbraut. Skömmu síðar sprakk dekk á bifreið ökumannsins og tókst lögreglu þannig að handtaka hann á miðri Sæbrautinni. Sjónarvottar hafa sagt Vísi frá að minnsta kosti þremur lögreglubílum, einum sem sást á miklum hraða inni í íbúðarhverfi í Vesturbænum. Fjögur lögregluhjól veittu svörtum jeppanum eftirför eftir Ánanaustum og í átt að Örfirisey. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni, af því hvernig lögreglumenn yfirbuguðu loks ökumanninn á Sæbraut. Nenniði að henda fálkaorðunni á þessa huguðu mótorhjólalöggu pronto? Stoppa hjólið og yfirbuga með annari hendi. Væntanlega bróðir Spiderman! pic.twitter.com/pAWONnvqdC— Maggi Peran (@maggiperan) July 8, 2021 Ljóst var að viðbúnaðurinn var mikill en ástæður eftirfararinnar liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var óskað eftir tveimur sjúkrabílum fyrir stundu en beiðnin var afturkölluð skömmu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Eftirförin hófst í Borgartúni, þar sem ökumaðurinn virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu. Þaðan var haldið af stað í eftirför sem varði í nokkra stund. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða góðkunningja lögreglu, sem var í þokkabót í annarlegu ástandi. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann verður yfirheyrður þegar ástand hans batnar. Þar á eftir verður tekin ákvörðun um framhaldið. Engum varð meint af vegna þessarar atburðarásar svo vitað sé en ljóst er að mikil hætta skapaðist þar sem ökumaðurinn fór um. Hann hafði meðal annars ekið yfir leyfðum hámarkshraða og gegn einstefnu. Á myndbandi fréttastofu má sjá svartan Mercedes Benz-jeppa þeytast á öfugum vegarhelmingi austur Geirsgötu í átt að Hörpu og beygja svo áfram til vinstri inn Sæbraut. Skömmu síðar sprakk dekk á bifreið ökumannsins og tókst lögreglu þannig að handtaka hann á miðri Sæbrautinni. Sjónarvottar hafa sagt Vísi frá að minnsta kosti þremur lögreglubílum, einum sem sást á miklum hraða inni í íbúðarhverfi í Vesturbænum. Fjögur lögregluhjól veittu svörtum jeppanum eftirför eftir Ánanaustum og í átt að Örfirisey. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni, af því hvernig lögreglumenn yfirbuguðu loks ökumanninn á Sæbraut. Nenniði að henda fálkaorðunni á þessa huguðu mótorhjólalöggu pronto? Stoppa hjólið og yfirbuga með annari hendi. Væntanlega bróðir Spiderman! pic.twitter.com/pAWONnvqdC— Maggi Peran (@maggiperan) July 8, 2021 Ljóst var að viðbúnaðurinn var mikill en ástæður eftirfararinnar liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var óskað eftir tveimur sjúkrabílum fyrir stundu en beiðnin var afturkölluð skömmu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu.
Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira