Kvenhermenn í Úkraínu fá þægilegri hælaskó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 14:41 Hér má sjá tvo úkraínska hermenn í háum hælum árið 1997. EPA/SERGEI SUPINSKY Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur tilkynnt að kvenkyns hermenn muni fá „þægilegri“ hælaskó til að klæðast eftir að ráðuneytið var gagnrýnt harðlega fyrir að láta herkonurnar marséra í háum hælum. Kvenkyns hermönnum var tilkynnt á dögunum að þær þyrftu að klæðast háhæluðum skóm í herskrúðgöngu í tilefni af 30 ára sjálfstæði landsins. Skrúðgangan fer fram þann 24. ágúst næstkomandi en gagnrýnendur vilja meina að skórnir ógni heilsu hermannanna. Fréttastofa CNN greinir frá. Í stað þess að verða við kröfu gagnrýnenda, um að leyfa herkonunum að vera í venjulegum hermannaskóm, ákvað Andriy Taran, varnarmálaráðherra, að breyta hælunum svo þeir verði þægilegri. Skórnir sem konurnar verða í munu vera fóðraðir með efni sem halda skónum betur á fæti þegar konurnar marséra. Þá verða hælarnir minnkaðir örlítið samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skónum hafi verið tekið opnum örmum af kvenhermönnum og að líklegt sé að hælaskórnir verði hluti af hátíðarbúningi kvenhermanna í landinu. Ákvörðun um að kvenhermenn skyldu klæðast hælaskóm var upprunalega tekin árið 2017 að sögn Tarans en hún hefur vakið mikla reiði. Meðal gagnrýnenda hafa verið kvenþingmenn sem hafa sakað varnarmálaráðherrann um að stefna lífi kvenhermannanna í hættu. Taran svaraði því til að „sum pólitísk öfl séu að reyna að gera úlfalda úr mýflugu.“ Úkraína Hernaður Jafnréttismál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Kvenkyns hermönnum var tilkynnt á dögunum að þær þyrftu að klæðast háhæluðum skóm í herskrúðgöngu í tilefni af 30 ára sjálfstæði landsins. Skrúðgangan fer fram þann 24. ágúst næstkomandi en gagnrýnendur vilja meina að skórnir ógni heilsu hermannanna. Fréttastofa CNN greinir frá. Í stað þess að verða við kröfu gagnrýnenda, um að leyfa herkonunum að vera í venjulegum hermannaskóm, ákvað Andriy Taran, varnarmálaráðherra, að breyta hælunum svo þeir verði þægilegri. Skórnir sem konurnar verða í munu vera fóðraðir með efni sem halda skónum betur á fæti þegar konurnar marséra. Þá verða hælarnir minnkaðir örlítið samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skónum hafi verið tekið opnum örmum af kvenhermönnum og að líklegt sé að hælaskórnir verði hluti af hátíðarbúningi kvenhermanna í landinu. Ákvörðun um að kvenhermenn skyldu klæðast hælaskóm var upprunalega tekin árið 2017 að sögn Tarans en hún hefur vakið mikla reiði. Meðal gagnrýnenda hafa verið kvenþingmenn sem hafa sakað varnarmálaráðherrann um að stefna lífi kvenhermannanna í hættu. Taran svaraði því til að „sum pólitísk öfl séu að reyna að gera úlfalda úr mýflugu.“
Úkraína Hernaður Jafnréttismál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira