Kvenhermenn í Úkraínu fá þægilegri hælaskó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 14:41 Hér má sjá tvo úkraínska hermenn í háum hælum árið 1997. EPA/SERGEI SUPINSKY Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur tilkynnt að kvenkyns hermenn muni fá „þægilegri“ hælaskó til að klæðast eftir að ráðuneytið var gagnrýnt harðlega fyrir að láta herkonurnar marséra í háum hælum. Kvenkyns hermönnum var tilkynnt á dögunum að þær þyrftu að klæðast háhæluðum skóm í herskrúðgöngu í tilefni af 30 ára sjálfstæði landsins. Skrúðgangan fer fram þann 24. ágúst næstkomandi en gagnrýnendur vilja meina að skórnir ógni heilsu hermannanna. Fréttastofa CNN greinir frá. Í stað þess að verða við kröfu gagnrýnenda, um að leyfa herkonunum að vera í venjulegum hermannaskóm, ákvað Andriy Taran, varnarmálaráðherra, að breyta hælunum svo þeir verði þægilegri. Skórnir sem konurnar verða í munu vera fóðraðir með efni sem halda skónum betur á fæti þegar konurnar marséra. Þá verða hælarnir minnkaðir örlítið samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skónum hafi verið tekið opnum örmum af kvenhermönnum og að líklegt sé að hælaskórnir verði hluti af hátíðarbúningi kvenhermanna í landinu. Ákvörðun um að kvenhermenn skyldu klæðast hælaskóm var upprunalega tekin árið 2017 að sögn Tarans en hún hefur vakið mikla reiði. Meðal gagnrýnenda hafa verið kvenþingmenn sem hafa sakað varnarmálaráðherrann um að stefna lífi kvenhermannanna í hættu. Taran svaraði því til að „sum pólitísk öfl séu að reyna að gera úlfalda úr mýflugu.“ Úkraína Hernaður Jafnréttismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Kvenkyns hermönnum var tilkynnt á dögunum að þær þyrftu að klæðast háhæluðum skóm í herskrúðgöngu í tilefni af 30 ára sjálfstæði landsins. Skrúðgangan fer fram þann 24. ágúst næstkomandi en gagnrýnendur vilja meina að skórnir ógni heilsu hermannanna. Fréttastofa CNN greinir frá. Í stað þess að verða við kröfu gagnrýnenda, um að leyfa herkonunum að vera í venjulegum hermannaskóm, ákvað Andriy Taran, varnarmálaráðherra, að breyta hælunum svo þeir verði þægilegri. Skórnir sem konurnar verða í munu vera fóðraðir með efni sem halda skónum betur á fæti þegar konurnar marséra. Þá verða hælarnir minnkaðir örlítið samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skónum hafi verið tekið opnum örmum af kvenhermönnum og að líklegt sé að hælaskórnir verði hluti af hátíðarbúningi kvenhermanna í landinu. Ákvörðun um að kvenhermenn skyldu klæðast hælaskóm var upprunalega tekin árið 2017 að sögn Tarans en hún hefur vakið mikla reiði. Meðal gagnrýnenda hafa verið kvenþingmenn sem hafa sakað varnarmálaráðherrann um að stefna lífi kvenhermannanna í hættu. Taran svaraði því til að „sum pólitísk öfl séu að reyna að gera úlfalda úr mýflugu.“
Úkraína Hernaður Jafnréttismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira