Stjarnan með betra lið en taflan gefur til kynna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 14:45 Keith Long mætir í Garðabæinn í kvöld. Harry Murphy/Getty Images Keith Long, þjálfari Bohemian FC sem mætir Stjörnunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld, er spenntur fyrir leik liðanna. Hann reiknar með hörkuleik í Garðabænum í kvöld og segir sína menn þurfa að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika á að komast áfram. „Það er erfitt að vita. Ég hef ekki náð að horfa sjálfur á heila leiki svo maður treystir á klippur úr leikjum og svo upplýsingar frá 1-2 einstaklingum sem hafa séð leiki með þeim. Andstæðingurinn er alltaf góður í Evrópu. “ „Þetta er gott og reynslumikið lið með öfluga leikmenn um allan völl. Einnig eru þeir mjög góðir í föstum leikatriðum,“ sagði Long í viðtali skömmu áður en írska liðið lagði af stað til Íslands. „Þó Stjarnan hafi byrjað tímabilið heima fyrir illa verðum að vera upp á okkar besta til að einvígið sé enn lifandi í seinni leiknum.“ Long hrósaði svo Hilmari Árna Halldórssyni sérstaklega. Tók hann fram að Hilmar Árni ætti fjóra A-landsleiki, væri tæknilega góður leikmaður sem léki oftast nær úti vinstra megin og að hann væri með öflugan hægri fót sem skilaði bæði mörkum og stoðsendingum. „Þetta er mikil áskorun. Á pappír eigum við fína möguleika á að komast áfram og ég er viss um að Stjarnan hugsar það sama. Ef frammistaðan á fimmtudag er fagmannleg og skipulögð þá mun leikurinn viku síðar sjá um sig sjálfur, sagði Long einnig. Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, er sama sinnis en hann segir Stjörnumenn verða að stefna á að komast áfram úr 1. umferð Sambandsdeildarinnar. Veðrið sem og aðstæður vegna kórónuveirunnar voru einnig til umræðu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Leikur Stjörnunnar og Bohemian FC hefst klukkan 19.45 í Garðabænum í kvöld og verður í beinni texta lýsingu Vísis. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Sjá meira
„Það er erfitt að vita. Ég hef ekki náð að horfa sjálfur á heila leiki svo maður treystir á klippur úr leikjum og svo upplýsingar frá 1-2 einstaklingum sem hafa séð leiki með þeim. Andstæðingurinn er alltaf góður í Evrópu. “ „Þetta er gott og reynslumikið lið með öfluga leikmenn um allan völl. Einnig eru þeir mjög góðir í föstum leikatriðum,“ sagði Long í viðtali skömmu áður en írska liðið lagði af stað til Íslands. „Þó Stjarnan hafi byrjað tímabilið heima fyrir illa verðum að vera upp á okkar besta til að einvígið sé enn lifandi í seinni leiknum.“ Long hrósaði svo Hilmari Árna Halldórssyni sérstaklega. Tók hann fram að Hilmar Árni ætti fjóra A-landsleiki, væri tæknilega góður leikmaður sem léki oftast nær úti vinstra megin og að hann væri með öflugan hægri fót sem skilaði bæði mörkum og stoðsendingum. „Þetta er mikil áskorun. Á pappír eigum við fína möguleika á að komast áfram og ég er viss um að Stjarnan hugsar það sama. Ef frammistaðan á fimmtudag er fagmannleg og skipulögð þá mun leikurinn viku síðar sjá um sig sjálfur, sagði Long einnig. Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, er sama sinnis en hann segir Stjörnumenn verða að stefna á að komast áfram úr 1. umferð Sambandsdeildarinnar. Veðrið sem og aðstæður vegna kórónuveirunnar voru einnig til umræðu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Leikur Stjörnunnar og Bohemian FC hefst klukkan 19.45 í Garðabænum í kvöld og verður í beinni texta lýsingu Vísis.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Sjá meira