Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 06:48 „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin.“ Getty Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Hlutfallið var 61 prósent fyrir sama tímabil árið 2020 en um áramótin færðust skimanirnar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala. Samkvæmt svörum sem Vísi bárust frá landlæknisembættinu er mætingin „langt undir ásættanlegu viðmiði“, sem er 70 til 75 prósent. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem ber ábyrgð á boðun í skimun fyrir brjóstakrabbameinum en framkvæmdin er á ábyrgð Landspítala. Samkvæmt svörum landlæknisembættisins má líklega rekja hina dræmu mætingu til byrjunarörðugleika eftir flutning verkefnisins frá Krabbameinsfélaginu. „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin og verið að taka upp nýtt verklag,“ segir meðal annars og bent á að ný Brjóstamiðstöð við Eiríksgötu tók í raun ekki til starfa fyrr en í apríl. Ljóst að traustið hefur beðið hnekki „Boðun hefur gengið nokkuð vel en það eru sóknarfæri í að samhæfa frekar vinnu Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins sem sér um boðun og Landspítala sem ber ábyrgð á framkvæmd. Um leið og ferlar hafa verið slípaðir til og framboð af tímum er orðið gott er brýnt er að ráðast í kynningarátak til að efla mætingu,“ segir í svörum landlæknisembættisins. „Ljóst er að í raun þarf stöðug hvatning til kvenna að vera í gangi og þurfa allir þeir aðilar sem koma að skimunum fyrir krabbameinum að taka saman höndum um það. Embætti landlæknis vill nefna að það hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að aftur verði tekinn upp þráðurinn við að kynna breytt fyrirkomulag skimana en ráðuneytið leiddi kynningarstarf í lok liðins árs. Ljóst er að gera þarf enn betur. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að krabbameinsskimunum koma, þ.e. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, kvensjúkdómalæknar, Landspítali, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið taki höndum saman við að endurvinna traust á krabbameinsskimunum en það traust hefur beðið hnekki að undanförnu.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Kvenheilsa Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Hlutfallið var 61 prósent fyrir sama tímabil árið 2020 en um áramótin færðust skimanirnar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala. Samkvæmt svörum sem Vísi bárust frá landlæknisembættinu er mætingin „langt undir ásættanlegu viðmiði“, sem er 70 til 75 prósent. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem ber ábyrgð á boðun í skimun fyrir brjóstakrabbameinum en framkvæmdin er á ábyrgð Landspítala. Samkvæmt svörum landlæknisembættisins má líklega rekja hina dræmu mætingu til byrjunarörðugleika eftir flutning verkefnisins frá Krabbameinsfélaginu. „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin og verið að taka upp nýtt verklag,“ segir meðal annars og bent á að ný Brjóstamiðstöð við Eiríksgötu tók í raun ekki til starfa fyrr en í apríl. Ljóst að traustið hefur beðið hnekki „Boðun hefur gengið nokkuð vel en það eru sóknarfæri í að samhæfa frekar vinnu Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins sem sér um boðun og Landspítala sem ber ábyrgð á framkvæmd. Um leið og ferlar hafa verið slípaðir til og framboð af tímum er orðið gott er brýnt er að ráðast í kynningarátak til að efla mætingu,“ segir í svörum landlæknisembættisins. „Ljóst er að í raun þarf stöðug hvatning til kvenna að vera í gangi og þurfa allir þeir aðilar sem koma að skimunum fyrir krabbameinum að taka saman höndum um það. Embætti landlæknis vill nefna að það hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að aftur verði tekinn upp þráðurinn við að kynna breytt fyrirkomulag skimana en ráðuneytið leiddi kynningarstarf í lok liðins árs. Ljóst er að gera þarf enn betur. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að krabbameinsskimunum koma, þ.e. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, kvensjúkdómalæknar, Landspítali, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið taki höndum saman við að endurvinna traust á krabbameinsskimunum en það traust hefur beðið hnekki að undanförnu.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Kvenheilsa Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira