Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 00:10 Þjóðhátíðarnefnd sendi frá sér yfirlýsingu á mánudag þar sem tilkynnt var að Ingó myndi ekki annast brekkusönginn í ár eins og til stóð. VÍSIR/VILHELM Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Nefndin tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann myndi stýra þar brekkusöng. Nefndin vildi lítið gefa upp um hvað lægi að baki ákvörðun sinni en um síðustu helgi voru birtar frásagnir yfir tuttugu kvenna sem saka Ingólf um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Ingólfur hefur hafnað öllum ásökununum og hyggst leita réttar síns. Viðunandi niðurstaða Sama dag og Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyja.net og útflutningsstjóri, hóf söfnunina var önnur áskorun stofnuð til höfuðs þeim undirskriftalista. Hafa nú yfir 1.800 einstaklingar skrifað undir að skora á þjóðhátíðarnefnd að sleppa því að endurskoða ákvörðun sína. „Það er afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð,“ segir á síðu söfnunarinnar sem Guðmundur Jónsson er titlaður fyrir. „Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er EKKI brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir þar enn fremur. Ingólfur afar ósáttur Tryggvi sagði hins vegar í samtali við Vísi á þriðjudag að mikilvægt væri að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd við að endurskoða ákvörðun sína. „Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar,“ sagði Tryggvi. Ingólfur hefur sjálfur sagt að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við sig á sunnudag og tilkynnt ákvörðun sína. Hann sagðist vera afar ósáttur með niðurstöðuna og ætla að leita réttar síns. Mál Ingólfs Þórarinssonar Vestmannaeyjar MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Nefndin tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann myndi stýra þar brekkusöng. Nefndin vildi lítið gefa upp um hvað lægi að baki ákvörðun sinni en um síðustu helgi voru birtar frásagnir yfir tuttugu kvenna sem saka Ingólf um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Ingólfur hefur hafnað öllum ásökununum og hyggst leita réttar síns. Viðunandi niðurstaða Sama dag og Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyja.net og útflutningsstjóri, hóf söfnunina var önnur áskorun stofnuð til höfuðs þeim undirskriftalista. Hafa nú yfir 1.800 einstaklingar skrifað undir að skora á þjóðhátíðarnefnd að sleppa því að endurskoða ákvörðun sína. „Það er afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð,“ segir á síðu söfnunarinnar sem Guðmundur Jónsson er titlaður fyrir. „Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er EKKI brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir þar enn fremur. Ingólfur afar ósáttur Tryggvi sagði hins vegar í samtali við Vísi á þriðjudag að mikilvægt væri að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd við að endurskoða ákvörðun sína. „Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar,“ sagði Tryggvi. Ingólfur hefur sjálfur sagt að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við sig á sunnudag og tilkynnt ákvörðun sína. Hann sagðist vera afar ósáttur með niðurstöðuna og ætla að leita réttar síns.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Vestmannaeyjar MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25