„Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Snorri Másson skrifar 7. júlí 2021 09:20 Jóhanna Sigurðardóttir var formaður Flugfreyjufélags Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar. Johannes Jansson/norden.org Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Þar skrifar hún að níu ár og fernar kosningar séu liðnar frá því að þjóðin hafi samþykkt með tveimur þriðju hluta atkvæða vilja sinn til að lögfest yrði ný stjórnarskrá, sem í grundvallaratriðum hafi verið samin af þjóðinni sjálfri. „Hvar í hinum vestræna heimi hefði það verið liðið að þjóðþing myndi hunsa slíkan þjóðarvilja“ spyr Jóhanna, sem var forsætisráðherra í vinstristjórninni 2009-2013 sem lét semja nýja stjórnarskrá á vettvangi stjórnlagaráðs. Jóhanna gagnrýnir enn fremur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi ekki viljað samþykkja ráðstafanir sem hefðu gert breytingar á stjórnarskránni á næsta kjörtímabili mögulegar án þess að boða þyrfti til kosninga vegna þeirra. Ljóst sé að kjósendur geti gengið út frá því að óbreytt ríkisstjórn muni aldrei samþykkja breytingar á stjórnarskránni í anda þjóðarviljans á næsta kjörtímabili. „Þennan Svarta Pétur taka íhaldsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn með sér inní næstu kosningar,“ skrifar Jóhanna. „Þetta er nú meiri ræfildómurinn hjá Alþingi Íslendinga.“ Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í október 2012. Þátttaka var 48,9% en um 73.000 af 114.000 sem kusu voru fylgjandi því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það eru um 65%. Andrés Ingi Jónsson pírati var flutningsmaður tillögu um að halda sérstakan þingfund um stjórnarskrármál í haust. Þar voru einnig Samfylkingarmenn og flokksmenn Flokks fólksins um borð. Sú tillaga var felld í gær og Jóhanna skrifar sína stöðuuppfærslu meðal annars af því tilefni. Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42 Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Þar skrifar hún að níu ár og fernar kosningar séu liðnar frá því að þjóðin hafi samþykkt með tveimur þriðju hluta atkvæða vilja sinn til að lögfest yrði ný stjórnarskrá, sem í grundvallaratriðum hafi verið samin af þjóðinni sjálfri. „Hvar í hinum vestræna heimi hefði það verið liðið að þjóðþing myndi hunsa slíkan þjóðarvilja“ spyr Jóhanna, sem var forsætisráðherra í vinstristjórninni 2009-2013 sem lét semja nýja stjórnarskrá á vettvangi stjórnlagaráðs. Jóhanna gagnrýnir enn fremur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi ekki viljað samþykkja ráðstafanir sem hefðu gert breytingar á stjórnarskránni á næsta kjörtímabili mögulegar án þess að boða þyrfti til kosninga vegna þeirra. Ljóst sé að kjósendur geti gengið út frá því að óbreytt ríkisstjórn muni aldrei samþykkja breytingar á stjórnarskránni í anda þjóðarviljans á næsta kjörtímabili. „Þennan Svarta Pétur taka íhaldsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn með sér inní næstu kosningar,“ skrifar Jóhanna. „Þetta er nú meiri ræfildómurinn hjá Alþingi Íslendinga.“ Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í október 2012. Þátttaka var 48,9% en um 73.000 af 114.000 sem kusu voru fylgjandi því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það eru um 65%. Andrés Ingi Jónsson pírati var flutningsmaður tillögu um að halda sérstakan þingfund um stjórnarskrármál í haust. Þar voru einnig Samfylkingarmenn og flokksmenn Flokks fólksins um borð. Sú tillaga var felld í gær og Jóhanna skrifar sína stöðuuppfærslu meðal annars af því tilefni.
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42 Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42
Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent