Rúnar Þór fór í læknisskoðun hjá sænska félaginu Sirius í vikunni og var með samning tilbúinn.
Rúnar féll hins vegar á læknisskoðuninni og missti því af samningnum. Fótbolti.net segir frá.
Rúnar hefur verið að glíma við nárameiðsli og það er ástæðan fyrir því að hann stóðst ekki læknisskoðun hjá Sirius.
Rúnar er nú kominn aftur heim til Íslands. „Þetta er högg en ég stend upp og held áfram," sagði Rúnar í viðtali við Fótbolti.net en þar kemur einnig fram að það sé enn áhugi hjá sænska liðinu þótt að Rúnar geti ekki komið inn núna.
Rúnar Þór stóðst ekki læknisskoðun hjá Sirius - Þetta er högg" https://t.co/7TRHfEKfJ3
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 7, 2021
Rúnar Þór Sigurgeirsson á framtíðina fyrir sér en hann verður ekki 22 ára gamall fyrr en í desember.
Rúnar hefur spilað sex leiki með Keflavík í Pepsi Max deildinni en hefur ekki spilað með Keflavíkurliðinu síðan 24. maí síðastliðinn.
Síðasti leikur hans var í raun landsleikur á móti Mexíkó 30. maí síðastliðinn en það var hans fyrsti A-landsleikur.
Keflavíkurliðið hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum í Pepsi Max deildinni og hefur gert frábæra hluti eftir landsleikjahléið.