Vilja hafa upp á bréfritara úr utanríkisráðuneytinu Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. júlí 2021 15:37 Bréfið var stílað á Svartagaldur, fyrirtæki Guðbjörns Dan, móðurbróður Hauks Hilmarssonar. Höfundur bréfsins sagði ekki til nafns en sagðist hafa unnið í utanríkisráðuneytinu. Guðbjörn Dan Gunnarsson Fjölskylda Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í Sýrlandi reynir nú að hafa upp á óþekktum bréfritara sem heldur því fram að einstaklingur í utanríkisráðuneytinu hafi unnið að því að þagga málið niður. Haukur gekk til liðs við vopnaðar sveitir Kúrda sem börðust gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Talið er að hann hafi fallið í loftárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi árið 2018. Hann var 31 árs gamall. Fjölskylda Hauks reyndi að fá íslensk stjórnvöld til þess að fá Tyrki til þess að skila líki hans til Íslands. Hún hefur verið afar ósátt við viðbrögð utanríkisráðuneytisins við málinu og sakað það um aðgerðaleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði allt hafa verið reynt til að komast að afdrifum Hauks. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á sínum tíma að málið væri í algerum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. Hún ræddi meðal annars mál Hauks við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þegar þær hittust í mars árið 2018. Guðbjörn Dan Gunnarsson, móðurbróðir Hauks, auglýsti í dag eftir höfundi nafnlauss bréfs sem barst fyrirtæki hans. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að bréfið hafi beðið hans á skrifstofunni þegar hann kom í sumarfríi og að hann viti því ekki hvenær það barst. Bréfritari segist hafa starfað í utanríkisráðuneytinu þegar mál Hauks kom upp og heldur því fram að málið hafi verið þaggað niður þar. Guðbjörn segir bréfritarann nafngreina starfsmann ráðuneytisins sem eigi að hafa unnið að því að kæfa málið. Lýsir Guðbjörn efnis bréfsins sem sláandi. Hann vill aftur á móti ekki upplýsa frekar um innihalds béfsins þar sem það er nafnlaust. Því brá hann á það ráð að auglýsa eftir bréfritaranum og heita honum fullri nafnleynd. „Mér er ekki vel við það að birta nafnlausar upplýsingar. Ég held í vonina að það verði haft samband. Ef ég tel þær upplýsingar fullnægjandi verður það birt,“ segir hann. Guðbjörn segir bréfið staðfesta að mörgu leyti það sem fjölskylduna hafi grunað að pólitískar skoðanir Hauks hafi haft áhrift á hvernig utanríkisráðuneytið tók á máli hans. Hann vilji þó fá staðfestingu á áreiðanleika upplýsinganna. „Ég trúi öllu því sem kemur fram í bréfinu en það er hins vegar möguleiki á því að þetta bréf sé skrifað til að koma pólitísku höggi á þennan aðila sem er skrifað um. Það er möguleiki og ég vil ekki taka þátt í því,“ Því vilji fjölskyldan reyna að fá staðfestingu á því að bréfritarinn sé sá sem hann segist vera. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segist í samtali við Vísi hafa séð Facebook-færslu Guðbjörns. „Við höfum ekki séð þetta bréf og það virðist nafnlaust. Meira er ekki um málið að segja.“ Utanríkismál Tyrkland Sýrland Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. 4. mars 2021 22:54 Haukur breytti útliti sínu til að komast til Afrín-héraðs Arnar Þórisson dagskrárgerðarmaður Kveiks hélt á slóðir Hauks í Sýrlandi í haust. 5. febrúar 2019 20:29 Tölva Hauks á leið til Íslands Tölva Hauks Hilmarssonar er komin til Evrópu. Móðir Hauks vonast til að tölvan rati til Íslands á næstunni. 20. janúar 2019 18:32 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Haukur gekk til liðs við vopnaðar sveitir Kúrda sem börðust gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Talið er að hann hafi fallið í loftárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi árið 2018. Hann var 31 árs gamall. Fjölskylda Hauks reyndi að fá íslensk stjórnvöld til þess að fá Tyrki til þess að skila líki hans til Íslands. Hún hefur verið afar ósátt við viðbrögð utanríkisráðuneytisins við málinu og sakað það um aðgerðaleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði allt hafa verið reynt til að komast að afdrifum Hauks. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á sínum tíma að málið væri í algerum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. Hún ræddi meðal annars mál Hauks við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þegar þær hittust í mars árið 2018. Guðbjörn Dan Gunnarsson, móðurbróðir Hauks, auglýsti í dag eftir höfundi nafnlauss bréfs sem barst fyrirtæki hans. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að bréfið hafi beðið hans á skrifstofunni þegar hann kom í sumarfríi og að hann viti því ekki hvenær það barst. Bréfritari segist hafa starfað í utanríkisráðuneytinu þegar mál Hauks kom upp og heldur því fram að málið hafi verið þaggað niður þar. Guðbjörn segir bréfritarann nafngreina starfsmann ráðuneytisins sem eigi að hafa unnið að því að kæfa málið. Lýsir Guðbjörn efnis bréfsins sem sláandi. Hann vill aftur á móti ekki upplýsa frekar um innihalds béfsins þar sem það er nafnlaust. Því brá hann á það ráð að auglýsa eftir bréfritaranum og heita honum fullri nafnleynd. „Mér er ekki vel við það að birta nafnlausar upplýsingar. Ég held í vonina að það verði haft samband. Ef ég tel þær upplýsingar fullnægjandi verður það birt,“ segir hann. Guðbjörn segir bréfið staðfesta að mörgu leyti það sem fjölskylduna hafi grunað að pólitískar skoðanir Hauks hafi haft áhrift á hvernig utanríkisráðuneytið tók á máli hans. Hann vilji þó fá staðfestingu á áreiðanleika upplýsinganna. „Ég trúi öllu því sem kemur fram í bréfinu en það er hins vegar möguleiki á því að þetta bréf sé skrifað til að koma pólitísku höggi á þennan aðila sem er skrifað um. Það er möguleiki og ég vil ekki taka þátt í því,“ Því vilji fjölskyldan reyna að fá staðfestingu á því að bréfritarinn sé sá sem hann segist vera. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segist í samtali við Vísi hafa séð Facebook-færslu Guðbjörns. „Við höfum ekki séð þetta bréf og það virðist nafnlaust. Meira er ekki um málið að segja.“
Utanríkismál Tyrkland Sýrland Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. 4. mars 2021 22:54 Haukur breytti útliti sínu til að komast til Afrín-héraðs Arnar Þórisson dagskrárgerðarmaður Kveiks hélt á slóðir Hauks í Sýrlandi í haust. 5. febrúar 2019 20:29 Tölva Hauks á leið til Íslands Tölva Hauks Hilmarssonar er komin til Evrópu. Móðir Hauks vonast til að tölvan rati til Íslands á næstunni. 20. janúar 2019 18:32 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. 4. mars 2021 22:54
Haukur breytti útliti sínu til að komast til Afrín-héraðs Arnar Þórisson dagskrárgerðarmaður Kveiks hélt á slóðir Hauks í Sýrlandi í haust. 5. febrúar 2019 20:29
Tölva Hauks á leið til Íslands Tölva Hauks Hilmarssonar er komin til Evrópu. Móðir Hauks vonast til að tölvan rati til Íslands á næstunni. 20. janúar 2019 18:32
Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00