Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2021 14:18 Þjóðhátíðarnefnd sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem tilkynnt var að Ingó myndi ekki annast brekkusönginn í ár eins og til stóð. vísir/vilhelm Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. Baldur segist vera afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar um að hætta við að fá Ingó veðurguð til að sjá um brekkusönginn eftir það sem Baldur kallar „nafnlausar upphrópanir á netinu sem taka fólk af lífi án dóms og laga“. Framkvæmdastjóri forvarnarhópsins Bleika Fílsins fagnar því að losna við mann með slík viðhorf úr gæslunni. „Ég er ekki sáttur við það að einhver hópur sem kallar sig Öfgafemínista geti komið með einhverjar nafnlausar ásakanir á hendur mönnum sem að mínu besta viti eru ekki þekktir fyrir ofbeldi,“ segir Baldur Már við Vísi og vísar þar til hópsins Öfga á TikTok, sem birti sögur fleiri en tuttugu kvenna, sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Í kjölfarið fóru fleiri og fleiri að greina frá sögum af Ingó á Twitter. Smá könnun: Hvenær heyrðuð þið fyrst að (ungar)stelpur þyrftu að passa sig á tilteknum ónefndum tónlistarmanni?Ég skal byrja: Árið 2008. Var í partýi og heyri stelpur tala saman um hann.— Sindri Þór (@sindri8me) July 4, 2021 Baldur segir þjóðhátíðarnefndina ekki hafa neitt fyrir sér í ákvörðun sinni annað en þessar nafnlausu sögur. „Við vitum ekkert hvað er á bak við þetta. Kannski er hann sekur en maður veit það ekki – getum við dæmt um það?“ Undarlegt viðhorf gæslumanns Í áraraðir hefur Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verið gagnrýnd sem fyrirbæri vegna fjölda kynferðisbrota sem eru framin þar árlega. Árið 2017 voru tíu nauðgarnir tilkynntar til lögreglu eftir Þjóðhátíð og árið 2018 voru þær átta. Spurður hvort sér þyki það ekki sniðugt hjá nefndinni að bregðast við ásökunum af festu og trúa þolendum eftir mikla gagnrýni síðustu árin segir Baldur ekki telja svo vera. „Nei, mér finnst það ekki. Ekki miðað við að þeir hafa ekkert fyrir sér í þessari ákvörðun.“ Baldur tjáði þessi viðhorf sín upprunalega í umræðuhópi Vestmanneyinga á Facebook, Heimakletti. Færsla hans þar vekur misjöfn viðbrögð. Þar er viðhorf þeirra sem eru fegnir við að losna við mann með skoðanir eins og Baldur úr gæslunni afar áberandi og bregst kona nokkur, sem kveðst hafa verið í gæsluhópi hans við orðum hans: „Ég hef farið út sem hluti af þínum hóp Baldur, og eftir þessi skrif held ég að Eyjamenn séu betur settir en ekki að þú sleppir því að mæta með þinn hóp. Ef þetta er viðhorfið gegn þolendum ofbeldis þá ert þú ekki maðurinn til að sinna gæslustörfum í dalnum,“ skrifar hún. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Þetta tekur Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri forvarnarhópsins Bleika fílsins í Vestmannaeyjum, undir í samtali við Vísi. „Já, auðvitað eiga svona viðhorf ekki að viðgangast hjá gæslumönnum,“ segir hún. Sjálfum finnst Baldri grundvallarmunur á þessu tvennu. Hann segir aðstæður allt aðrar á Þjóðhátíð og að sjálfsögðu tæki hann mark á konu sem kæmi að honum til að tilkynna um kynferðisofbeldi á hátíðinni, það væri til dæmis gert undir nafni. Hann segist hafa lent í þeirri stöðu áður á hátíðinni og brugðist við með viðeigandi hætti. Skref í rétta átt Jóhann Ýr gefur ekki mikið fyrir skoðanir Baldurs á málinu í heild sinni og telur þjóðhátíðarnefnd hér vera að taka stórt skref í rétta átt. „Þó þetta hafi verið stutt og snaggaraleg yfirlýsing hjá þeim þá er þetta af hinu góða og við fögnum þessu,“ segir hún. „Auðvitað verðum við að trúa þolendum og ég get ekki skilið hvernig einhver trúir frekar einum manni heldur en stórum hóp af ungum stúlkum. Svo vænir fólk þær um lygar en hamrar á sama tíma á því að allir séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð.“ Hún segist ekki hafa orðið vör við að viðhorf Baldurs til málsins sé útbreitt meðal fólks og segir umræðuna komna mun lengra en fyrir örfáum árum. Fólk sé farið að átta sig á því að ákveðnir hlutir séu ekki í lagi og þeim verði ekki leyft að viðgangast lengur. Engar kvartanir til nefndarinnar Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, vildi ekkert tjá sig frekar um ákvörðun nefndarinnar þegar Vísir leitaðist eftir því í dag. Hann segist þó ekki hafa orðið var við neikvæð viðbrögð fólks við henni og segir að sér hafi ekki borist neinar kvartanir eða athugasemdir við hana frá starfsfólki, eins og Baldri. Safnar undirskriftum til að mótmæla Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. „Í gær tilkynnti þjóðhátíðarnefnd að Ingólfur Þórarinsson kæmi ekki fram á Þjóðhátíð í ár. Með fylgdi texti um að þessi ákvörðun nefndarinnar svaraði fyrir sig sjálf og yrði ekki rædd frekar af hennar hálfu. Ekkert nýtt hafði komið fram í umræðunni um málið milli þess að Ingó var tilkynntur til leiks þar til að nefndin bognaði og tilkynnti um afbókun listamannsins,“ segir Tryggvi. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri. „Engin meint fórnarlömb hafa stigið fram. Meira að segja öfgahópurinn segist ekki hafa nafngreint neinn. Hvorki meinta þolendur né meintan geranda. Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar.“ Hann segir mikilvægt að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd ÍBV að endurskoða þá ákvörðun um að afbóka Ingó á Þjóðhátíð. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 114 manns skrifað undir listann. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Birkir Árnason hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á útisalerni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu verslunarmannahelgi. Þetta er sama niðurstaða og Héraðsdómur Suðurlands hafði áður komist að. 16. febrúar 2012 16:39 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Baldur segist vera afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar um að hætta við að fá Ingó veðurguð til að sjá um brekkusönginn eftir það sem Baldur kallar „nafnlausar upphrópanir á netinu sem taka fólk af lífi án dóms og laga“. Framkvæmdastjóri forvarnarhópsins Bleika Fílsins fagnar því að losna við mann með slík viðhorf úr gæslunni. „Ég er ekki sáttur við það að einhver hópur sem kallar sig Öfgafemínista geti komið með einhverjar nafnlausar ásakanir á hendur mönnum sem að mínu besta viti eru ekki þekktir fyrir ofbeldi,“ segir Baldur Már við Vísi og vísar þar til hópsins Öfga á TikTok, sem birti sögur fleiri en tuttugu kvenna, sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Í kjölfarið fóru fleiri og fleiri að greina frá sögum af Ingó á Twitter. Smá könnun: Hvenær heyrðuð þið fyrst að (ungar)stelpur þyrftu að passa sig á tilteknum ónefndum tónlistarmanni?Ég skal byrja: Árið 2008. Var í partýi og heyri stelpur tala saman um hann.— Sindri Þór (@sindri8me) July 4, 2021 Baldur segir þjóðhátíðarnefndina ekki hafa neitt fyrir sér í ákvörðun sinni annað en þessar nafnlausu sögur. „Við vitum ekkert hvað er á bak við þetta. Kannski er hann sekur en maður veit það ekki – getum við dæmt um það?“ Undarlegt viðhorf gæslumanns Í áraraðir hefur Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verið gagnrýnd sem fyrirbæri vegna fjölda kynferðisbrota sem eru framin þar árlega. Árið 2017 voru tíu nauðgarnir tilkynntar til lögreglu eftir Þjóðhátíð og árið 2018 voru þær átta. Spurður hvort sér þyki það ekki sniðugt hjá nefndinni að bregðast við ásökunum af festu og trúa þolendum eftir mikla gagnrýni síðustu árin segir Baldur ekki telja svo vera. „Nei, mér finnst það ekki. Ekki miðað við að þeir hafa ekkert fyrir sér í þessari ákvörðun.“ Baldur tjáði þessi viðhorf sín upprunalega í umræðuhópi Vestmanneyinga á Facebook, Heimakletti. Færsla hans þar vekur misjöfn viðbrögð. Þar er viðhorf þeirra sem eru fegnir við að losna við mann með skoðanir eins og Baldur úr gæslunni afar áberandi og bregst kona nokkur, sem kveðst hafa verið í gæsluhópi hans við orðum hans: „Ég hef farið út sem hluti af þínum hóp Baldur, og eftir þessi skrif held ég að Eyjamenn séu betur settir en ekki að þú sleppir því að mæta með þinn hóp. Ef þetta er viðhorfið gegn þolendum ofbeldis þá ert þú ekki maðurinn til að sinna gæslustörfum í dalnum,“ skrifar hún. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Þetta tekur Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri forvarnarhópsins Bleika fílsins í Vestmannaeyjum, undir í samtali við Vísi. „Já, auðvitað eiga svona viðhorf ekki að viðgangast hjá gæslumönnum,“ segir hún. Sjálfum finnst Baldri grundvallarmunur á þessu tvennu. Hann segir aðstæður allt aðrar á Þjóðhátíð og að sjálfsögðu tæki hann mark á konu sem kæmi að honum til að tilkynna um kynferðisofbeldi á hátíðinni, það væri til dæmis gert undir nafni. Hann segist hafa lent í þeirri stöðu áður á hátíðinni og brugðist við með viðeigandi hætti. Skref í rétta átt Jóhann Ýr gefur ekki mikið fyrir skoðanir Baldurs á málinu í heild sinni og telur þjóðhátíðarnefnd hér vera að taka stórt skref í rétta átt. „Þó þetta hafi verið stutt og snaggaraleg yfirlýsing hjá þeim þá er þetta af hinu góða og við fögnum þessu,“ segir hún. „Auðvitað verðum við að trúa þolendum og ég get ekki skilið hvernig einhver trúir frekar einum manni heldur en stórum hóp af ungum stúlkum. Svo vænir fólk þær um lygar en hamrar á sama tíma á því að allir séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð.“ Hún segist ekki hafa orðið vör við að viðhorf Baldurs til málsins sé útbreitt meðal fólks og segir umræðuna komna mun lengra en fyrir örfáum árum. Fólk sé farið að átta sig á því að ákveðnir hlutir séu ekki í lagi og þeim verði ekki leyft að viðgangast lengur. Engar kvartanir til nefndarinnar Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, vildi ekkert tjá sig frekar um ákvörðun nefndarinnar þegar Vísir leitaðist eftir því í dag. Hann segist þó ekki hafa orðið var við neikvæð viðbrögð fólks við henni og segir að sér hafi ekki borist neinar kvartanir eða athugasemdir við hana frá starfsfólki, eins og Baldri. Safnar undirskriftum til að mótmæla Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. „Í gær tilkynnti þjóðhátíðarnefnd að Ingólfur Þórarinsson kæmi ekki fram á Þjóðhátíð í ár. Með fylgdi texti um að þessi ákvörðun nefndarinnar svaraði fyrir sig sjálf og yrði ekki rædd frekar af hennar hálfu. Ekkert nýtt hafði komið fram í umræðunni um málið milli þess að Ingó var tilkynntur til leiks þar til að nefndin bognaði og tilkynnti um afbókun listamannsins,“ segir Tryggvi. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri. „Engin meint fórnarlömb hafa stigið fram. Meira að segja öfgahópurinn segist ekki hafa nafngreint neinn. Hvorki meinta þolendur né meintan geranda. Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar.“ Hann segir mikilvægt að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd ÍBV að endurskoða þá ákvörðun um að afbóka Ingó á Þjóðhátíð. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 114 manns skrifað undir listann.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Birkir Árnason hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á útisalerni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu verslunarmannahelgi. Þetta er sama niðurstaða og Héraðsdómur Suðurlands hafði áður komist að. 16. febrúar 2012 16:39 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Birkir Árnason hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á útisalerni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu verslunarmannahelgi. Þetta er sama niðurstaða og Héraðsdómur Suðurlands hafði áður komist að. 16. febrúar 2012 16:39
Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent