Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2021 10:45 Bleiki fíllinn vísar til nauðgara, þeirra sem nauðga. Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. „Við berjumst gegn þeirri ofbeldismenningu sem hefur verið við lýði alltof lengi og trúum að samfélagið allt vilji taka þátt í þeirri baráttu,“ segir í yfirlýsingu Bleika fílsins. „Yfirlýsing þjóðhátíðarnefndar veitir von um að nú geti stórir hlutir farið að gerast í stað endalausra hænuskrefa.“ Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í stuttri yfirlýsingu í gær að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki stýra Brekkusöngnum á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár. Sömuleiðis stóð til að hann myndi troða upp á laugardagskvöldinu og syngja þjóðhátíðarlag sitt frá því í fyrra. Af því verður ekki. Meintir þolendur skuldi engum að stíga fram Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingólfs á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingólfur heldur því fram fullum fetum að ekkert sé til í frásögnunum og sé kominn með lögfræðinga í málið. Þá sé hann afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Ingólfur Þórarinsson hefur stýrt Brekkusöngnum á Þjóðhátíð undanfarin ár. Svo verður ekki í ár.Vísir/Vilhelm „Ég er ósáttur við það og ég mun bregðast við þessu af fullum þunga.“ Hörmuðu ákvörðun nefndarinnar Bleiki fíllinn hafði gagnrýnt ákvörðun þjóðhátíðarnefndar í byrjun júlí að Ingólfur myndi sjá um brekkusönginn. „Við í forvarnahópnum hörmum ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Við trúum þolendum og stöndum með þeim. Við erum að funda og munum senda frá okkur yfirlýsingu bráðlega,“ sagði á Facebook-síðu hópsins. Engin yfirlýsing barst þó vegna málsins, fyrr en í gær þar sem hlutverk Bleika fílsins var áréttað. Í fyrsta sinn langi fólk á Þjóðhátíð Sísí Ástþórs, söngkona frá Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem látið hefur í sér heyra vegna málsins. „Ég sá status frá dæmdum nauðgara sem ætlar nú að skila þjóðhátíðarmiðanum sínum… vonandi gera hinir í stéttafélagi nauðgara slíkt hið sama, dalurinn mun ekki sakna ykkar,“ segir Sísí á Twitter og fær mikil viðbrögð. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins, deildi færslu Sísi á Facebook og bætti við: „Á sama tíma segja aðrir „í fyrsta sinn sem mig langar að kaupa miða á Þjóðhátíð“.“ Bleiki fíllinn hefur verið við störf í um áratug. Í þessari grein frá 2012 er saga og markmið hópsins rakin. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
„Við berjumst gegn þeirri ofbeldismenningu sem hefur verið við lýði alltof lengi og trúum að samfélagið allt vilji taka þátt í þeirri baráttu,“ segir í yfirlýsingu Bleika fílsins. „Yfirlýsing þjóðhátíðarnefndar veitir von um að nú geti stórir hlutir farið að gerast í stað endalausra hænuskrefa.“ Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í stuttri yfirlýsingu í gær að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki stýra Brekkusöngnum á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár. Sömuleiðis stóð til að hann myndi troða upp á laugardagskvöldinu og syngja þjóðhátíðarlag sitt frá því í fyrra. Af því verður ekki. Meintir þolendur skuldi engum að stíga fram Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingólfs á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingólfur heldur því fram fullum fetum að ekkert sé til í frásögnunum og sé kominn með lögfræðinga í málið. Þá sé hann afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Ingólfur Þórarinsson hefur stýrt Brekkusöngnum á Þjóðhátíð undanfarin ár. Svo verður ekki í ár.Vísir/Vilhelm „Ég er ósáttur við það og ég mun bregðast við þessu af fullum þunga.“ Hörmuðu ákvörðun nefndarinnar Bleiki fíllinn hafði gagnrýnt ákvörðun þjóðhátíðarnefndar í byrjun júlí að Ingólfur myndi sjá um brekkusönginn. „Við í forvarnahópnum hörmum ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Við trúum þolendum og stöndum með þeim. Við erum að funda og munum senda frá okkur yfirlýsingu bráðlega,“ sagði á Facebook-síðu hópsins. Engin yfirlýsing barst þó vegna málsins, fyrr en í gær þar sem hlutverk Bleika fílsins var áréttað. Í fyrsta sinn langi fólk á Þjóðhátíð Sísí Ástþórs, söngkona frá Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem látið hefur í sér heyra vegna málsins. „Ég sá status frá dæmdum nauðgara sem ætlar nú að skila þjóðhátíðarmiðanum sínum… vonandi gera hinir í stéttafélagi nauðgara slíkt hið sama, dalurinn mun ekki sakna ykkar,“ segir Sísí á Twitter og fær mikil viðbrögð. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins, deildi færslu Sísi á Facebook og bætti við: „Á sama tíma segja aðrir „í fyrsta sinn sem mig langar að kaupa miða á Þjóðhátíð“.“ Bleiki fíllinn hefur verið við störf í um áratug. Í þessari grein frá 2012 er saga og markmið hópsins rakin.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25
Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45
Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47