Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2021 20:01 Í andlúsmýsfræðum kennir ýmissa grasa. Þetta er sýnishorn af því sem stendur til boða þeim sem vilja varna því að enda fríið útbitin. Vísir/Sigurjón Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. Prófessor í líffræði hjá Háskóla Íslands segir að útbreiðsla skordýranna sé orðin mikil og ekki sé von á því að óværan fari í bráð. Mýið þrífist þar sem stutt er í vatn eða votlendi. Tilkynningar um bit hafi borist víða að af landinu. Þannig hefur lúsmý gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu, á Suður- og Vesturlandi, og fyrir norðan. Mýið herjar almennt á fólk frá því snemma í júní og til ágústloka og hefur fólk oft verið illa leikið eftir að hafa lent í lúsmýi. Lúsmýið er orðið ansi útbreitt, og komið til að vera hér á landi.Grafík/Ragnar En hvað er til ráða? Er einhver leið til að koma í veg fyrir að enda útbitinn, verði maður á vegi hungraðs lúsmýs? „Það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt. Þú getur forðast það, með því að vera bara heima með lokaða glugga, en það er nú kannski ekki sá kostur sem við viljum á sumrin. Það er ýmislegt í boði, bæði sem kemur í veg fyrir eða minnkar að þú fáir roðann og þrotann eftir bitið, og svo er ýmislegt til sem þú getur borið á þig eftir á,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri vörusviðs hjá Lyfju. Fólk hefur stuðst við ýmis ráð til að fæla óværuna frá, til að mynda krem, armbönd og fráhrindandi ilmolíur. Þá hafi sterakrem og ofnæmislyf gefið góða raun í einhverjum tilfellum, eftir að fólk hefur verið bitið. Fyrir suma virki einfaldar lausnir, en aðrir þurfi að grípa til harðari aðgerða. Sigfríð segir að eftirspurn eftir vörum tengdum lúsmýinu hafi aukist í síðustu viku, samhliða sumarfríum og ferðalögum landans. Sigfríð telur að fólk sé sífellt að verða meðvitaðra um að lúsmýið leynist víða, og búi sig betur undir ferðalög en áður. „Við sjáum það bara á sölunni, því fólk er að kaupa krem sem eiga að fyrirbyggja að lúsmýið sækist í þig. Tvímælalaust, já,“ segir Sigfríð. Sigfríð Eik Arnardóttir er sviðsstjóri á vörusviði Lyfju.Vísir/Sigurjón Lúsmý Lyf Tengdar fréttir „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Prófessor í líffræði hjá Háskóla Íslands segir að útbreiðsla skordýranna sé orðin mikil og ekki sé von á því að óværan fari í bráð. Mýið þrífist þar sem stutt er í vatn eða votlendi. Tilkynningar um bit hafi borist víða að af landinu. Þannig hefur lúsmý gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu, á Suður- og Vesturlandi, og fyrir norðan. Mýið herjar almennt á fólk frá því snemma í júní og til ágústloka og hefur fólk oft verið illa leikið eftir að hafa lent í lúsmýi. Lúsmýið er orðið ansi útbreitt, og komið til að vera hér á landi.Grafík/Ragnar En hvað er til ráða? Er einhver leið til að koma í veg fyrir að enda útbitinn, verði maður á vegi hungraðs lúsmýs? „Það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt. Þú getur forðast það, með því að vera bara heima með lokaða glugga, en það er nú kannski ekki sá kostur sem við viljum á sumrin. Það er ýmislegt í boði, bæði sem kemur í veg fyrir eða minnkar að þú fáir roðann og þrotann eftir bitið, og svo er ýmislegt til sem þú getur borið á þig eftir á,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri vörusviðs hjá Lyfju. Fólk hefur stuðst við ýmis ráð til að fæla óværuna frá, til að mynda krem, armbönd og fráhrindandi ilmolíur. Þá hafi sterakrem og ofnæmislyf gefið góða raun í einhverjum tilfellum, eftir að fólk hefur verið bitið. Fyrir suma virki einfaldar lausnir, en aðrir þurfi að grípa til harðari aðgerða. Sigfríð segir að eftirspurn eftir vörum tengdum lúsmýinu hafi aukist í síðustu viku, samhliða sumarfríum og ferðalögum landans. Sigfríð telur að fólk sé sífellt að verða meðvitaðra um að lúsmýið leynist víða, og búi sig betur undir ferðalög en áður. „Við sjáum það bara á sölunni, því fólk er að kaupa krem sem eiga að fyrirbyggja að lúsmýið sækist í þig. Tvímælalaust, já,“ segir Sigfríð. Sigfríð Eik Arnardóttir er sviðsstjóri á vörusviði Lyfju.Vísir/Sigurjón
Lúsmý Lyf Tengdar fréttir „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02
Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07