Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2021 20:01 Í andlúsmýsfræðum kennir ýmissa grasa. Þetta er sýnishorn af því sem stendur til boða þeim sem vilja varna því að enda fríið útbitin. Vísir/Sigurjón Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. Prófessor í líffræði hjá Háskóla Íslands segir að útbreiðsla skordýranna sé orðin mikil og ekki sé von á því að óværan fari í bráð. Mýið þrífist þar sem stutt er í vatn eða votlendi. Tilkynningar um bit hafi borist víða að af landinu. Þannig hefur lúsmý gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu, á Suður- og Vesturlandi, og fyrir norðan. Mýið herjar almennt á fólk frá því snemma í júní og til ágústloka og hefur fólk oft verið illa leikið eftir að hafa lent í lúsmýi. Lúsmýið er orðið ansi útbreitt, og komið til að vera hér á landi.Grafík/Ragnar En hvað er til ráða? Er einhver leið til að koma í veg fyrir að enda útbitinn, verði maður á vegi hungraðs lúsmýs? „Það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt. Þú getur forðast það, með því að vera bara heima með lokaða glugga, en það er nú kannski ekki sá kostur sem við viljum á sumrin. Það er ýmislegt í boði, bæði sem kemur í veg fyrir eða minnkar að þú fáir roðann og þrotann eftir bitið, og svo er ýmislegt til sem þú getur borið á þig eftir á,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri vörusviðs hjá Lyfju. Fólk hefur stuðst við ýmis ráð til að fæla óværuna frá, til að mynda krem, armbönd og fráhrindandi ilmolíur. Þá hafi sterakrem og ofnæmislyf gefið góða raun í einhverjum tilfellum, eftir að fólk hefur verið bitið. Fyrir suma virki einfaldar lausnir, en aðrir þurfi að grípa til harðari aðgerða. Sigfríð segir að eftirspurn eftir vörum tengdum lúsmýinu hafi aukist í síðustu viku, samhliða sumarfríum og ferðalögum landans. Sigfríð telur að fólk sé sífellt að verða meðvitaðra um að lúsmýið leynist víða, og búi sig betur undir ferðalög en áður. „Við sjáum það bara á sölunni, því fólk er að kaupa krem sem eiga að fyrirbyggja að lúsmýið sækist í þig. Tvímælalaust, já,“ segir Sigfríð. Sigfríð Eik Arnardóttir er sviðsstjóri á vörusviði Lyfju.Vísir/Sigurjón Lúsmý Lyf Tengdar fréttir „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Prófessor í líffræði hjá Háskóla Íslands segir að útbreiðsla skordýranna sé orðin mikil og ekki sé von á því að óværan fari í bráð. Mýið þrífist þar sem stutt er í vatn eða votlendi. Tilkynningar um bit hafi borist víða að af landinu. Þannig hefur lúsmý gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu, á Suður- og Vesturlandi, og fyrir norðan. Mýið herjar almennt á fólk frá því snemma í júní og til ágústloka og hefur fólk oft verið illa leikið eftir að hafa lent í lúsmýi. Lúsmýið er orðið ansi útbreitt, og komið til að vera hér á landi.Grafík/Ragnar En hvað er til ráða? Er einhver leið til að koma í veg fyrir að enda útbitinn, verði maður á vegi hungraðs lúsmýs? „Það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt. Þú getur forðast það, með því að vera bara heima með lokaða glugga, en það er nú kannski ekki sá kostur sem við viljum á sumrin. Það er ýmislegt í boði, bæði sem kemur í veg fyrir eða minnkar að þú fáir roðann og þrotann eftir bitið, og svo er ýmislegt til sem þú getur borið á þig eftir á,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri vörusviðs hjá Lyfju. Fólk hefur stuðst við ýmis ráð til að fæla óværuna frá, til að mynda krem, armbönd og fráhrindandi ilmolíur. Þá hafi sterakrem og ofnæmislyf gefið góða raun í einhverjum tilfellum, eftir að fólk hefur verið bitið. Fyrir suma virki einfaldar lausnir, en aðrir þurfi að grípa til harðari aðgerða. Sigfríð segir að eftirspurn eftir vörum tengdum lúsmýinu hafi aukist í síðustu viku, samhliða sumarfríum og ferðalögum landans. Sigfríð telur að fólk sé sífellt að verða meðvitaðra um að lúsmýið leynist víða, og búi sig betur undir ferðalög en áður. „Við sjáum það bara á sölunni, því fólk er að kaupa krem sem eiga að fyrirbyggja að lúsmýið sækist í þig. Tvímælalaust, já,“ segir Sigfríð. Sigfríð Eik Arnardóttir er sviðsstjóri á vörusviði Lyfju.Vísir/Sigurjón
Lúsmý Lyf Tengdar fréttir „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02
Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07