Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2021 20:01 Í andlúsmýsfræðum kennir ýmissa grasa. Þetta er sýnishorn af því sem stendur til boða þeim sem vilja varna því að enda fríið útbitin. Vísir/Sigurjón Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. Prófessor í líffræði hjá Háskóla Íslands segir að útbreiðsla skordýranna sé orðin mikil og ekki sé von á því að óværan fari í bráð. Mýið þrífist þar sem stutt er í vatn eða votlendi. Tilkynningar um bit hafi borist víða að af landinu. Þannig hefur lúsmý gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu, á Suður- og Vesturlandi, og fyrir norðan. Mýið herjar almennt á fólk frá því snemma í júní og til ágústloka og hefur fólk oft verið illa leikið eftir að hafa lent í lúsmýi. Lúsmýið er orðið ansi útbreitt, og komið til að vera hér á landi.Grafík/Ragnar En hvað er til ráða? Er einhver leið til að koma í veg fyrir að enda útbitinn, verði maður á vegi hungraðs lúsmýs? „Það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt. Þú getur forðast það, með því að vera bara heima með lokaða glugga, en það er nú kannski ekki sá kostur sem við viljum á sumrin. Það er ýmislegt í boði, bæði sem kemur í veg fyrir eða minnkar að þú fáir roðann og þrotann eftir bitið, og svo er ýmislegt til sem þú getur borið á þig eftir á,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri vörusviðs hjá Lyfju. Fólk hefur stuðst við ýmis ráð til að fæla óværuna frá, til að mynda krem, armbönd og fráhrindandi ilmolíur. Þá hafi sterakrem og ofnæmislyf gefið góða raun í einhverjum tilfellum, eftir að fólk hefur verið bitið. Fyrir suma virki einfaldar lausnir, en aðrir þurfi að grípa til harðari aðgerða. Sigfríð segir að eftirspurn eftir vörum tengdum lúsmýinu hafi aukist í síðustu viku, samhliða sumarfríum og ferðalögum landans. Sigfríð telur að fólk sé sífellt að verða meðvitaðra um að lúsmýið leynist víða, og búi sig betur undir ferðalög en áður. „Við sjáum það bara á sölunni, því fólk er að kaupa krem sem eiga að fyrirbyggja að lúsmýið sækist í þig. Tvímælalaust, já,“ segir Sigfríð. Sigfríð Eik Arnardóttir er sviðsstjóri á vörusviði Lyfju.Vísir/Sigurjón Lúsmý Lyf Tengdar fréttir „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Prófessor í líffræði hjá Háskóla Íslands segir að útbreiðsla skordýranna sé orðin mikil og ekki sé von á því að óværan fari í bráð. Mýið þrífist þar sem stutt er í vatn eða votlendi. Tilkynningar um bit hafi borist víða að af landinu. Þannig hefur lúsmý gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu, á Suður- og Vesturlandi, og fyrir norðan. Mýið herjar almennt á fólk frá því snemma í júní og til ágústloka og hefur fólk oft verið illa leikið eftir að hafa lent í lúsmýi. Lúsmýið er orðið ansi útbreitt, og komið til að vera hér á landi.Grafík/Ragnar En hvað er til ráða? Er einhver leið til að koma í veg fyrir að enda útbitinn, verði maður á vegi hungraðs lúsmýs? „Það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt. Þú getur forðast það, með því að vera bara heima með lokaða glugga, en það er nú kannski ekki sá kostur sem við viljum á sumrin. Það er ýmislegt í boði, bæði sem kemur í veg fyrir eða minnkar að þú fáir roðann og þrotann eftir bitið, og svo er ýmislegt til sem þú getur borið á þig eftir á,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri vörusviðs hjá Lyfju. Fólk hefur stuðst við ýmis ráð til að fæla óværuna frá, til að mynda krem, armbönd og fráhrindandi ilmolíur. Þá hafi sterakrem og ofnæmislyf gefið góða raun í einhverjum tilfellum, eftir að fólk hefur verið bitið. Fyrir suma virki einfaldar lausnir, en aðrir þurfi að grípa til harðari aðgerða. Sigfríð segir að eftirspurn eftir vörum tengdum lúsmýinu hafi aukist í síðustu viku, samhliða sumarfríum og ferðalögum landans. Sigfríð telur að fólk sé sífellt að verða meðvitaðra um að lúsmýið leynist víða, og búi sig betur undir ferðalög en áður. „Við sjáum það bara á sölunni, því fólk er að kaupa krem sem eiga að fyrirbyggja að lúsmýið sækist í þig. Tvímælalaust, já,“ segir Sigfríð. Sigfríð Eik Arnardóttir er sviðsstjóri á vörusviði Lyfju.Vísir/Sigurjón
Lúsmý Lyf Tengdar fréttir „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02
Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07