Vill skrifa söguna: „Þýðir ekki að vera lítill í sér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júlí 2021 11:30 Birkir Már segir markmið Valsmanna skýr. Vísir/Bára Dröfn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikinn hug í Valsmönnum fyrir komandi leiki liðsins við Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer fram á miðvikudagskvöld. Valsmenn eiga ærið verkefni fyrir höndum gegn sterku liði Dinamo á Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudag. Leikurinn verður sýndur í beint á Stöð 2 Sport. „Maður fær alltaf erfiða leiki í þessu nýja fyrirkomulagi, við mætum alltaf meisturum einhvers lands, þannig að það eru alltaf mjög góðir mótherjar sem við fáum í fyrstu umferð. Það er bara okkar að eiga tvo toppleiki og koma okkur áfram í þessu.“ sagði Birkir Már í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið sló Tottenham frá Englandi úr keppni í 16-liða úrslitunum. Dinamo vann þar 3-0 sigur í Króatíu eftir 2-0 tap fyrir Tottenham í Lundúnum, en féll síðar úr keppni gegn Villarreal í 8-liða úrslitunum. Villarreal vann síðar keppnina í vor. Ljóst er því að verkefnin verða ekki mikið stærri en þetta. „Við verðum að vera með kassann úti, það þýðir ekkert að vera lítill í sér. Við viljum vera í Evrópukeppni, við viljum vera í Meistaradeildinni og við vitum að við getum mætt mjög góðum liðum, þá þýðir ekkert að skríða inn í skelina og gefast upp fyrir leik. Við verðum bara að fara út og vona að allir eigi 100% leik, til að byrja með allavega og koma til baka til Íslands með möguleika fyrir seinni leikinn.“ segir Birkir Már. Þolinmæði lykillinn og markmiðin skýr En hvernig munu Valsmenn þá nálgast verkefnið? „Við byrjum á því að vera þolinmóðir í varnarleiknum heldur en við myndum gera hérna heima. Við vitum að þeir verða meira með boltann og að við þurfum að verjast vel. En að sama skapi þurfum við, þegar við vinnum boltann, að þora að halda aðeins í hann, hvíla okkur með boltann, og nota þessi tækifæri til að fara hratt á þá og þá eru föstu leikatriðin mikilvæg líka. Birkir Már, líkt og landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem einnig leikur með Valsmönnum eiga ekki bestu minningarnar frá Zagreb. Báðir léku þeir með Íslandi sem tapaði umspilssleik fyrir Króötum á Maksimir-leikvanginum fyrir HM 2014 auk þess að tapa 0-2 fyrir Króötum á sama velli í undankeppni HM 2018. „Nú er komið nóg af því að koma frá Zagreb með einhver drasl úrslit. Við reynum að fara með góða tilfinningu frá Króatíu núna.“ segir Birkir Már sem segir jafnframt að Valsmenn vilji skrifa söguna. „Persónulega, fyrir mitt leyti, vill ég vera hluti af þessu fyrsta liði sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þetta er markmiðið hjá okkur, við viljum vera þetta fyrsta lið, sem skrifar söguna, segir Birkir Már en viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Birkir Már Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Valsmenn eiga ærið verkefni fyrir höndum gegn sterku liði Dinamo á Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudag. Leikurinn verður sýndur í beint á Stöð 2 Sport. „Maður fær alltaf erfiða leiki í þessu nýja fyrirkomulagi, við mætum alltaf meisturum einhvers lands, þannig að það eru alltaf mjög góðir mótherjar sem við fáum í fyrstu umferð. Það er bara okkar að eiga tvo toppleiki og koma okkur áfram í þessu.“ sagði Birkir Már í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið sló Tottenham frá Englandi úr keppni í 16-liða úrslitunum. Dinamo vann þar 3-0 sigur í Króatíu eftir 2-0 tap fyrir Tottenham í Lundúnum, en féll síðar úr keppni gegn Villarreal í 8-liða úrslitunum. Villarreal vann síðar keppnina í vor. Ljóst er því að verkefnin verða ekki mikið stærri en þetta. „Við verðum að vera með kassann úti, það þýðir ekkert að vera lítill í sér. Við viljum vera í Evrópukeppni, við viljum vera í Meistaradeildinni og við vitum að við getum mætt mjög góðum liðum, þá þýðir ekkert að skríða inn í skelina og gefast upp fyrir leik. Við verðum bara að fara út og vona að allir eigi 100% leik, til að byrja með allavega og koma til baka til Íslands með möguleika fyrir seinni leikinn.“ segir Birkir Már. Þolinmæði lykillinn og markmiðin skýr En hvernig munu Valsmenn þá nálgast verkefnið? „Við byrjum á því að vera þolinmóðir í varnarleiknum heldur en við myndum gera hérna heima. Við vitum að þeir verða meira með boltann og að við þurfum að verjast vel. En að sama skapi þurfum við, þegar við vinnum boltann, að þora að halda aðeins í hann, hvíla okkur með boltann, og nota þessi tækifæri til að fara hratt á þá og þá eru föstu leikatriðin mikilvæg líka. Birkir Már, líkt og landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem einnig leikur með Valsmönnum eiga ekki bestu minningarnar frá Zagreb. Báðir léku þeir með Íslandi sem tapaði umspilssleik fyrir Króötum á Maksimir-leikvanginum fyrir HM 2014 auk þess að tapa 0-2 fyrir Króötum á sama velli í undankeppni HM 2018. „Nú er komið nóg af því að koma frá Zagreb með einhver drasl úrslit. Við reynum að fara með góða tilfinningu frá Króatíu núna.“ segir Birkir Már sem segir jafnframt að Valsmenn vilji skrifa söguna. „Persónulega, fyrir mitt leyti, vill ég vera hluti af þessu fyrsta liði sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þetta er markmiðið hjá okkur, við viljum vera þetta fyrsta lið, sem skrifar söguna, segir Birkir Már en viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Birkir Már Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira