Vill skrifa söguna: „Þýðir ekki að vera lítill í sér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júlí 2021 11:30 Birkir Már segir markmið Valsmanna skýr. Vísir/Bára Dröfn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikinn hug í Valsmönnum fyrir komandi leiki liðsins við Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer fram á miðvikudagskvöld. Valsmenn eiga ærið verkefni fyrir höndum gegn sterku liði Dinamo á Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudag. Leikurinn verður sýndur í beint á Stöð 2 Sport. „Maður fær alltaf erfiða leiki í þessu nýja fyrirkomulagi, við mætum alltaf meisturum einhvers lands, þannig að það eru alltaf mjög góðir mótherjar sem við fáum í fyrstu umferð. Það er bara okkar að eiga tvo toppleiki og koma okkur áfram í þessu.“ sagði Birkir Már í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið sló Tottenham frá Englandi úr keppni í 16-liða úrslitunum. Dinamo vann þar 3-0 sigur í Króatíu eftir 2-0 tap fyrir Tottenham í Lundúnum, en féll síðar úr keppni gegn Villarreal í 8-liða úrslitunum. Villarreal vann síðar keppnina í vor. Ljóst er því að verkefnin verða ekki mikið stærri en þetta. „Við verðum að vera með kassann úti, það þýðir ekkert að vera lítill í sér. Við viljum vera í Evrópukeppni, við viljum vera í Meistaradeildinni og við vitum að við getum mætt mjög góðum liðum, þá þýðir ekkert að skríða inn í skelina og gefast upp fyrir leik. Við verðum bara að fara út og vona að allir eigi 100% leik, til að byrja með allavega og koma til baka til Íslands með möguleika fyrir seinni leikinn.“ segir Birkir Már. Þolinmæði lykillinn og markmiðin skýr En hvernig munu Valsmenn þá nálgast verkefnið? „Við byrjum á því að vera þolinmóðir í varnarleiknum heldur en við myndum gera hérna heima. Við vitum að þeir verða meira með boltann og að við þurfum að verjast vel. En að sama skapi þurfum við, þegar við vinnum boltann, að þora að halda aðeins í hann, hvíla okkur með boltann, og nota þessi tækifæri til að fara hratt á þá og þá eru föstu leikatriðin mikilvæg líka. Birkir Már, líkt og landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem einnig leikur með Valsmönnum eiga ekki bestu minningarnar frá Zagreb. Báðir léku þeir með Íslandi sem tapaði umspilssleik fyrir Króötum á Maksimir-leikvanginum fyrir HM 2014 auk þess að tapa 0-2 fyrir Króötum á sama velli í undankeppni HM 2018. „Nú er komið nóg af því að koma frá Zagreb með einhver drasl úrslit. Við reynum að fara með góða tilfinningu frá Króatíu núna.“ segir Birkir Már sem segir jafnframt að Valsmenn vilji skrifa söguna. „Persónulega, fyrir mitt leyti, vill ég vera hluti af þessu fyrsta liði sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þetta er markmiðið hjá okkur, við viljum vera þetta fyrsta lið, sem skrifar söguna, segir Birkir Már en viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Birkir Már Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira
Valsmenn eiga ærið verkefni fyrir höndum gegn sterku liði Dinamo á Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudag. Leikurinn verður sýndur í beint á Stöð 2 Sport. „Maður fær alltaf erfiða leiki í þessu nýja fyrirkomulagi, við mætum alltaf meisturum einhvers lands, þannig að það eru alltaf mjög góðir mótherjar sem við fáum í fyrstu umferð. Það er bara okkar að eiga tvo toppleiki og koma okkur áfram í þessu.“ sagði Birkir Már í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið sló Tottenham frá Englandi úr keppni í 16-liða úrslitunum. Dinamo vann þar 3-0 sigur í Króatíu eftir 2-0 tap fyrir Tottenham í Lundúnum, en féll síðar úr keppni gegn Villarreal í 8-liða úrslitunum. Villarreal vann síðar keppnina í vor. Ljóst er því að verkefnin verða ekki mikið stærri en þetta. „Við verðum að vera með kassann úti, það þýðir ekkert að vera lítill í sér. Við viljum vera í Evrópukeppni, við viljum vera í Meistaradeildinni og við vitum að við getum mætt mjög góðum liðum, þá þýðir ekkert að skríða inn í skelina og gefast upp fyrir leik. Við verðum bara að fara út og vona að allir eigi 100% leik, til að byrja með allavega og koma til baka til Íslands með möguleika fyrir seinni leikinn.“ segir Birkir Már. Þolinmæði lykillinn og markmiðin skýr En hvernig munu Valsmenn þá nálgast verkefnið? „Við byrjum á því að vera þolinmóðir í varnarleiknum heldur en við myndum gera hérna heima. Við vitum að þeir verða meira með boltann og að við þurfum að verjast vel. En að sama skapi þurfum við, þegar við vinnum boltann, að þora að halda aðeins í hann, hvíla okkur með boltann, og nota þessi tækifæri til að fara hratt á þá og þá eru föstu leikatriðin mikilvæg líka. Birkir Már, líkt og landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem einnig leikur með Valsmönnum eiga ekki bestu minningarnar frá Zagreb. Báðir léku þeir með Íslandi sem tapaði umspilssleik fyrir Króötum á Maksimir-leikvanginum fyrir HM 2014 auk þess að tapa 0-2 fyrir Króötum á sama velli í undankeppni HM 2018. „Nú er komið nóg af því að koma frá Zagreb með einhver drasl úrslit. Við reynum að fara með góða tilfinningu frá Króatíu núna.“ segir Birkir Már sem segir jafnframt að Valsmenn vilji skrifa söguna. „Persónulega, fyrir mitt leyti, vill ég vera hluti af þessu fyrsta liði sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þetta er markmiðið hjá okkur, við viljum vera þetta fyrsta lið, sem skrifar söguna, segir Birkir Már en viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Birkir Már Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira