Útilokuð frá Ólympíuleikunum en lofar því að verða heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 09:30 Sha'Carri Richardson er enn bara 21 árs gömul og á því framtíðina fyrir sér. Getty/Cliff Hawkins Sha'Carri Richardson hefur allt til þess að bera til að verða næsta súperstjarna í frjálsum íþróttum en marijúana notkun hennar kom fram á lyfjaprófi á dögunum og missti hún fyrir vikið keppnisrétt inn á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sha'Carri er mjög hæfileikarík og afar litrík á hlaupabrautinni. Það var mikið fjallað um hana eftir að hún tryggði sig inn á leikana. Frétt um fall á lyfjaprófi kom því flatt upp á marga. Richardson hefur komið fram og beðist afsökunar á neyslu sinni en hún sagðist hafa reykt marijúana til að róa sig niður eftir að hafa frétt af andláti líffræðilegrar móður sinnar. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) Margir hafa komið fram og hneykslast á því, að efni sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni, sé að koma í veg fyrir að hún megi keppa á leikunum. Reglur eru samt reglur og þeim ber að fylgja. Sha'Carri Richardson vann bandaríska úrtökumótið í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á 10,86 sekúndum. Það var því búist við því að hún tæki gullverðlaunin á leikunum og gæti orðið fyrsta bandaríski spretthlauparinn til að vinna Ólympíugull í 100 metra hlaupi kvenna síðan 1996. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) „Þetta eru bara einir Ólympíuleikar. Ég er 21 árs gömul og er því enn mjög ung. Ég hef nóg að Ólympíuleikum til að keppa á í framtíðinni og ég hef nóg af hæfileikum. Allt sem ég geri er náttúrulegt og hér eru engir sterar eða eitthvað slíkt,“ sagði Sha'Carri Richardson. „Þetta atvik snerist um marijúana og um leið og refsingin er liðin þá mun ég geta keppt aftur. Í hvert skipti sem ég fer inn á hlaupabrautina þá verð ég tilbúin í allt það sem Alþjóðalyfjanefndin vill fá frá mér,“ sagði Richardson í samtali við ESPN. Hún kom seinna fram með yfirlýsingu á Twitter. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mér þykir leitt að geta ekki orðið Ólympíumeistari í ár en ég lofa því að ég verð heimsmeistarinn ykkar á næsta ári,“ sagði Richardson. Næsta heimsmeistaramót í frjálsum fer fram í Oregon í Bandaríkjunum í ágúst á næsta ári. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Sjá meira
Sha'Carri er mjög hæfileikarík og afar litrík á hlaupabrautinni. Það var mikið fjallað um hana eftir að hún tryggði sig inn á leikana. Frétt um fall á lyfjaprófi kom því flatt upp á marga. Richardson hefur komið fram og beðist afsökunar á neyslu sinni en hún sagðist hafa reykt marijúana til að róa sig niður eftir að hafa frétt af andláti líffræðilegrar móður sinnar. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) Margir hafa komið fram og hneykslast á því, að efni sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni, sé að koma í veg fyrir að hún megi keppa á leikunum. Reglur eru samt reglur og þeim ber að fylgja. Sha'Carri Richardson vann bandaríska úrtökumótið í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á 10,86 sekúndum. Það var því búist við því að hún tæki gullverðlaunin á leikunum og gæti orðið fyrsta bandaríski spretthlauparinn til að vinna Ólympíugull í 100 metra hlaupi kvenna síðan 1996. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) „Þetta eru bara einir Ólympíuleikar. Ég er 21 árs gömul og er því enn mjög ung. Ég hef nóg að Ólympíuleikum til að keppa á í framtíðinni og ég hef nóg af hæfileikum. Allt sem ég geri er náttúrulegt og hér eru engir sterar eða eitthvað slíkt,“ sagði Sha'Carri Richardson. „Þetta atvik snerist um marijúana og um leið og refsingin er liðin þá mun ég geta keppt aftur. Í hvert skipti sem ég fer inn á hlaupabrautina þá verð ég tilbúin í allt það sem Alþjóðalyfjanefndin vill fá frá mér,“ sagði Richardson í samtali við ESPN. Hún kom seinna fram með yfirlýsingu á Twitter. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mér þykir leitt að geta ekki orðið Ólympíumeistari í ár en ég lofa því að ég verð heimsmeistarinn ykkar á næsta ári,“ sagði Richardson. Næsta heimsmeistaramót í frjálsum fer fram í Oregon í Bandaríkjunum í ágúst á næsta ári.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Sjá meira