Innlent

Nætur­vaktin eins og stór­við­burður væri í bænum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd sem fylgdi færslu slökkviliðsins. Þrír sjúkrabílar og slökkviliðsbíll sjást í bakgrunni.
Mynd sem fylgdi færslu slökkviliðsins. Þrír sjúkrabílar og slökkviliðsbíll sjást í bakgrunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Mikið hefur mætt á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhring. Raunar var svo mikið að gera í nótt að það var sem stórviðburður hefði verið í bænum, eins og það er orðað í Facebook-færslu slökkviliðsins í morgun.

Síðasta sólarhring sinnti liðið 122 sjúkraflutningum, þar af voru 67 á næturvaktinni. Af þessum 122 sjúkraflutningum voru 54 forgangsútköll, flest í miðbænum.

Útköll dælubíla voru sex talsins. Meðal verkefna voru svifdrekaslys, reyklosun eftir eld innandyra, eldur utandyra og börn sem læstust inni.

„Sem sagt mjög erilsamur sólarhringur,“ segir í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×