Hnífurinn sem ráðherra sér ekki Björn Leví Gunnarsson skrifar 2. júlí 2021 16:31 Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefði ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að það kom á óvart í þetta skipti er vegna þess að Alþingi afgreiddi tvær samgönguáætlanir á kjörtímabilinu. Fyrst samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 (ásamt 15 ára áætlun) og svo var samgönguáætlun uppfærð fyrir árin 2020 – 2024 (ásamt 15 ára áætlun). Mikið var gert úr því í fyrri samgönguáætluninni að hún væri fullfjármögnuð, eða eins og forsætisráðherra sagði í atkvæðagreiðslu um málið: „Ég tek undir með þeim sem fagna því að hér liggur fyrir fullfjármögnuð samgönguáætlun.“ Sú fullyrðing stóðst nú ekki lengi því strax á næsta þingi var lögð fram ný samgönguáætlun með innbyggðri vanfjármögnun. Eða eins og samgönguráðherra sagði í framsögu sinni: „Á árunum 2022–2024 er þó gert ráð fyrir að útgjöld til nýframkvæmda á vegakerfinu verði 1,5 milljarðar kr. umfram ramma fjármálaáætlunar. Við þurfum sem sagt meira fé.“ Vandamálinu ýtt fram yfir kosningar Þetta ætti ekki að vera neitt vandamál því ríkisstjórnin átti eftir að leggja fram nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 og enn fremur síðustu fjármálaáætlun sína fyrir árin 2022 – 2026. Það var því nægur tími fyrir ríkisstjórnina til þess að fjármagna þessa samgönguáætlun sína. Það sem gerðist áður en næsta fjármálaáætlun var lögð fram á þingi var heimsfaraldur. Þannig að í stað þess að leggja fram fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 strax um vorið 2020, til þess að sýna fram á hvernig stjórnvöld ætluðu að beita opinberum fjármálum út úr faraldrinum, þá frestuðu stjórnvöld því fram á haust. Fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 var því ekki samþykkt fyrr en í desember 2020, ásamt fjárlögum. Það sem vantaði í þá fjármálaáætlun var að fjármagna uppfærða samgönguáætlun. Það má segja sem svo að þingið hafi verið ansi upptekið við að sinna viðbrögðum við faraldrinum í desember 2020 þannig að ég man ekki eftir því að neinn hafi verið að leita að því hvort samgönguáætlun hafi verið fullfjármögnuð í nýrri fjármálaáætlun. Að minnsta kosti eru engar umsagnir sem fjalla um þetta nýja fé sem vantar né kom það fram í kynningu samgönguráðuneytisins. Vegagerðin minnir ekki á þetta í fjármálaáætlunarferlinu heldur. Engar vísbendingar um að sú áætlun sem þingið samþykkti sé áfram ófjármögnuð. Samt er talað um stórátak í samgöngumálum – sem er svo sem alveg satt, það er bara ófjármagnað um 1,5 milljarð á ári frá og með næsta ári. Það er að segja, eftir kosningar. Nú gæti einhver sagt, og talsmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa svo sem sagt það líka, að það sé bara verkefni næstu ríkisstjórnar að skipuleggja ríkisfjármálin. Á meðan það er auðvitað satt og rétt, þá skipulagði þessi ríkisstjórn líka ófjármagnaðar samgönguframkvæmdir á næsta kjörtímabili og kallar það stórátak. Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu. Það er ekki bæði hægt að skipuleggja framkvæmdir og sleppa því að fjármagna þær – varpa bara ábyrgðinni á því að fjármagna skipulag þessarar ríkisstjórnar yfir á næstu ríkisstjórn. Upplýsingaflækja Í hádegisfréttum Bylgjunnar svarar samgönguráðherra frétt RÚV um að það vanti 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á tilsettum tíma. Þessar upplýsingar komu fram á fundi fulltrúa Múlaþings með Vegagerðinni. Á nokkurn veginn sama tíma er Vegagerðin að tilkynna umhverfis- og samgöngunefnd að samgönguáætlun sé vanfjármögnuð um 1,5 milljarða árin 2022 – 2024. Allt þetta er mjög óljóst því ég skildi það sem svo að það vantaði 1,5 milljarð samtals fyrir árin 2022 – 2024 á fundi samgöngunefndar, en samgönguáætlun segir að það vanti 1,5 milljarð á ári. Það er mjög algengt að svona upplýsingar séu ekki settar nægilega skýrt fram en málið er auðvitað þeim mun alvarlegra ef það vantar þremur milljörðum meira en ég taldi hafa komið fram á fundinum. Til viðbótar við þetta bætast svo 4 milljarðar vegna gangnaframkvæmda – sem ég átta mig heldur ekki á hvernig virkar því samkvæmt samgönguáætlun á að fara milljarður í verkefnið á hverju ári frá 2022 til 2024. Hvers vegna það vantar þá 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á áætlun árið 2022 er því ofar mínum skilningi. Þá kemur að svari samgönguráðherra í þessari upplýsingaflækju og ekki bætir það svar neinu við málið til þess að auka skýrleika þess. Þar segir samgönguráðherra að kannski byrji framkvæmdir árið 2023 en bætir við að „það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt“ og enn fremur að „undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ Það getur vel staðist að verklok verði samkvæmt áætlun en það mun óhjákvæmilega verða erfiðara að standa við það ef framkvæmdir hefjast ekki fyrr en ári seinna, og þá bara kannski. Þar sýnist mér ráðherra vera að lofa ansi miklu upp í ermina, sérstaklega af því að hann svarar engu um það hvort það sé rétt, að það vanti 4 milljarða í verkefnið. Við það bætast svo þeir 4,5 milljarðar sem eru ófjármagnaðir fyrir árin 2022 – 2024, eða hvað? Klúður er það samt Hvað þýðir þetta allt saman? Allur þessi upplýsingaþvælingur, milljarðar hingað og þangað – fleiri í samgönguáætlun en fjármálaáætlun. Þetta þýðir að ríkisstjórnin sem ætlar að halda áfram að vinna saman eftir næstu kosningar (fái hún til þess nægilega mörg atkvæði) ætlar að redda því sem hún gat ekki reddað á þessu kjörtímabili. Það hlýtur að vera ansi stór spurning um það hvernig í ósköpunum sú ríkisstjórn ætlar að leysa þennan vanda þá ef hún getur það ekki núna? Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki svarað því á neinn hátt nema að það verði áskoranir næstu ríkisstjórnar að leysa þann vanda sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað leyst. Þar skilur ríkisstjórnin eftir sig vanfjármagnaða samgönguáætlun, neyðarástandíheilbrigðiskerfinu og banka sem var seldur á útsöluverði svo eitthvað klúður sé nefnt frá hverjum stjórnarflokk. Ef eitthvað er samgönguáætlunin þó minnsta klúðrið, það var allavega bætt töluvert í framkvæmdir þrátt fyrir vanfjármögnun – svo einhverrar sanngirni sé gætt. En klúður er það nú samt að skipuleggja framkvæmdir en geta svo ekki fjármagnað eigið skipulag. Verkefnin fram undan eru fjölmörg en til að byrja með þarf að finna þennan hníf sem stendur í kúnni en samgönguráðherra virðist ekki sjá. Ég held að hnífurinn sé í raun núverandi ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Samgöngur Alþingi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefði ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að það kom á óvart í þetta skipti er vegna þess að Alþingi afgreiddi tvær samgönguáætlanir á kjörtímabilinu. Fyrst samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 (ásamt 15 ára áætlun) og svo var samgönguáætlun uppfærð fyrir árin 2020 – 2024 (ásamt 15 ára áætlun). Mikið var gert úr því í fyrri samgönguáætluninni að hún væri fullfjármögnuð, eða eins og forsætisráðherra sagði í atkvæðagreiðslu um málið: „Ég tek undir með þeim sem fagna því að hér liggur fyrir fullfjármögnuð samgönguáætlun.“ Sú fullyrðing stóðst nú ekki lengi því strax á næsta þingi var lögð fram ný samgönguáætlun með innbyggðri vanfjármögnun. Eða eins og samgönguráðherra sagði í framsögu sinni: „Á árunum 2022–2024 er þó gert ráð fyrir að útgjöld til nýframkvæmda á vegakerfinu verði 1,5 milljarðar kr. umfram ramma fjármálaáætlunar. Við þurfum sem sagt meira fé.“ Vandamálinu ýtt fram yfir kosningar Þetta ætti ekki að vera neitt vandamál því ríkisstjórnin átti eftir að leggja fram nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 og enn fremur síðustu fjármálaáætlun sína fyrir árin 2022 – 2026. Það var því nægur tími fyrir ríkisstjórnina til þess að fjármagna þessa samgönguáætlun sína. Það sem gerðist áður en næsta fjármálaáætlun var lögð fram á þingi var heimsfaraldur. Þannig að í stað þess að leggja fram fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 strax um vorið 2020, til þess að sýna fram á hvernig stjórnvöld ætluðu að beita opinberum fjármálum út úr faraldrinum, þá frestuðu stjórnvöld því fram á haust. Fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 var því ekki samþykkt fyrr en í desember 2020, ásamt fjárlögum. Það sem vantaði í þá fjármálaáætlun var að fjármagna uppfærða samgönguáætlun. Það má segja sem svo að þingið hafi verið ansi upptekið við að sinna viðbrögðum við faraldrinum í desember 2020 þannig að ég man ekki eftir því að neinn hafi verið að leita að því hvort samgönguáætlun hafi verið fullfjármögnuð í nýrri fjármálaáætlun. Að minnsta kosti eru engar umsagnir sem fjalla um þetta nýja fé sem vantar né kom það fram í kynningu samgönguráðuneytisins. Vegagerðin minnir ekki á þetta í fjármálaáætlunarferlinu heldur. Engar vísbendingar um að sú áætlun sem þingið samþykkti sé áfram ófjármögnuð. Samt er talað um stórátak í samgöngumálum – sem er svo sem alveg satt, það er bara ófjármagnað um 1,5 milljarð á ári frá og með næsta ári. Það er að segja, eftir kosningar. Nú gæti einhver sagt, og talsmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa svo sem sagt það líka, að það sé bara verkefni næstu ríkisstjórnar að skipuleggja ríkisfjármálin. Á meðan það er auðvitað satt og rétt, þá skipulagði þessi ríkisstjórn líka ófjármagnaðar samgönguframkvæmdir á næsta kjörtímabili og kallar það stórátak. Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu. Það er ekki bæði hægt að skipuleggja framkvæmdir og sleppa því að fjármagna þær – varpa bara ábyrgðinni á því að fjármagna skipulag þessarar ríkisstjórnar yfir á næstu ríkisstjórn. Upplýsingaflækja Í hádegisfréttum Bylgjunnar svarar samgönguráðherra frétt RÚV um að það vanti 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á tilsettum tíma. Þessar upplýsingar komu fram á fundi fulltrúa Múlaþings með Vegagerðinni. Á nokkurn veginn sama tíma er Vegagerðin að tilkynna umhverfis- og samgöngunefnd að samgönguáætlun sé vanfjármögnuð um 1,5 milljarða árin 2022 – 2024. Allt þetta er mjög óljóst því ég skildi það sem svo að það vantaði 1,5 milljarð samtals fyrir árin 2022 – 2024 á fundi samgöngunefndar, en samgönguáætlun segir að það vanti 1,5 milljarð á ári. Það er mjög algengt að svona upplýsingar séu ekki settar nægilega skýrt fram en málið er auðvitað þeim mun alvarlegra ef það vantar þremur milljörðum meira en ég taldi hafa komið fram á fundinum. Til viðbótar við þetta bætast svo 4 milljarðar vegna gangnaframkvæmda – sem ég átta mig heldur ekki á hvernig virkar því samkvæmt samgönguáætlun á að fara milljarður í verkefnið á hverju ári frá 2022 til 2024. Hvers vegna það vantar þá 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á áætlun árið 2022 er því ofar mínum skilningi. Þá kemur að svari samgönguráðherra í þessari upplýsingaflækju og ekki bætir það svar neinu við málið til þess að auka skýrleika þess. Þar segir samgönguráðherra að kannski byrji framkvæmdir árið 2023 en bætir við að „það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt“ og enn fremur að „undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ Það getur vel staðist að verklok verði samkvæmt áætlun en það mun óhjákvæmilega verða erfiðara að standa við það ef framkvæmdir hefjast ekki fyrr en ári seinna, og þá bara kannski. Þar sýnist mér ráðherra vera að lofa ansi miklu upp í ermina, sérstaklega af því að hann svarar engu um það hvort það sé rétt, að það vanti 4 milljarða í verkefnið. Við það bætast svo þeir 4,5 milljarðar sem eru ófjármagnaðir fyrir árin 2022 – 2024, eða hvað? Klúður er það samt Hvað þýðir þetta allt saman? Allur þessi upplýsingaþvælingur, milljarðar hingað og þangað – fleiri í samgönguáætlun en fjármálaáætlun. Þetta þýðir að ríkisstjórnin sem ætlar að halda áfram að vinna saman eftir næstu kosningar (fái hún til þess nægilega mörg atkvæði) ætlar að redda því sem hún gat ekki reddað á þessu kjörtímabili. Það hlýtur að vera ansi stór spurning um það hvernig í ósköpunum sú ríkisstjórn ætlar að leysa þennan vanda þá ef hún getur það ekki núna? Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki svarað því á neinn hátt nema að það verði áskoranir næstu ríkisstjórnar að leysa þann vanda sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað leyst. Þar skilur ríkisstjórnin eftir sig vanfjármagnaða samgönguáætlun, neyðarástandíheilbrigðiskerfinu og banka sem var seldur á útsöluverði svo eitthvað klúður sé nefnt frá hverjum stjórnarflokk. Ef eitthvað er samgönguáætlunin þó minnsta klúðrið, það var allavega bætt töluvert í framkvæmdir þrátt fyrir vanfjármögnun – svo einhverrar sanngirni sé gætt. En klúður er það nú samt að skipuleggja framkvæmdir en geta svo ekki fjármagnað eigið skipulag. Verkefnin fram undan eru fjölmörg en til að byrja með þarf að finna þennan hníf sem stendur í kúnni en samgönguráðherra virðist ekki sjá. Ég held að hnífurinn sé í raun núverandi ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Pírata.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun