Banna sundhettur fyrir hár svartra á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 16:40 Alice Dearing má ekki nota sundhettu á Ólympíuleikunum í Tókýó sem er sérhönnuð fyrir svart sundfólk. Getty/Clive Rose/ Það er ekki sama hvaða sundhettu þú mætir með á Ólympíuleikana í Tókýó. Alþjóðasundsambandið hefur bannað ákveðna gerð sundhetta sem var ætlað til að hjálpa sundfólki með þykkt og mikið hár. Rök Alþjóðasambandsins fyrir banni sínu eru meðal annars að þessar sérhönnuðu sundhettur fylgi ekki eðlilegu formi höfuðsins. Aðrir sjá þetta ekki sem neitt annað en kynþáttafordóma. Black swimmers "disappointed and heartbroken" by decision to ban swimming cap from Olympics that's made to cover their hair https://t.co/KuXrLCQEWf— BBC News (World) (@BBCWorld) July 2, 2021 Sundhetturnar eru hannaðar af Soul Cap sem er fyrirtæki í eigu blökkumanna og hannaðar með svart fólk í huga. Þær voru hannaðar til að ráða betur við hár svarta sem er oft þykkara og umfangsmeira en hjá öðru sundfólki. Sundhetturnar eru mun stærri til að geta rúmað þykkari og meira hár.Getty/Kristin Palitza Sundkonan Alice Dearing, sem verður fyrsta svarta sundkonan til að keppa fyrir Breta á Ólympíuleikum, var áður í samvinnu við Soul Cap fyrirtækið í hönnuninni á sundhettunni. Svart sundfólk hefur hingað til verið í miklum minnihluti á stórmótum og reglugerðir sem þessi hjálpa ekki til að breyta því. FINA sagði ekki aðeins að umræddar sundhettur fylgi ekki náttúrulegu formi höfuðsins heldur einnig að eftir þeirra bestu vitneskju þá þurfi sundfólk á alþjóðlegum mótum ekki að nota sundhettur af þessari stærð og gerð. Þau hafi ekki gert það hingað til. Swim caps for Afro hair banned unsuitable for Olympics as not following the natural form of the head Who deemed White head/hair the natural form? White Supremacy is defining everything by Whiteness to the exclusion of othersCan you believe the Caucacity? #ThisIsWhyIResist https://t.co/3PzB5O2ZHs— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) June 30, 2021 Þessi ákvörðun hefur strax skiljanlega kallað á hörð viðbrögð frá samtökum blökkumanna sem þykir enn eitt dæmið um misrétti í garð þeirra. Danielle Obe, stofnandi sundsambands svartra, segir þetta mál vera dæmi um misrétti í íþróttinni. „Við teljum að þetta sýni og sanni skort á fjölbreytni í sportinu. Sundsambandið þarf að geta betur,“ sagði Danielle Obe. Obe segir að hinar venjulegu sundhettur séu hannaðar fyrir hár hvítra en þær henti ekki afróhári sem vex upp og ögrar oft þyngdaraflinu. Thank you to all the swimmers who have given their thoughts and experiences when it comes to the barriers to swimming - it's time for change #SwimForAll https://t.co/bw9Ytyi0Hk— SOUL CAP (@soulcapofficial) July 2, 2021 Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Rök Alþjóðasambandsins fyrir banni sínu eru meðal annars að þessar sérhönnuðu sundhettur fylgi ekki eðlilegu formi höfuðsins. Aðrir sjá þetta ekki sem neitt annað en kynþáttafordóma. Black swimmers "disappointed and heartbroken" by decision to ban swimming cap from Olympics that's made to cover their hair https://t.co/KuXrLCQEWf— BBC News (World) (@BBCWorld) July 2, 2021 Sundhetturnar eru hannaðar af Soul Cap sem er fyrirtæki í eigu blökkumanna og hannaðar með svart fólk í huga. Þær voru hannaðar til að ráða betur við hár svarta sem er oft þykkara og umfangsmeira en hjá öðru sundfólki. Sundhetturnar eru mun stærri til að geta rúmað þykkari og meira hár.Getty/Kristin Palitza Sundkonan Alice Dearing, sem verður fyrsta svarta sundkonan til að keppa fyrir Breta á Ólympíuleikum, var áður í samvinnu við Soul Cap fyrirtækið í hönnuninni á sundhettunni. Svart sundfólk hefur hingað til verið í miklum minnihluti á stórmótum og reglugerðir sem þessi hjálpa ekki til að breyta því. FINA sagði ekki aðeins að umræddar sundhettur fylgi ekki náttúrulegu formi höfuðsins heldur einnig að eftir þeirra bestu vitneskju þá þurfi sundfólk á alþjóðlegum mótum ekki að nota sundhettur af þessari stærð og gerð. Þau hafi ekki gert það hingað til. Swim caps for Afro hair banned unsuitable for Olympics as not following the natural form of the head Who deemed White head/hair the natural form? White Supremacy is defining everything by Whiteness to the exclusion of othersCan you believe the Caucacity? #ThisIsWhyIResist https://t.co/3PzB5O2ZHs— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) June 30, 2021 Þessi ákvörðun hefur strax skiljanlega kallað á hörð viðbrögð frá samtökum blökkumanna sem þykir enn eitt dæmið um misrétti í garð þeirra. Danielle Obe, stofnandi sundsambands svartra, segir þetta mál vera dæmi um misrétti í íþróttinni. „Við teljum að þetta sýni og sanni skort á fjölbreytni í sportinu. Sundsambandið þarf að geta betur,“ sagði Danielle Obe. Obe segir að hinar venjulegu sundhettur séu hannaðar fyrir hár hvítra en þær henti ekki afróhári sem vex upp og ögrar oft þyngdaraflinu. Thank you to all the swimmers who have given their thoughts and experiences when it comes to the barriers to swimming - it's time for change #SwimForAll https://t.co/bw9Ytyi0Hk— SOUL CAP (@soulcapofficial) July 2, 2021
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira