Lára Kristín og bandarískur framherji í raðir Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2021 13:31 Lára Kristín í leik með Þór/KA á Hlíðarenda sumarið 2019. Vísir/Bára Lára Kristín Pedersen hefur samið við Val eftir að hafa leikið með Napolí í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu undanfarna mánuði. Alls lék hún sex deildarleiki með ítalska félaginu eftir að hafa spilað með KR í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Hin 27 ára gamla Lára Kristín gekk í raðir KR fyrir síðasta tímabil en allt gekk á afturfótunum hjá félaginu vegna kórónufaraldursins. Frestanir, smit og fleira sáu til þess að KR sat í botnsæti deildarinnar er mótið var flautað af. Í vetur hélt Lára Kristín til Ítalíu og samdi við Napolí. Þar lék hún ásamt Guðnýju Árnadóttur sem var á láni frá stórliði AC Milan. Lára Kristín er nú komin aftur til Íslands og hefur samið við topplið Pepsi Max-deildarinnar, Val. Þar tróna Valskonur með 17 stig að loknum átta leikjum en það er tveimur stigum meira en Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með. Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Lára Kristín leikur vanalega á miðri miðjunni og hefur komið víða við. Hún hóf ferilinn með Aftureldingu, fór þaðan í Stjörnuna og svo Þór/KA áður en leiðin lá í Vesturbæ Reykjavíkur. Alls hefur hún leikið 198 leiki hér á landi sem og sex Evrópuleiki ásamt tveimur A-landsleikjum. Þá var hún hluti af liði Stjörnunnar sem varð Íslands- og bikarmeistari árið 2014. Þá gengur Cyera Hintzen einnig í raðir félagsins. Um er að ræða bandarískan framherja sem hefur leikið með Texas-háskólanum í bandaríska háskólaboltanum. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Hin 27 ára gamla Lára Kristín gekk í raðir KR fyrir síðasta tímabil en allt gekk á afturfótunum hjá félaginu vegna kórónufaraldursins. Frestanir, smit og fleira sáu til þess að KR sat í botnsæti deildarinnar er mótið var flautað af. Í vetur hélt Lára Kristín til Ítalíu og samdi við Napolí. Þar lék hún ásamt Guðnýju Árnadóttur sem var á láni frá stórliði AC Milan. Lára Kristín er nú komin aftur til Íslands og hefur samið við topplið Pepsi Max-deildarinnar, Val. Þar tróna Valskonur með 17 stig að loknum átta leikjum en það er tveimur stigum meira en Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með. Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Lára Kristín leikur vanalega á miðri miðjunni og hefur komið víða við. Hún hóf ferilinn með Aftureldingu, fór þaðan í Stjörnuna og svo Þór/KA áður en leiðin lá í Vesturbæ Reykjavíkur. Alls hefur hún leikið 198 leiki hér á landi sem og sex Evrópuleiki ásamt tveimur A-landsleikjum. Þá var hún hluti af liði Stjörnunnar sem varð Íslands- og bikarmeistari árið 2014. Þá gengur Cyera Hintzen einnig í raðir félagsins. Um er að ræða bandarískan framherja sem hefur leikið með Texas-háskólanum í bandaríska háskólaboltanum. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira