„Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. júlí 2021 11:08 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var gestur í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar. „Það hefur komið mér á óvart af hverju það eru ekki fleiri sem festa vexti,“ svaraði þegar hann var spurður út í það val sem fólk stendur frammi fyrir, að festa vexti á fasteignalánum sínum til þriggja eða fimm ára eða halda þeim breytilegum. „Mögulega ætti ég að vera skýrari um það að ég mæli með að fólk festi,“ sagði Ásgeir jafnframt en tók fram að hann gæti ekki gefið endanlegt svar því óvissuþættirnir væru margir. „Ef ég ætti að gefa fólki ráð þá væri það að festa vexti. Ég sjálfur geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvað er að fara að gerast í kerfinu. Það er svo margt sem getur gerst. Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir. Öryggi fæst með bindingu Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Seðlabankastjóra vegna þessara ummæla hans í hlaðvarpinu. Í viðtalinu fer Ásgeir nánar út í þessi ummæli sín. „Þetta er góð spurning,“ svarar Ásgeir strax og hann er spurður hvort fólk eigi að festa vextina eða ekki. „Það er ákveðið öryggi sem fæst með bindingu vaxta, þá veistu hvað þú þarft að borga nokkurn veginn í þrjú eða fimm ár, eftir því hvernig það er. Ef fólk vill fá öryggi þá er betra að festa vexti, en svo hefur fólk líka val um breytilega vexti en þeir munu að einhverju leyti elta vexti Seðlabankans,“ segir Ásgeir. Vextir Seðlabankans voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í maí og eru í einu prósenti. Þeir voru lækkaðir mjög mikið til að örva hagkerfið vegna efnahagsþrenginga sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Kostar að festa vexti Ásgeir tekur fram að ef fólk ætlar sér að festa vexti til þriggja eða fimm ára þá veiti það öryggi og fyrirsjáanleika, en það kostar að festa vexti. Ásgeir segist gera sér illa grein fyrir hvað muni gerast í hagkerfinu á næstunni, en ljóst sé að stýrivextir muni hækka. Hversu mikið er óvitað. Vísir/Vilhelm „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti. Ef þú borgar breytilega þá verða lægri vextir. Það er bara líka vegna þess að það er hærri kostnaður hjá bankanum að festa vexti. En eins og þeir eru fjármagnaðir þá eru þeir fjármagnaðir með innlánum og það kostar fyrir þá að binda innlán. Og þú sérð það að ef þú ferð í banka og ætlar að binda peningana þína færðu aukalega greitt ef þú bindur peningana þína í banka. Það eru þessi lögmál, að þú þarft að borga strax meira ef þú ætlar að festa vexti. Þá þarftu að velta þessu fyrir þér, viltu borga vexti strax og vera öruggur í þrjú eða fimm ár eða viltu vera á breytilegum vöxtum og síðan sjá hvað gerist, og ég veit ekki nákvæmlega hvort verður betra þegar upp verður staðið. En það fer líka eftir á hvaða stað þú ert í þínum fjárhagsmálum, hverjar tekjurnar þínar eru, hvernig þú ert staddur til að takast á við hærri greiðslubyrði tímabundið eða eitthvað slíkt, og það verður eiginlega hver að meta fyrir sig,“ segir Ásgeir. Telur verðbólguna tímabundna Hann segist merkja áhrif afléttingar sóttvarnarreglna innanlands á hagkerfinu. Viðsnúningur er orðinn á vinnumarkaði, atvinnuleysi minnkar og fleiri störf í boði. Verðbólgan sé að einhverju leyti komin fram vegna gengislækkunar sem átti sér stað í fyrra, samdráttar í útflutningstekjum eftir að ferðaþjónustan lagðist niður, hækkunar fasteignaverðs og hækkunar á hrávörum sem fluttar eru inn til landsins. „Við álítum að þetta séu tímabundnir þættir, verðbólgan muni ganga niður eftir þetta sumar. Bæði vegna þess að gengið er sterkara, mesti hækkunarfasinn sé búinn á fasteignamarkaði og ég á von á því að hrávörur lækki aftur í verði, þetta sé bara tímabundið, þá sé verðbólga aftur að fara að hægjast og þá þurfum við að hugsa um aðra áhættuþætti, kjarasamninga og laun og svo framvegis. Verðbólgan er að fara að ganga niður en það er samt mjög líklegt að við þurfum að bregðast við því með einhverri vaxtahækkunum, en ég bara veit ekki hversu miklum,“ segir Ásgeir. Þá tilkynnti Seðlabankinn í vikunni að veðsetningarhlutfall fasteignalána til neytenda hefði verið lækkað til að sporna við spákaupmennsku á fasteignaverði. Seðlabankastjóri vonast til að fasteignaverð hækki þá í takt við laun þjóðarinnar og þannig megi komast hjá mikilli hækkun stýrivaxta. Veðsetningarhlutfallið fer úr 85 prósentum í 80 prósent en hámarkshlutfall fyrir fyrstu kaupendur verður óbreytt, 90 prósent. Seðlabankinn Neytendur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var gestur í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar. „Það hefur komið mér á óvart af hverju það eru ekki fleiri sem festa vexti,“ svaraði þegar hann var spurður út í það val sem fólk stendur frammi fyrir, að festa vexti á fasteignalánum sínum til þriggja eða fimm ára eða halda þeim breytilegum. „Mögulega ætti ég að vera skýrari um það að ég mæli með að fólk festi,“ sagði Ásgeir jafnframt en tók fram að hann gæti ekki gefið endanlegt svar því óvissuþættirnir væru margir. „Ef ég ætti að gefa fólki ráð þá væri það að festa vexti. Ég sjálfur geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvað er að fara að gerast í kerfinu. Það er svo margt sem getur gerst. Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir. Öryggi fæst með bindingu Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Seðlabankastjóra vegna þessara ummæla hans í hlaðvarpinu. Í viðtalinu fer Ásgeir nánar út í þessi ummæli sín. „Þetta er góð spurning,“ svarar Ásgeir strax og hann er spurður hvort fólk eigi að festa vextina eða ekki. „Það er ákveðið öryggi sem fæst með bindingu vaxta, þá veistu hvað þú þarft að borga nokkurn veginn í þrjú eða fimm ár, eftir því hvernig það er. Ef fólk vill fá öryggi þá er betra að festa vexti, en svo hefur fólk líka val um breytilega vexti en þeir munu að einhverju leyti elta vexti Seðlabankans,“ segir Ásgeir. Vextir Seðlabankans voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í maí og eru í einu prósenti. Þeir voru lækkaðir mjög mikið til að örva hagkerfið vegna efnahagsþrenginga sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Kostar að festa vexti Ásgeir tekur fram að ef fólk ætlar sér að festa vexti til þriggja eða fimm ára þá veiti það öryggi og fyrirsjáanleika, en það kostar að festa vexti. Ásgeir segist gera sér illa grein fyrir hvað muni gerast í hagkerfinu á næstunni, en ljóst sé að stýrivextir muni hækka. Hversu mikið er óvitað. Vísir/Vilhelm „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti. Ef þú borgar breytilega þá verða lægri vextir. Það er bara líka vegna þess að það er hærri kostnaður hjá bankanum að festa vexti. En eins og þeir eru fjármagnaðir þá eru þeir fjármagnaðir með innlánum og það kostar fyrir þá að binda innlán. Og þú sérð það að ef þú ferð í banka og ætlar að binda peningana þína færðu aukalega greitt ef þú bindur peningana þína í banka. Það eru þessi lögmál, að þú þarft að borga strax meira ef þú ætlar að festa vexti. Þá þarftu að velta þessu fyrir þér, viltu borga vexti strax og vera öruggur í þrjú eða fimm ár eða viltu vera á breytilegum vöxtum og síðan sjá hvað gerist, og ég veit ekki nákvæmlega hvort verður betra þegar upp verður staðið. En það fer líka eftir á hvaða stað þú ert í þínum fjárhagsmálum, hverjar tekjurnar þínar eru, hvernig þú ert staddur til að takast á við hærri greiðslubyrði tímabundið eða eitthvað slíkt, og það verður eiginlega hver að meta fyrir sig,“ segir Ásgeir. Telur verðbólguna tímabundna Hann segist merkja áhrif afléttingar sóttvarnarreglna innanlands á hagkerfinu. Viðsnúningur er orðinn á vinnumarkaði, atvinnuleysi minnkar og fleiri störf í boði. Verðbólgan sé að einhverju leyti komin fram vegna gengislækkunar sem átti sér stað í fyrra, samdráttar í útflutningstekjum eftir að ferðaþjónustan lagðist niður, hækkunar fasteignaverðs og hækkunar á hrávörum sem fluttar eru inn til landsins. „Við álítum að þetta séu tímabundnir þættir, verðbólgan muni ganga niður eftir þetta sumar. Bæði vegna þess að gengið er sterkara, mesti hækkunarfasinn sé búinn á fasteignamarkaði og ég á von á því að hrávörur lækki aftur í verði, þetta sé bara tímabundið, þá sé verðbólga aftur að fara að hægjast og þá þurfum við að hugsa um aðra áhættuþætti, kjarasamninga og laun og svo framvegis. Verðbólgan er að fara að ganga niður en það er samt mjög líklegt að við þurfum að bregðast við því með einhverri vaxtahækkunum, en ég bara veit ekki hversu miklum,“ segir Ásgeir. Þá tilkynnti Seðlabankinn í vikunni að veðsetningarhlutfall fasteignalána til neytenda hefði verið lækkað til að sporna við spákaupmennsku á fasteignaverði. Seðlabankastjóri vonast til að fasteignaverð hækki þá í takt við laun þjóðarinnar og þannig megi komast hjá mikilli hækkun stýrivaxta. Veðsetningarhlutfallið fer úr 85 prósentum í 80 prósent en hámarkshlutfall fyrir fyrstu kaupendur verður óbreytt, 90 prósent.
Seðlabankinn Neytendur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira