„Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2021 15:51 Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar. Hann segist einn bera ábyrgð á því hvernig fór fyrir norðan. Líklegast sé að festing hafi gefið sig í einu horni kastalans. Vísir „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. Risastór hoppukastali sem ber nafnið Skrímslið tókst á loft við Skautahöllina á Akureyri upp úr klukkan tvö í dag. Perlan rekur hoppukastalann sem var tiltölulega nýkominn norður í land. 63 börn voru í kastalnum að sögn Gunnars þegar atvikið varð. Greip um sig mikið óðagot meðal fólks á svæðinu. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð og allt tiltækt til slökkviliðs og lögreglu í Eyjafirði sent á staðinn. Leitað var að börnum við kastalann en fjöldi fólks er á Akureyri vegna N1-fótboltamóts 5. flokks karla sem hófst í gær. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, tjáði Vísi um þrjúleytið að tiltölulega fá börn hefðu slasast og meiðsli hinna slösuðu verið til þess að gera minniháttar. Í stuttu máli, betur fór en á horfðist. Í tilkynningu frá lögreglu á fjórða tímanum kom fram að sjö börn hefðu verið flutt á sjúkrahús til skoðunar. Eitt þeirra var í framhaldinu flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þurfi að skoða festingarnar Annar eins risahoppukastali hefur verið við Perluna í tæpa þrjá mánuði, án vandkvæða að sögn Gunnars. Hann segir alveg kýrskýrt að ef vindur fer yfir 10 m/s sé kastalinn ekki blásinn upp. „Ég er ekki á Akureyri en samkvæmt þeim sem ég heyrði í á staðnum kom vindhviða og feykir upp einu horninu á Skrímslinu,“ segir Gunnar. Þar sem hann sé ekki á staðnum séu aðstæður að einhverju leyti óljósar. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, við nýju aparóluna sem opnuð var við Perluna á dögunum.Vísir/Sigurjón „Kastalinn er festur niður samkvæmt því sem framleiðandi segir okkur að gera. Þegar hann er blásinn upp er hann festur niður.“ Hann vísar til þeirra sem hann hafi rætt við. „Þarna var eiginlega bara logn, kom ein vindhviða á hornið og ég veit ekki hvað hefur gerst með festingarnar. Einhver festing hlýtur að hafa gefið sig,“ segir Gunnar og bætir við að hann sé í algjöru sjokki. Frá vettvangi slyssins á Akureyri í dag.Vísir/Lillý „Það er óskiljanlegt hvernig svona getur gerst.“ Það eina sem máli skipti sé að enginn hafi slasast aðallega. 11 m/s í mestu hviðum á Akureyri Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sagði í samtali við Vísi í dag að hvasst hefði verið á Akureyri í gær. En ekki jafnmikill vindur í dag. Á vef Veðurstofu Íslands var spáð 11 m/s á Akureyri klukkan 14 í dag. Svona leit veðurspáin út eftir hádegið. Sól á Akureyri en nokkur vindur. Bæjarstjórinn segir að hvasst hafi verið í gær en mildara í dag.Veðurstofa Íslands Í veðurathugunum á vef Veðurstofunnar kemur fram að vindhraði á Akureyri hafi mestur orðið 6 m/s í morgun en 11 m/s í hviðum. Veðurathuganir á vef Veðurstofu Íslands undanfarinn hálfan sólarhring. Gunnar segir að kastalinn verið opinn í gær. Hann þurfi að kanna hvernig staðið hafi verið að málum í gær hafi verið hvasst eins og bæjarstjórinn sagði við Vísi. „Við höfum miðað við að ef það er undir 10 m/s þá er opið. Það er viðmiðið,“ segir Gunnar. Festingar kastalans eigi þó að ráða við miklu meira en slíkan vind. Kastalinn sem staðið hafi við Perluna hafi ekki verið neitt vandamál. Enda öllum reglum fylgt og þar sé fylgst með vindi með sérstökum vindmæli. Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri. Gunnar segir að kastalinn muni ekki verða aftur notaður.Vísir/Lillý Valgerður „Þess vegna skiljum við ekki hvernig þetta gat gerst. Nánast upp úr engu kemur vindur sem lyftir honum upp. Við erum bara að reyna að skemmta fólki. Þetta er það síðasta sem maður vill.“ Starfsfólk við hoppukastalann var samkvæmt upplýsingum Vísis margt hvert í yngri kantinum. „Við reynum bara að velja það besta starfsfólk sem mögulegt er til vinnu. Þetta eru góðir starfsmenn en í svona hamförum þá veit fólk ekkert hvað á að gera. Það bjóst enginn við þessu. Þetta er ekki inni í einhverri starfslýsingu hjá einhverjum. Það er aldrei búist við því að eitthvað svona gerist.“ Segist bera alla ábyrgð Aðspurður hver hafi borið ábyrgð á vettvangi, tekið ákvörðun um hvort loka eigi vegna vinds, vill Gunnar ekki benda á einn né neinn. „Þetta er mín ákvörðun „at the end of the day,“ segir Gunnar. „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna.“ Hann segir fólk á hans vegum, starfsfólk fyrirtækisins, fylgjast með veðrinu. „Við fluttum kastalann norður til að reyna að gleðja Akureyringa. Það er ekki raunin. Það er búið að skera þennan kastala, hann verður ekki opnaður aftur.“ Hann segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af stóra kastalnum við Perluna í Reykjavík. Það sé kirfilega fest niður og fylgst með veðrinu. „Við munum fara yfir það sem gerðist.“ Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóranum brugðið vegna Skrímslisins sem tókst á loft Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segist ekki vita mikið um stöðu mála sem stendur en mikill viðbúnaður er í bæjarfélaginu vegna hoppukastalans, sem ber nafnið Skrímslið, sem hófst á loft og í honum 108 börn. 1. júlí 2021 15:12 108 börn í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Risastór hoppukastali sem ber nafnið Skrímslið tókst á loft við Skautahöllina á Akureyri upp úr klukkan tvö í dag. Perlan rekur hoppukastalann sem var tiltölulega nýkominn norður í land. 63 börn voru í kastalnum að sögn Gunnars þegar atvikið varð. Greip um sig mikið óðagot meðal fólks á svæðinu. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð og allt tiltækt til slökkviliðs og lögreglu í Eyjafirði sent á staðinn. Leitað var að börnum við kastalann en fjöldi fólks er á Akureyri vegna N1-fótboltamóts 5. flokks karla sem hófst í gær. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, tjáði Vísi um þrjúleytið að tiltölulega fá börn hefðu slasast og meiðsli hinna slösuðu verið til þess að gera minniháttar. Í stuttu máli, betur fór en á horfðist. Í tilkynningu frá lögreglu á fjórða tímanum kom fram að sjö börn hefðu verið flutt á sjúkrahús til skoðunar. Eitt þeirra var í framhaldinu flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þurfi að skoða festingarnar Annar eins risahoppukastali hefur verið við Perluna í tæpa þrjá mánuði, án vandkvæða að sögn Gunnars. Hann segir alveg kýrskýrt að ef vindur fer yfir 10 m/s sé kastalinn ekki blásinn upp. „Ég er ekki á Akureyri en samkvæmt þeim sem ég heyrði í á staðnum kom vindhviða og feykir upp einu horninu á Skrímslinu,“ segir Gunnar. Þar sem hann sé ekki á staðnum séu aðstæður að einhverju leyti óljósar. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, við nýju aparóluna sem opnuð var við Perluna á dögunum.Vísir/Sigurjón „Kastalinn er festur niður samkvæmt því sem framleiðandi segir okkur að gera. Þegar hann er blásinn upp er hann festur niður.“ Hann vísar til þeirra sem hann hafi rætt við. „Þarna var eiginlega bara logn, kom ein vindhviða á hornið og ég veit ekki hvað hefur gerst með festingarnar. Einhver festing hlýtur að hafa gefið sig,“ segir Gunnar og bætir við að hann sé í algjöru sjokki. Frá vettvangi slyssins á Akureyri í dag.Vísir/Lillý „Það er óskiljanlegt hvernig svona getur gerst.“ Það eina sem máli skipti sé að enginn hafi slasast aðallega. 11 m/s í mestu hviðum á Akureyri Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sagði í samtali við Vísi í dag að hvasst hefði verið á Akureyri í gær. En ekki jafnmikill vindur í dag. Á vef Veðurstofu Íslands var spáð 11 m/s á Akureyri klukkan 14 í dag. Svona leit veðurspáin út eftir hádegið. Sól á Akureyri en nokkur vindur. Bæjarstjórinn segir að hvasst hafi verið í gær en mildara í dag.Veðurstofa Íslands Í veðurathugunum á vef Veðurstofunnar kemur fram að vindhraði á Akureyri hafi mestur orðið 6 m/s í morgun en 11 m/s í hviðum. Veðurathuganir á vef Veðurstofu Íslands undanfarinn hálfan sólarhring. Gunnar segir að kastalinn verið opinn í gær. Hann þurfi að kanna hvernig staðið hafi verið að málum í gær hafi verið hvasst eins og bæjarstjórinn sagði við Vísi. „Við höfum miðað við að ef það er undir 10 m/s þá er opið. Það er viðmiðið,“ segir Gunnar. Festingar kastalans eigi þó að ráða við miklu meira en slíkan vind. Kastalinn sem staðið hafi við Perluna hafi ekki verið neitt vandamál. Enda öllum reglum fylgt og þar sé fylgst með vindi með sérstökum vindmæli. Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri. Gunnar segir að kastalinn muni ekki verða aftur notaður.Vísir/Lillý Valgerður „Þess vegna skiljum við ekki hvernig þetta gat gerst. Nánast upp úr engu kemur vindur sem lyftir honum upp. Við erum bara að reyna að skemmta fólki. Þetta er það síðasta sem maður vill.“ Starfsfólk við hoppukastalann var samkvæmt upplýsingum Vísis margt hvert í yngri kantinum. „Við reynum bara að velja það besta starfsfólk sem mögulegt er til vinnu. Þetta eru góðir starfsmenn en í svona hamförum þá veit fólk ekkert hvað á að gera. Það bjóst enginn við þessu. Þetta er ekki inni í einhverri starfslýsingu hjá einhverjum. Það er aldrei búist við því að eitthvað svona gerist.“ Segist bera alla ábyrgð Aðspurður hver hafi borið ábyrgð á vettvangi, tekið ákvörðun um hvort loka eigi vegna vinds, vill Gunnar ekki benda á einn né neinn. „Þetta er mín ákvörðun „at the end of the day,“ segir Gunnar. „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna.“ Hann segir fólk á hans vegum, starfsfólk fyrirtækisins, fylgjast með veðrinu. „Við fluttum kastalann norður til að reyna að gleðja Akureyringa. Það er ekki raunin. Það er búið að skera þennan kastala, hann verður ekki opnaður aftur.“ Hann segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af stóra kastalnum við Perluna í Reykjavík. Það sé kirfilega fest niður og fylgst með veðrinu. „Við munum fara yfir það sem gerðist.“
Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóranum brugðið vegna Skrímslisins sem tókst á loft Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segist ekki vita mikið um stöðu mála sem stendur en mikill viðbúnaður er í bæjarfélaginu vegna hoppukastalans, sem ber nafnið Skrímslið, sem hófst á loft og í honum 108 börn. 1. júlí 2021 15:12 108 börn í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bæjarstjóranum brugðið vegna Skrímslisins sem tókst á loft Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segist ekki vita mikið um stöðu mála sem stendur en mikill viðbúnaður er í bæjarfélaginu vegna hoppukastalans, sem ber nafnið Skrímslið, sem hófst á loft og í honum 108 börn. 1. júlí 2021 15:12
108 börn í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28