Traust til lögreglu Brynjar Níelsson skrifar 1. júlí 2021 12:07 Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til. Afgreiðsla lögreglu af málum verður að byggjast á hlutlægni og samræmi í vinnubrögðum óháð því hver á í hlut. Það er því mikið áhyggjuefni ef slíkra hlutlægnissjónarmiða er ekki gætt og rannsókn mála og afgreiðsla litast af pólitískum viðhorfum eða fordómum einstakra lögreglumanna. Fordómar við lögreglustörf Í Ásmundarsafnsmálinu hefur Nefnd um lögreglustörf bent á þessu sjálfsögðu atriði. Rannsókn á samtölum lögreglumanna sem í hlut áttu á vettvangi, leiðir í ljós að þeir voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á staðinn. Þar skipti mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra, „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa. Búkmyndavélar Það er auðvelt að gagnrýna störf lögreglu. Lögreglumenn eru bundir þagnaskyldu og eru oft að glíma við krefjandi aðstæður þar sem þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem lögmanni á sínum tíma þótti mér það oft erfitt að sjá lögreglumenn, jafnvel vera vikið úr starfi tímabundið, á meðan rannsókn fór fram á ásökunum sem síðan reyndist enginn fótur fyrir. Þá hefði verið gott að geta gripið til búkmyndavélar þar sem atvik hefðu legið fyrir. Notkun þessarar búkmyndavéla er því gríðarlega réttarbót fyrir lögreglumenn. Það er hins vegar alger forsenda fyrir því að þessar búkmyndavélar hafi hagnýtt gildi, að lögreglumenn séu ekki handvelja sjálfir efni þeirra eftir á og eyða út efni sem þeir telja óæskilegt. Þar með hafa þessar búkmyndavélar enga þýðingu. Viðbrögð formanns Landssambands lögreglumanna kemur mér því verulega á óvart. Svo toppar formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins alla vitleysuna þegar hann telur rétt að þingmenn þeirrar nefndar athugi hvort niðurstaða eftirlitsnefndar með störfum lögreglu standist lög og reglur. Það er ekki á þeirra sviði og þingmenn örugglega síst til þess fallnir að kveða uppúr um það hvort niðurstaða stjórnsýslunefnda sé lögfræðilega rétt eða röng. Meðferð sönnunargagna Það sem er þó verst við þetta allt saman er ekki sú staðreynd að lögreglumenn láta eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn. Þetta mál vekur upp spurningar um það hvort að það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir. Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til. Afgreiðsla lögreglu af málum verður að byggjast á hlutlægni og samræmi í vinnubrögðum óháð því hver á í hlut. Það er því mikið áhyggjuefni ef slíkra hlutlægnissjónarmiða er ekki gætt og rannsókn mála og afgreiðsla litast af pólitískum viðhorfum eða fordómum einstakra lögreglumanna. Fordómar við lögreglustörf Í Ásmundarsafnsmálinu hefur Nefnd um lögreglustörf bent á þessu sjálfsögðu atriði. Rannsókn á samtölum lögreglumanna sem í hlut áttu á vettvangi, leiðir í ljós að þeir voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á staðinn. Þar skipti mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra, „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa. Búkmyndavélar Það er auðvelt að gagnrýna störf lögreglu. Lögreglumenn eru bundir þagnaskyldu og eru oft að glíma við krefjandi aðstæður þar sem þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem lögmanni á sínum tíma þótti mér það oft erfitt að sjá lögreglumenn, jafnvel vera vikið úr starfi tímabundið, á meðan rannsókn fór fram á ásökunum sem síðan reyndist enginn fótur fyrir. Þá hefði verið gott að geta gripið til búkmyndavélar þar sem atvik hefðu legið fyrir. Notkun þessarar búkmyndavéla er því gríðarlega réttarbót fyrir lögreglumenn. Það er hins vegar alger forsenda fyrir því að þessar búkmyndavélar hafi hagnýtt gildi, að lögreglumenn séu ekki handvelja sjálfir efni þeirra eftir á og eyða út efni sem þeir telja óæskilegt. Þar með hafa þessar búkmyndavélar enga þýðingu. Viðbrögð formanns Landssambands lögreglumanna kemur mér því verulega á óvart. Svo toppar formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins alla vitleysuna þegar hann telur rétt að þingmenn þeirrar nefndar athugi hvort niðurstaða eftirlitsnefndar með störfum lögreglu standist lög og reglur. Það er ekki á þeirra sviði og þingmenn örugglega síst til þess fallnir að kveða uppúr um það hvort niðurstaða stjórnsýslunefnda sé lögfræðilega rétt eða röng. Meðferð sönnunargagna Það sem er þó verst við þetta allt saman er ekki sú staðreynd að lögreglumenn láta eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn. Þetta mál vekur upp spurningar um það hvort að það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir. Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun