Traust til lögreglu Brynjar Níelsson skrifar 1. júlí 2021 12:07 Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til. Afgreiðsla lögreglu af málum verður að byggjast á hlutlægni og samræmi í vinnubrögðum óháð því hver á í hlut. Það er því mikið áhyggjuefni ef slíkra hlutlægnissjónarmiða er ekki gætt og rannsókn mála og afgreiðsla litast af pólitískum viðhorfum eða fordómum einstakra lögreglumanna. Fordómar við lögreglustörf Í Ásmundarsafnsmálinu hefur Nefnd um lögreglustörf bent á þessu sjálfsögðu atriði. Rannsókn á samtölum lögreglumanna sem í hlut áttu á vettvangi, leiðir í ljós að þeir voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á staðinn. Þar skipti mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra, „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa. Búkmyndavélar Það er auðvelt að gagnrýna störf lögreglu. Lögreglumenn eru bundir þagnaskyldu og eru oft að glíma við krefjandi aðstæður þar sem þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem lögmanni á sínum tíma þótti mér það oft erfitt að sjá lögreglumenn, jafnvel vera vikið úr starfi tímabundið, á meðan rannsókn fór fram á ásökunum sem síðan reyndist enginn fótur fyrir. Þá hefði verið gott að geta gripið til búkmyndavélar þar sem atvik hefðu legið fyrir. Notkun þessarar búkmyndavéla er því gríðarlega réttarbót fyrir lögreglumenn. Það er hins vegar alger forsenda fyrir því að þessar búkmyndavélar hafi hagnýtt gildi, að lögreglumenn séu ekki handvelja sjálfir efni þeirra eftir á og eyða út efni sem þeir telja óæskilegt. Þar með hafa þessar búkmyndavélar enga þýðingu. Viðbrögð formanns Landssambands lögreglumanna kemur mér því verulega á óvart. Svo toppar formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins alla vitleysuna þegar hann telur rétt að þingmenn þeirrar nefndar athugi hvort niðurstaða eftirlitsnefndar með störfum lögreglu standist lög og reglur. Það er ekki á þeirra sviði og þingmenn örugglega síst til þess fallnir að kveða uppúr um það hvort niðurstaða stjórnsýslunefnda sé lögfræðilega rétt eða röng. Meðferð sönnunargagna Það sem er þó verst við þetta allt saman er ekki sú staðreynd að lögreglumenn láta eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn. Þetta mál vekur upp spurningar um það hvort að það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir. Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til. Afgreiðsla lögreglu af málum verður að byggjast á hlutlægni og samræmi í vinnubrögðum óháð því hver á í hlut. Það er því mikið áhyggjuefni ef slíkra hlutlægnissjónarmiða er ekki gætt og rannsókn mála og afgreiðsla litast af pólitískum viðhorfum eða fordómum einstakra lögreglumanna. Fordómar við lögreglustörf Í Ásmundarsafnsmálinu hefur Nefnd um lögreglustörf bent á þessu sjálfsögðu atriði. Rannsókn á samtölum lögreglumanna sem í hlut áttu á vettvangi, leiðir í ljós að þeir voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á staðinn. Þar skipti mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra, „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa. Búkmyndavélar Það er auðvelt að gagnrýna störf lögreglu. Lögreglumenn eru bundir þagnaskyldu og eru oft að glíma við krefjandi aðstæður þar sem þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem lögmanni á sínum tíma þótti mér það oft erfitt að sjá lögreglumenn, jafnvel vera vikið úr starfi tímabundið, á meðan rannsókn fór fram á ásökunum sem síðan reyndist enginn fótur fyrir. Þá hefði verið gott að geta gripið til búkmyndavélar þar sem atvik hefðu legið fyrir. Notkun þessarar búkmyndavéla er því gríðarlega réttarbót fyrir lögreglumenn. Það er hins vegar alger forsenda fyrir því að þessar búkmyndavélar hafi hagnýtt gildi, að lögreglumenn séu ekki handvelja sjálfir efni þeirra eftir á og eyða út efni sem þeir telja óæskilegt. Þar með hafa þessar búkmyndavélar enga þýðingu. Viðbrögð formanns Landssambands lögreglumanna kemur mér því verulega á óvart. Svo toppar formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins alla vitleysuna þegar hann telur rétt að þingmenn þeirrar nefndar athugi hvort niðurstaða eftirlitsnefndar með störfum lögreglu standist lög og reglur. Það er ekki á þeirra sviði og þingmenn örugglega síst til þess fallnir að kveða uppúr um það hvort niðurstaða stjórnsýslunefnda sé lögfræðilega rétt eða röng. Meðferð sönnunargagna Það sem er þó verst við þetta allt saman er ekki sú staðreynd að lögreglumenn láta eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn. Þetta mál vekur upp spurningar um það hvort að það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir. Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar