Innlent

Nýtt met í hjóla­hvísli

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson
facebook/bjartmar leósson

Allt er gott sem endar vel, segir Hjóla­hvíslarinn, eða Bjart­mar Leós­son, sem endur­heimti í dag hjól sitt sem hafði verið stolið í nótt. Og þetta eru skila­boðin sem hann segist hafa verið að reyna að senda hjóla­þjófum: Það eru augu alls staðar.

„Það var maður sem færði mér hjólið í dag. Hann fann það fyrir utan hús í Laugar­dalnum,“ segir Bjart­mar við Vísi.

Þegar Vísi ræddi við hann fyrr í dag fannst Bjart­mari tíma­setning þjófnaðarins grun­sam­leg. Hann hafði verið í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í gær til að ræða hjóla­stuld og það þegar hann fór fylktu liði að heimili manns, sem hann segir þekktan hjóla­þjóf, í síðustu viku.

Sá maður sást síðan fyrir utan heimili Bjart­mars í gær. En það virðist ekki hafa verið hann sem stal hjólinu.

„Nei, þetta var ekki hann. Hann hefur bara verið fyrir utan hjá mér í gær fyrir til­viljun.“

Bjart­mar telur að um nýtt í hjóla­fundi sé að ræða: Hjólinu stolið í morgun en fannst svo síðar sama dag.

„Þetta eru skila­boðin sem ég hef viljað senda hjóla­þjófum. Það eru augu alls staðar og það er ekki svona auð­velt að stela hjólum lengur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×