Ætla að bjóða upp á besta kaffibollann í Kvosinni Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2021 08:01 Ólafur Örn Ólafsson er einn eigenda Kaffi Ó-le. Kaffi Ó-le Stefnt er að opnun kaffihússins Kaffi Ó-le í Hafnarstræti 11. Vísir ræddi við Ólaf Örn Ólafsson, einn þeirra sem standa að staðnum. Fyrsta mál á dagskrá var að spyrja Ólaf út í nafngift staðarins en hann heitir því óvenjulega nafnið Kaffi Ó-le. Halda mætti að um væri að ræða kaffihús með spænsku ívafi eða að nafnið væri vísun í Óla sjálfan. Svo er alls ekki enda er nafnið vísun í hina goðsagnarkenndu menningarstofnun Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstræti 11. Hver ykkar muna eftir Café Au Lait í Hafnarstræti?— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) June 28, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur og félagar opna veitingastað hvers nafn vísar í nafn fyrirrennara síns. Þeir reka fyrir Vínstúkuna Tíu Sopa þar sem áður mátti gæða sér á kaffi og með því á Tíu Dropum. Ólafur frábiður sér ásakanir um að nafn staðarins vísi í hans eigið nafn. Hann játar þó að hafa verið kallaður Óli Au Lait í ákveðnum kreðsum í „níunni“ en hann var einn eigenda Café Au Lait á tíunda áratugnum. Kaffi frá handverkskaffibrennslu Kaffibrennslan Kaffibrugghúsið mun sjá Kaffi Ó-le fyrir öllu kaffi. Kaffibrugghúsið hefur brennt kaffi frá árinu 2017 við góðan hróður. Sonja Grant, einn helsti kaffisérfræðingur landsins, ræður ríkjum í Kaffibrugghúsinu. Ólafur segir kaffið frá brugghúsinu vera það besta sem fæst á landinu. Espressovélin frá Dalla Corte er forkunnarfögur.Kaffi Ó-le Ekkert var sparað til þegar búnaður var keyptur inn á nýja kaffihúsið. Til dæmis var flutt til landsins espressovél frá Dalla Corte frá Ítalíu. Ólafur fullyrðir að um sé að ræða fullkomnustu og fallegustu kaffivél sem flutt hefur verið til landsins. Tom Byrne, sem áður var innsti koppur í búri hjá Reykjavík Roasters, verður aðalkaffibarþjónn Kaffi Ó-le. Hann mun galdra fram kaffi í stíl hinnar svokölluðu þriðju bylgju kaffis. Mikil áhersla verður lögð á gott espresso sem og hæga uppáhellingu. Þá verður boðið upp á kaldbruggað kaffi þegar eða ef hlýna fer í veðri. Tom Byrne mun leika listir sínar með bros á vör. Kaffi Ó-le Þá verður einnig boðið upp á samlokur á Kaffi Ó-le en mikil áhersla verður lögð á hraða afgreiðslu og því verða samlokurnar smurðar fyrir fram. Samlokurnar verða á japönsku mjólkurbrauði og fylltar með alls kyns áleggi. Ekki enduropnun á Café Au Lait Ólafur segir að ætlunin sé alls ekki að skapa sömu stemningu og var á gamla Café Au lait, enda sé það barn síns tíma. Ekki verður boðið upp á áfengi og opnunartími verður frá átta að morgni til fimm í eftirmiðdaginn. Stefnt er að því að opna staðinn í komandi viku en svokölluð „soft opening“ var fyrr í þessari viku og gekk vel. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Fyrsta mál á dagskrá var að spyrja Ólaf út í nafngift staðarins en hann heitir því óvenjulega nafnið Kaffi Ó-le. Halda mætti að um væri að ræða kaffihús með spænsku ívafi eða að nafnið væri vísun í Óla sjálfan. Svo er alls ekki enda er nafnið vísun í hina goðsagnarkenndu menningarstofnun Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstræti 11. Hver ykkar muna eftir Café Au Lait í Hafnarstræti?— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) June 28, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur og félagar opna veitingastað hvers nafn vísar í nafn fyrirrennara síns. Þeir reka fyrir Vínstúkuna Tíu Sopa þar sem áður mátti gæða sér á kaffi og með því á Tíu Dropum. Ólafur frábiður sér ásakanir um að nafn staðarins vísi í hans eigið nafn. Hann játar þó að hafa verið kallaður Óli Au Lait í ákveðnum kreðsum í „níunni“ en hann var einn eigenda Café Au Lait á tíunda áratugnum. Kaffi frá handverkskaffibrennslu Kaffibrennslan Kaffibrugghúsið mun sjá Kaffi Ó-le fyrir öllu kaffi. Kaffibrugghúsið hefur brennt kaffi frá árinu 2017 við góðan hróður. Sonja Grant, einn helsti kaffisérfræðingur landsins, ræður ríkjum í Kaffibrugghúsinu. Ólafur segir kaffið frá brugghúsinu vera það besta sem fæst á landinu. Espressovélin frá Dalla Corte er forkunnarfögur.Kaffi Ó-le Ekkert var sparað til þegar búnaður var keyptur inn á nýja kaffihúsið. Til dæmis var flutt til landsins espressovél frá Dalla Corte frá Ítalíu. Ólafur fullyrðir að um sé að ræða fullkomnustu og fallegustu kaffivél sem flutt hefur verið til landsins. Tom Byrne, sem áður var innsti koppur í búri hjá Reykjavík Roasters, verður aðalkaffibarþjónn Kaffi Ó-le. Hann mun galdra fram kaffi í stíl hinnar svokölluðu þriðju bylgju kaffis. Mikil áhersla verður lögð á gott espresso sem og hæga uppáhellingu. Þá verður boðið upp á kaldbruggað kaffi þegar eða ef hlýna fer í veðri. Tom Byrne mun leika listir sínar með bros á vör. Kaffi Ó-le Þá verður einnig boðið upp á samlokur á Kaffi Ó-le en mikil áhersla verður lögð á hraða afgreiðslu og því verða samlokurnar smurðar fyrir fram. Samlokurnar verða á japönsku mjólkurbrauði og fylltar með alls kyns áleggi. Ekki enduropnun á Café Au Lait Ólafur segir að ætlunin sé alls ekki að skapa sömu stemningu og var á gamla Café Au lait, enda sé það barn síns tíma. Ekki verður boðið upp á áfengi og opnunartími verður frá átta að morgni til fimm í eftirmiðdaginn. Stefnt er að því að opna staðinn í komandi viku en svokölluð „soft opening“ var fyrr í þessari viku og gekk vel.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira