Hörður svarar fyrir sig: „Ég hef fylgt öllum siðareglum sem eru um hagsmunaárekstra í starfi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 20:11 Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir umfjöllun Kjarnans um hlutabréfaeignir hans tilefnislitla. Vísir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir að ekkert í siðareglum Fréttablaðsins né Blaðamannafélagsins (BÍ) segi til um hlutabréfaeign blaðamanna. Hann segir túlkun formanns BÍ um að engu máli skipti hve stóran hlut blaðamenn eigi í fyrirtækjum undarlega. „Það er ekkert í skrifum mínum sem hægt er að halda fram að hafi verið sett fram með annarlega hagsmuni í huga – eins og allir sem hafa fylgst með fréttum mínum af íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum í gegnum árin vita vel,“ skrifar Hörður í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag. „Ég stunda engin regluleg viðskipti með skráð hlutabréf heldur eru þau, sem ég hef í flestum tilfellum átt í mörg ár, hugsuð sem langtímafjárfesting.“ Hörður segir umfjöllun Kjarnans um málið tilefnislítinn. Þá blæs hann á athugasemd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands, um að blaðamenn eigi að varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem þeir eigi aðild að. Engu máli skipti, að sögn Sigríðar, hversu stóran hlut þeir eigi. „Þetta er undarleg túlkun þar sem enginn greinarmunur er gerður að því er virðist á því að eiga 0,001% hlut í skráðu almenningshlutafélagi, sem getur seint jafngilt því að eiga „aðild“ að fyrirtækinu, og að blaðamaður eða maki hans fari með verulegan eignarhlut í óskráðu félagi og einhver forræði yfir stjórn þess,“ skrifar Hörður. „Ef ný forysta Blaðamannafélagsins ætlar að halda fram slíkum málflutningi þá má spyrja sig hvort ýmsir blaðamenn séu um leið orðnir vanhæfir til að fjalla meðal annars um tiltekna stjórnmálaflokka og íþróttafélög vegna „aðildar“ sinnar að þeim,“ segir Hörður. Spyr hvort það skipti ekki máli hvort hluturinn sé 100 þúsund eða 100 milljónir Hann spyr hvort ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, megi þá ekki fjalla um fjárstuðning við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið þar sem hann sé stór hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Gildi sömu reglur um það? Hann segir að við túlkun Sigríðar Daggar vakni upp ýmsar spurningar. Til dæmis hvort viðskiptablaðamenn megi alls ekki eiga sparnað í hlutabréfum. „Skiptir þá ekki hvort hann sé 100 þúsund eða 100 milljónir – án þess að verða um leið vanhæfir. […] Er það þannig að það er ekki í lagi að eiga í einstökum skráðum félögum en í góðu lagi að eiga í sjóðum og eiga kröfu á fyrirtæki, sérstaklega innlán í banka? Slíkur málflutningur heldur ekki vatni og lýsir mikilli vanþekkingu á viðskipum.“ Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
„Það er ekkert í skrifum mínum sem hægt er að halda fram að hafi verið sett fram með annarlega hagsmuni í huga – eins og allir sem hafa fylgst með fréttum mínum af íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum í gegnum árin vita vel,“ skrifar Hörður í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag. „Ég stunda engin regluleg viðskipti með skráð hlutabréf heldur eru þau, sem ég hef í flestum tilfellum átt í mörg ár, hugsuð sem langtímafjárfesting.“ Hörður segir umfjöllun Kjarnans um málið tilefnislítinn. Þá blæs hann á athugasemd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands, um að blaðamenn eigi að varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem þeir eigi aðild að. Engu máli skipti, að sögn Sigríðar, hversu stóran hlut þeir eigi. „Þetta er undarleg túlkun þar sem enginn greinarmunur er gerður að því er virðist á því að eiga 0,001% hlut í skráðu almenningshlutafélagi, sem getur seint jafngilt því að eiga „aðild“ að fyrirtækinu, og að blaðamaður eða maki hans fari með verulegan eignarhlut í óskráðu félagi og einhver forræði yfir stjórn þess,“ skrifar Hörður. „Ef ný forysta Blaðamannafélagsins ætlar að halda fram slíkum málflutningi þá má spyrja sig hvort ýmsir blaðamenn séu um leið orðnir vanhæfir til að fjalla meðal annars um tiltekna stjórnmálaflokka og íþróttafélög vegna „aðildar“ sinnar að þeim,“ segir Hörður. Spyr hvort það skipti ekki máli hvort hluturinn sé 100 þúsund eða 100 milljónir Hann spyr hvort ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, megi þá ekki fjalla um fjárstuðning við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið þar sem hann sé stór hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Gildi sömu reglur um það? Hann segir að við túlkun Sigríðar Daggar vakni upp ýmsar spurningar. Til dæmis hvort viðskiptablaðamenn megi alls ekki eiga sparnað í hlutabréfum. „Skiptir þá ekki hvort hann sé 100 þúsund eða 100 milljónir – án þess að verða um leið vanhæfir. […] Er það þannig að það er ekki í lagi að eiga í einstökum skráðum félögum en í góðu lagi að eiga í sjóðum og eiga kröfu á fyrirtæki, sérstaklega innlán í banka? Slíkur málflutningur heldur ekki vatni og lýsir mikilli vanþekkingu á viðskipum.“
Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42