Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 15:48 Juul hefur verið sakað um að virða að vettugi vísbendingar um að unglingar verði háðir nikótíni í rafrettum þess. AP/Brynn Anderson Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. Tilkynnt var um sáttina í gærmorgun. Samkvæmt henni greiðir Juul jafnvirði rétt tæpra fimm milljarða íslenskra króna en gengst ekki við neinni ábyrgð á þeim sökum sem norðurkarólínsk yfirvöld báru á það. Sáttargreiðslan verður notuð til að fjármagna námskeið til að venja fólk af rafrettum, koma í veg fyrir rafrettureykingar og rannsóknir á áhrifum þeirra. Rafrettur hafa átt mikilla vinsælda að fagna á meðal unglinga og ungs fólks sem hafði ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Yfirmaður lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) lýsti útbreiðslunni sem „faraldri“ rafrettureykinga hjá unglingum árið 2018. Stofnunin hefur nú til athugunar hvort að rafrettur eigi að halda markaðsleyfi. Sátt Juul við yfirvöld í Norður-Karólínu felur einnig í sér að rafrettur þess verða ekki lengur sýnilegar í verslunum og þriðji aðili þurfi að staðfesta raunverulegan aldur viðskiptavina sem kaupa vörur þess á netinu. Fyrirtækið þarf meðal annars að senda þúsund unga viðskiptavini til að vara í verslanir og kanna hvort að rafrettur séu seldar fólki sem hefur ekki aldur til þess á hverju ári. Fyrirtækið má ekki nota fyrirsætur í auglýsingar sem eru yngri en 35 ára og auglýsingarnar mega ekki birtast nærri skólum. Juul á yfir höfði sér holskeflu sambærilegra málsókna. New York Times segir að þrettán ríki, þar á meðal Kaliforníu, New York og Massachusetts, saki fyrirtækið um að gera ungmenni háð nikótíni. Borgar- sýslu- og skólayfirvöld hafa að auki lagt fram hátt í tvö þúsund stefnur gegn fyrirtækinu víðsvegar um Bandaríkin. Hópur 39 dómsmálaráðherra einstakra ríkja hafa unnið saman að rannsókn á markaðssetningu og viðskiptaháttum Juul síðasta árið. Sömu krabbameinsvaldandi efni og eru í hefðbundnum vindlingum er ekki að finna í rafrettum og voru þær í fyrstu taldar tiltölulega skaðlítill valkostur við þá. Í seinni tíð hafa vísindamenn og lýðheilsusérfræðingar lýst áhyggjum af áhrifum nikótíns á þroska og heilsu ungmenna og að fíkn í efnið gæti leitt ungmenni út í að reykja hefðbundnar sígarettur. Bandaríkin Rafrettur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Sjá meira
Tilkynnt var um sáttina í gærmorgun. Samkvæmt henni greiðir Juul jafnvirði rétt tæpra fimm milljarða íslenskra króna en gengst ekki við neinni ábyrgð á þeim sökum sem norðurkarólínsk yfirvöld báru á það. Sáttargreiðslan verður notuð til að fjármagna námskeið til að venja fólk af rafrettum, koma í veg fyrir rafrettureykingar og rannsóknir á áhrifum þeirra. Rafrettur hafa átt mikilla vinsælda að fagna á meðal unglinga og ungs fólks sem hafði ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Yfirmaður lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) lýsti útbreiðslunni sem „faraldri“ rafrettureykinga hjá unglingum árið 2018. Stofnunin hefur nú til athugunar hvort að rafrettur eigi að halda markaðsleyfi. Sátt Juul við yfirvöld í Norður-Karólínu felur einnig í sér að rafrettur þess verða ekki lengur sýnilegar í verslunum og þriðji aðili þurfi að staðfesta raunverulegan aldur viðskiptavina sem kaupa vörur þess á netinu. Fyrirtækið þarf meðal annars að senda þúsund unga viðskiptavini til að vara í verslanir og kanna hvort að rafrettur séu seldar fólki sem hefur ekki aldur til þess á hverju ári. Fyrirtækið má ekki nota fyrirsætur í auglýsingar sem eru yngri en 35 ára og auglýsingarnar mega ekki birtast nærri skólum. Juul á yfir höfði sér holskeflu sambærilegra málsókna. New York Times segir að þrettán ríki, þar á meðal Kaliforníu, New York og Massachusetts, saki fyrirtækið um að gera ungmenni háð nikótíni. Borgar- sýslu- og skólayfirvöld hafa að auki lagt fram hátt í tvö þúsund stefnur gegn fyrirtækinu víðsvegar um Bandaríkin. Hópur 39 dómsmálaráðherra einstakra ríkja hafa unnið saman að rannsókn á markaðssetningu og viðskiptaháttum Juul síðasta árið. Sömu krabbameinsvaldandi efni og eru í hefðbundnum vindlingum er ekki að finna í rafrettum og voru þær í fyrstu taldar tiltölulega skaðlítill valkostur við þá. Í seinni tíð hafa vísindamenn og lýðheilsusérfræðingar lýst áhyggjum af áhrifum nikótíns á þroska og heilsu ungmenna og að fíkn í efnið gæti leitt ungmenni út í að reykja hefðbundnar sígarettur.
Bandaríkin Rafrettur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Sjá meira
Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26