Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2021 13:20 Halla Bergþóra greindi frá því á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að dómsmálaráðherra hafi spurt lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði sér að biðjast afsökunar, þá væntanlega á því að hafa greint frá því að Bjarni Benediktsson hafi verið í Ásmundasal þar sem sóttvarnir voru brotnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. Í frægu símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á aðfangadag og Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra eftir uppákomuna í Ásmundarsal, spurði dómsmálaráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar? Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þær Áslaug Arna og Halla ræddu þar dagbókarfærslu lögreglunnar sem birtist á Facebook-síðu hennar þar sem greint var frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hasar á aðfangadegi Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV greindi Halla Bergþóra frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars, en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega en fjallað hefur verið nokkuð um samskiptin. En Bjarni baðst síðar afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal, hún hafi verið slysaleg. Áslaug Arna sagði á sínum tíma, í svari, að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Fram hefur komið að um tvö símtöl milli þeirra tveggja að ræða. Í seinna samtalinu spurði ráðherra lögreglustjórann, samkvæmt heimildum RÚV, hvort það kæmi ekki afsökunarbeiðni frá embættinu vegna færslunnar, í ljósi þess að það hefði verið tilgreint sérstaklega að ráðherra hefði verið viðstaddur sem lá fyrir um hádegi á aðfangadegi. Óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu Helga Vala Helgadóttir segir allt við þetta mál kalla á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokks.Stöð 2/Einar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar, var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrri hluta kjörtímabils en fór svo yfir í velferðarnefnd. Hún segir þetta óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Það var ekkert slíkt hættustig á ferð sem kallaði á bein afskipti dómsmálaráðherra af einstaka máli, en það hafa einmitt verið einkunnarorð umrædds ráðherra í tíð hennar í embætti,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er beinlínis allt við þetta mál sem kallar á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokksins,“ bætir Helga Vala við: „Kallar á aðskilnað Sjálfstæðisflokks og réttarvörslukerfis, að meðtöldu dómskerfi. Þetta þarf að eiga sér stað því að þegar á reynir þá blinda sérhagsmunir Sjálfstæðisflokks ráðherra hans sýn á hagsmuni almennings um að eitt skuli yfir alla landsmenn ganga.“ Uppfært 14:55 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig frekar Vísir náði tali af lögreglustjóra og þar segir hún að líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að hún svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. „Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“ Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Samkomubann á Íslandi Lögreglan Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Í frægu símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á aðfangadag og Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra eftir uppákomuna í Ásmundarsal, spurði dómsmálaráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar? Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þær Áslaug Arna og Halla ræddu þar dagbókarfærslu lögreglunnar sem birtist á Facebook-síðu hennar þar sem greint var frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hasar á aðfangadegi Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV greindi Halla Bergþóra frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars, en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega en fjallað hefur verið nokkuð um samskiptin. En Bjarni baðst síðar afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal, hún hafi verið slysaleg. Áslaug Arna sagði á sínum tíma, í svari, að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Fram hefur komið að um tvö símtöl milli þeirra tveggja að ræða. Í seinna samtalinu spurði ráðherra lögreglustjórann, samkvæmt heimildum RÚV, hvort það kæmi ekki afsökunarbeiðni frá embættinu vegna færslunnar, í ljósi þess að það hefði verið tilgreint sérstaklega að ráðherra hefði verið viðstaddur sem lá fyrir um hádegi á aðfangadegi. Óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu Helga Vala Helgadóttir segir allt við þetta mál kalla á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokks.Stöð 2/Einar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar, var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrri hluta kjörtímabils en fór svo yfir í velferðarnefnd. Hún segir þetta óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Það var ekkert slíkt hættustig á ferð sem kallaði á bein afskipti dómsmálaráðherra af einstaka máli, en það hafa einmitt verið einkunnarorð umrædds ráðherra í tíð hennar í embætti,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er beinlínis allt við þetta mál sem kallar á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokksins,“ bætir Helga Vala við: „Kallar á aðskilnað Sjálfstæðisflokks og réttarvörslukerfis, að meðtöldu dómskerfi. Þetta þarf að eiga sér stað því að þegar á reynir þá blinda sérhagsmunir Sjálfstæðisflokks ráðherra hans sýn á hagsmuni almennings um að eitt skuli yfir alla landsmenn ganga.“ Uppfært 14:55 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig frekar Vísir náði tali af lögreglustjóra og þar segir hún að líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að hún svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. „Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Samkomubann á Íslandi Lögreglan Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira