Landbúnaður og kynlíf Hlédís Sveinsdóttir skrifar 29. júní 2021 12:00 Á setningu síðasta Búnaðarþings í mars síðastliðin velti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því fyrir sér hvort við hugsuðum oftar um mat eða kynlíf. Áhugavert. Hvert svo sem svarið er þá er á þetta tvennt það sameiginlegt að vera lífsnauðsynlegt. Í raun þyrftum við bara þetta tvennt, getnað og góða næringu, til að viðhalda lífinu sjálfu. Undanfarið höfum við sem þjóð, já og heimsbyggðin öll, gengið í gegnum sjálfsskoðun tengda samskiptum kynjanna, spurt okkur áleitna spurninga og leitað svara. Leitað betrunar fyrir komandi kynslóðir svo þau erfi ekki okkar ósiði tengda skorti á opinni umræðu, skilning og virðingu. Megi þessi umræða færa okkur og komandi kynslóðum tækifæri til fallegra og sársaukalausa samskipta sem byggð eru á trausti. Landbúnaður er ekki föst stærð og inntak hugtaksins er lifandi. Hlutverk landbúnaðar er alltaf stórt, stærra en margir gera sér grein fyrir. Bændur eru til dæmis stærstu vörslumenn lands og sem slíkir okkar öflugustu vopn í loftslagsmálum. Eitt af meginhlutverkum landbúnaðar er og verður þó alltaf framleiðsla á góðri næringu. Við þurfum sem þjóð að standa vörð um þessa atvinnugrein, átta okkur á mikilvægi hennar og skapa þannig umhverfi að greinin hafi svigrúm til að laga sig að markaðnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig staðið er að málum, hvað stendur að baki vörunni. Til þess að það sé hægt verður að vera gagnkvæmur skilningur, traust og virðing milli framleiðenda (bænda) og neytenda. Vatn og land ráða mestu um fæðuframboð í heiminum. Við erum sem þjóð rík af landbúnaðarlandi, vatni og við erum líka rík af innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Við eigum að geta framleitt fæðu langt umfram það sem við þurfum. Við flytjum hins vegar inn hærra hlutfall af fæðu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að spyrja okkur hvort sá matur, sú næring, sé jafn góð (innihald og umhverfisáhrif) og það sem við getum framleitt hérlendis. Hvaða gildi liggja að baki framleiðslunni. Þarna liggja líka tækifæri komandi kynslóða. Samtök iðnaðarins spáir því að árið 2050 verði 250.000 manns að störfum á Íslandi. Það eru 40 ný störf á viku fram að því. Á sama tíma spáir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til ársins 2050. Vitundarvakning er að eiga sér stað. Fólk og fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi landbúnaðar. Ramon Laguarta, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri PepsiCo segir að landbúnaður sé lykilinn til að takast á við loftslagsbreytingar. PepsiCo var að setja sér landbúnaðarstefnu. Fyrirtækið er með þrjá milljóna hektara undir þar sem bæta eða endurræsa á vistkerfin, tryggja heilbrigðan jarðveg, draga úr losun kolefnis, auka líffræðilegan fjölbreytileika og bæta kjör bænda. Stefnt er að því að fá öll innihaldsefni fyrirtækisins á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030. Landbúnaðarmál eru ekki léttvæg málefni sem snerta bara þá sem starfa innan þess. Landbúnaður er lykilinn að betri framtíð okkar allra. Mig langar því að biðja þig að kynna þér landbúnaðarmál og setja þér landbúnaðarstefnu fyrir þig og þitt heimili. Það er til dæmis hægt að mynda tengsl við bændur og versla beint af þeim. Það er hægt að spyrja í mötuneytum og veitingastöðum hvaðan hráefnið er og mynda þannig þrýsting á innlend kaup. Lesa smáa letrið á umbúðum í verslunum og passa að það sé framleitt eftir þeim gildum sem þú vilt leggja áherslu á. Við þurfum þig, lesandi góður, til að vera með íslenskum landbúnaði í liði svo að komandi kynslóðir hafi aðgang að góðri næringu og geti nýtt þau tækifæri sem liggja í landbúnaðinum. Skilningur þinn og traust til framleiðslunnar skiptir öllu máli fyrir framþróun greinarinnar. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á setningu síðasta Búnaðarþings í mars síðastliðin velti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því fyrir sér hvort við hugsuðum oftar um mat eða kynlíf. Áhugavert. Hvert svo sem svarið er þá er á þetta tvennt það sameiginlegt að vera lífsnauðsynlegt. Í raun þyrftum við bara þetta tvennt, getnað og góða næringu, til að viðhalda lífinu sjálfu. Undanfarið höfum við sem þjóð, já og heimsbyggðin öll, gengið í gegnum sjálfsskoðun tengda samskiptum kynjanna, spurt okkur áleitna spurninga og leitað svara. Leitað betrunar fyrir komandi kynslóðir svo þau erfi ekki okkar ósiði tengda skorti á opinni umræðu, skilning og virðingu. Megi þessi umræða færa okkur og komandi kynslóðum tækifæri til fallegra og sársaukalausa samskipta sem byggð eru á trausti. Landbúnaður er ekki föst stærð og inntak hugtaksins er lifandi. Hlutverk landbúnaðar er alltaf stórt, stærra en margir gera sér grein fyrir. Bændur eru til dæmis stærstu vörslumenn lands og sem slíkir okkar öflugustu vopn í loftslagsmálum. Eitt af meginhlutverkum landbúnaðar er og verður þó alltaf framleiðsla á góðri næringu. Við þurfum sem þjóð að standa vörð um þessa atvinnugrein, átta okkur á mikilvægi hennar og skapa þannig umhverfi að greinin hafi svigrúm til að laga sig að markaðnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig staðið er að málum, hvað stendur að baki vörunni. Til þess að það sé hægt verður að vera gagnkvæmur skilningur, traust og virðing milli framleiðenda (bænda) og neytenda. Vatn og land ráða mestu um fæðuframboð í heiminum. Við erum sem þjóð rík af landbúnaðarlandi, vatni og við erum líka rík af innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Við eigum að geta framleitt fæðu langt umfram það sem við þurfum. Við flytjum hins vegar inn hærra hlutfall af fæðu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að spyrja okkur hvort sá matur, sú næring, sé jafn góð (innihald og umhverfisáhrif) og það sem við getum framleitt hérlendis. Hvaða gildi liggja að baki framleiðslunni. Þarna liggja líka tækifæri komandi kynslóða. Samtök iðnaðarins spáir því að árið 2050 verði 250.000 manns að störfum á Íslandi. Það eru 40 ný störf á viku fram að því. Á sama tíma spáir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til ársins 2050. Vitundarvakning er að eiga sér stað. Fólk og fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi landbúnaðar. Ramon Laguarta, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri PepsiCo segir að landbúnaður sé lykilinn til að takast á við loftslagsbreytingar. PepsiCo var að setja sér landbúnaðarstefnu. Fyrirtækið er með þrjá milljóna hektara undir þar sem bæta eða endurræsa á vistkerfin, tryggja heilbrigðan jarðveg, draga úr losun kolefnis, auka líffræðilegan fjölbreytileika og bæta kjör bænda. Stefnt er að því að fá öll innihaldsefni fyrirtækisins á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030. Landbúnaðarmál eru ekki léttvæg málefni sem snerta bara þá sem starfa innan þess. Landbúnaður er lykilinn að betri framtíð okkar allra. Mig langar því að biðja þig að kynna þér landbúnaðarmál og setja þér landbúnaðarstefnu fyrir þig og þitt heimili. Það er til dæmis hægt að mynda tengsl við bændur og versla beint af þeim. Það er hægt að spyrja í mötuneytum og veitingastöðum hvaðan hráefnið er og mynda þannig þrýsting á innlend kaup. Lesa smáa letrið á umbúðum í verslunum og passa að það sé framleitt eftir þeim gildum sem þú vilt leggja áherslu á. Við þurfum þig, lesandi góður, til að vera með íslenskum landbúnaði í liði svo að komandi kynslóðir hafi aðgang að góðri næringu og geti nýtt þau tækifæri sem liggja í landbúnaðinum. Skilningur þinn og traust til framleiðslunnar skiptir öllu máli fyrir framþróun greinarinnar. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun