Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 23:01 Lögmaður fyrirtækis forsetans fyrrverandi segir Trump ekki eiga von á ákæru. Í það minnsta ekki í þessari viku en það gæti gerst seinna meir. AP/Tony Dejak Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. Ríkissaksóknarar Manhattan og saksóknarar í New York hafa lengi rannsakað fyrirtæki Trump, sem heitir Trump Organization, og hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt þær rannsóknir meðal annars snúa að meintum fjársvikum fyrirtækisins. Þær hafi beinst að því hvort forsvarsmenn fyrirtækisins hafi dregið úr virði eigna þess til að greiða lægri skatta, og gert mikið úr virði eignanna til að fá betri lán og því hvort skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Sjá einnig: Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við Ron Fischetti, einn lögmanna fyrirtækis Trumps sem sótti þó ekki fundinn í dag. Hann segir að svokallaður „grand jury“ sé nærri því að komast að niðurstöðu um það hvort ákæra eigi fyrirtækið. Von sé á niðurstöðu í þessari viku. Þetta ferli felur í sér að hópur almennra borgara er fenginn til að fara yfir gögn saksóknara og segja til um hvort þeim þyki líklegt að þau myndu sakfella viðkomandi aðila í raunverulegum réttarhöldum, á grunni þeirra gagna sem fyrir liggja. Segir nokkra starfsmenn í hættu á að verða ákærðir Fischetti sagði þó að saksóknarar hefðu tilkynnt honum að möguleg ákæra gegn Trump sjálfum væri ekki til skoðunar í þessu ferli. Engin ákvörðun um slíkt yrði tekin í þessari viku en forsetinn fyrrverandi gæti þó verið ákærður seinna meir. „Ég get ekki sagt að hann sé laus allra mála enn,“ sagði Fischetti. Í frétt AP segir að viðræður sem þessar séu yfirleitt formsatriði og breyti sjaldan sem aldrei stefnu rannsókna og hafi lítil áhrif á mögulegar ákærur. Fischetti segir mögulegar ákærur snúa að nokkrum starfsmönnum Trump Org, sem hafi ekki greitt skatta af hlunnindum og mögulega félaginu sjálfu. Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, er meðal þeirra sem verða mögulega ákærðir, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Ríkissaksóknarar Manhattan og saksóknarar í New York hafa lengi rannsakað fyrirtæki Trump, sem heitir Trump Organization, og hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt þær rannsóknir meðal annars snúa að meintum fjársvikum fyrirtækisins. Þær hafi beinst að því hvort forsvarsmenn fyrirtækisins hafi dregið úr virði eigna þess til að greiða lægri skatta, og gert mikið úr virði eignanna til að fá betri lán og því hvort skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Sjá einnig: Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við Ron Fischetti, einn lögmanna fyrirtækis Trumps sem sótti þó ekki fundinn í dag. Hann segir að svokallaður „grand jury“ sé nærri því að komast að niðurstöðu um það hvort ákæra eigi fyrirtækið. Von sé á niðurstöðu í þessari viku. Þetta ferli felur í sér að hópur almennra borgara er fenginn til að fara yfir gögn saksóknara og segja til um hvort þeim þyki líklegt að þau myndu sakfella viðkomandi aðila í raunverulegum réttarhöldum, á grunni þeirra gagna sem fyrir liggja. Segir nokkra starfsmenn í hættu á að verða ákærðir Fischetti sagði þó að saksóknarar hefðu tilkynnt honum að möguleg ákæra gegn Trump sjálfum væri ekki til skoðunar í þessu ferli. Engin ákvörðun um slíkt yrði tekin í þessari viku en forsetinn fyrrverandi gæti þó verið ákærður seinna meir. „Ég get ekki sagt að hann sé laus allra mála enn,“ sagði Fischetti. Í frétt AP segir að viðræður sem þessar séu yfirleitt formsatriði og breyti sjaldan sem aldrei stefnu rannsókna og hafi lítil áhrif á mögulegar ákærur. Fischetti segir mögulegar ákærur snúa að nokkrum starfsmönnum Trump Org, sem hafi ekki greitt skatta af hlunnindum og mögulega félaginu sjálfu. Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, er meðal þeirra sem verða mögulega ákærðir, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47
Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04