Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 23:01 Lögmaður fyrirtækis forsetans fyrrverandi segir Trump ekki eiga von á ákæru. Í það minnsta ekki í þessari viku en það gæti gerst seinna meir. AP/Tony Dejak Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. Ríkissaksóknarar Manhattan og saksóknarar í New York hafa lengi rannsakað fyrirtæki Trump, sem heitir Trump Organization, og hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt þær rannsóknir meðal annars snúa að meintum fjársvikum fyrirtækisins. Þær hafi beinst að því hvort forsvarsmenn fyrirtækisins hafi dregið úr virði eigna þess til að greiða lægri skatta, og gert mikið úr virði eignanna til að fá betri lán og því hvort skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Sjá einnig: Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við Ron Fischetti, einn lögmanna fyrirtækis Trumps sem sótti þó ekki fundinn í dag. Hann segir að svokallaður „grand jury“ sé nærri því að komast að niðurstöðu um það hvort ákæra eigi fyrirtækið. Von sé á niðurstöðu í þessari viku. Þetta ferli felur í sér að hópur almennra borgara er fenginn til að fara yfir gögn saksóknara og segja til um hvort þeim þyki líklegt að þau myndu sakfella viðkomandi aðila í raunverulegum réttarhöldum, á grunni þeirra gagna sem fyrir liggja. Segir nokkra starfsmenn í hættu á að verða ákærðir Fischetti sagði þó að saksóknarar hefðu tilkynnt honum að möguleg ákæra gegn Trump sjálfum væri ekki til skoðunar í þessu ferli. Engin ákvörðun um slíkt yrði tekin í þessari viku en forsetinn fyrrverandi gæti þó verið ákærður seinna meir. „Ég get ekki sagt að hann sé laus allra mála enn,“ sagði Fischetti. Í frétt AP segir að viðræður sem þessar séu yfirleitt formsatriði og breyti sjaldan sem aldrei stefnu rannsókna og hafi lítil áhrif á mögulegar ákærur. Fischetti segir mögulegar ákærur snúa að nokkrum starfsmönnum Trump Org, sem hafi ekki greitt skatta af hlunnindum og mögulega félaginu sjálfu. Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, er meðal þeirra sem verða mögulega ákærðir, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Ríkissaksóknarar Manhattan og saksóknarar í New York hafa lengi rannsakað fyrirtæki Trump, sem heitir Trump Organization, og hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt þær rannsóknir meðal annars snúa að meintum fjársvikum fyrirtækisins. Þær hafi beinst að því hvort forsvarsmenn fyrirtækisins hafi dregið úr virði eigna þess til að greiða lægri skatta, og gert mikið úr virði eignanna til að fá betri lán og því hvort skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Sjá einnig: Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við Ron Fischetti, einn lögmanna fyrirtækis Trumps sem sótti þó ekki fundinn í dag. Hann segir að svokallaður „grand jury“ sé nærri því að komast að niðurstöðu um það hvort ákæra eigi fyrirtækið. Von sé á niðurstöðu í þessari viku. Þetta ferli felur í sér að hópur almennra borgara er fenginn til að fara yfir gögn saksóknara og segja til um hvort þeim þyki líklegt að þau myndu sakfella viðkomandi aðila í raunverulegum réttarhöldum, á grunni þeirra gagna sem fyrir liggja. Segir nokkra starfsmenn í hættu á að verða ákærðir Fischetti sagði þó að saksóknarar hefðu tilkynnt honum að möguleg ákæra gegn Trump sjálfum væri ekki til skoðunar í þessu ferli. Engin ákvörðun um slíkt yrði tekin í þessari viku en forsetinn fyrrverandi gæti þó verið ákærður seinna meir. „Ég get ekki sagt að hann sé laus allra mála enn,“ sagði Fischetti. Í frétt AP segir að viðræður sem þessar séu yfirleitt formsatriði og breyti sjaldan sem aldrei stefnu rannsókna og hafi lítil áhrif á mögulegar ákærur. Fischetti segir mögulegar ákærur snúa að nokkrum starfsmönnum Trump Org, sem hafi ekki greitt skatta af hlunnindum og mögulega félaginu sjálfu. Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, er meðal þeirra sem verða mögulega ákærðir, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47
Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04