Skúli í Subway fær 145 milljónir frá Icelandair Snorri Másson skrifar 28. júní 2021 14:43 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla í Subway. Icelandair Hotels Félagið Suðurhús ehf. lagði nýverið Icelandair Group í héraðsdómi þegar flugfélagið og dótturfélag þess voru dæmd til þess að greiða félaginu 145 milljónir króna í vangoldna leigu á hótelhúsnæði í miðbænum. Skúli Gunnar Sigfússon í Subway er aðaleigandi Suðurhúsa ehf. Það félag á Hafnarstræti 17 til 19 í Reykjavík, sem Flugleiðahótel ehf. hafa leigt út frá 2014. Í 3.700 fermetra rýminu hefur Icelandair rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er stærsti eigandi Suðurhúsa.Vísir Leigan hefur að jafnaði verið um 16 milljónir á mánuði. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir ákvað Icelandair einhliða að greiða aðeins 20% leigunnar samkvæmt samningi og bar því við að það væri tækt í ljósi sjónarmiða kenndra við „force majeure“ - s.s. óviðráðanleg ytri atvik. Suðurhús sættu sig ekki við þetta og sóttu Icelandair til saka vegna vanefndanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flugfélaginu bæri að greiða vangoldnu leiguna, enda hafi ekkert force majeure ákvæði verið að finna í samningnum. Þá hafi enginn tölulegur ágreiningur verið uppi um greiðslurnar, heldur hafi legið fyrir að Icelandair hafði aðeins verið að greiða 20% af leigunni um hríð. Enda þótt Flugleiðahótel hafi staðið frammi fyrir verulegum og nánast fyrirvaralausum breytingum á rekstrarskilyrðum félagsins þá leiða öll helstu sjónarmið í málinu, að því er segir í dómnum, til þess að ekki þótti rétt að hrófla við samningnum. Suðurhús benti um leið á það í málflutningi sínum að Icelandair Group væri stöndugt fyrirtæki á fjárhagslegan mælikvarða, sem hefði ekki lagt fram sönnun á ómöguleika greiðslunnar. Icelandair brást ekki við þeirri fullyrðingu, þannig að hún stóð. Íhuga að áfrýja Flugleiðahótel hafa samið við aðra leigusala sína í svipuðum málum en þar sem ekki samdist við Suðurhús fór málið fyrir dómstóla. Gunnar Sturluson lögmaður Flugleiðahótela segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sammála dómnum og að það sé til skoðunar að áfrýja honum til Landsréttar. Hliðstæð mál hafi nýverið fengið áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Af hótelinu við Hafnarstræti er það að segja að það opnar núna í byrjun næsta mánaðar, eins og kemur fram í dómnum. Samningurinn á milli Suðurhúsa og Icelandair er enn í gildi og nær til 2036. Icelandair Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon í Subway er aðaleigandi Suðurhúsa ehf. Það félag á Hafnarstræti 17 til 19 í Reykjavík, sem Flugleiðahótel ehf. hafa leigt út frá 2014. Í 3.700 fermetra rýminu hefur Icelandair rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er stærsti eigandi Suðurhúsa.Vísir Leigan hefur að jafnaði verið um 16 milljónir á mánuði. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir ákvað Icelandair einhliða að greiða aðeins 20% leigunnar samkvæmt samningi og bar því við að það væri tækt í ljósi sjónarmiða kenndra við „force majeure“ - s.s. óviðráðanleg ytri atvik. Suðurhús sættu sig ekki við þetta og sóttu Icelandair til saka vegna vanefndanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flugfélaginu bæri að greiða vangoldnu leiguna, enda hafi ekkert force majeure ákvæði verið að finna í samningnum. Þá hafi enginn tölulegur ágreiningur verið uppi um greiðslurnar, heldur hafi legið fyrir að Icelandair hafði aðeins verið að greiða 20% af leigunni um hríð. Enda þótt Flugleiðahótel hafi staðið frammi fyrir verulegum og nánast fyrirvaralausum breytingum á rekstrarskilyrðum félagsins þá leiða öll helstu sjónarmið í málinu, að því er segir í dómnum, til þess að ekki þótti rétt að hrófla við samningnum. Suðurhús benti um leið á það í málflutningi sínum að Icelandair Group væri stöndugt fyrirtæki á fjárhagslegan mælikvarða, sem hefði ekki lagt fram sönnun á ómöguleika greiðslunnar. Icelandair brást ekki við þeirri fullyrðingu, þannig að hún stóð. Íhuga að áfrýja Flugleiðahótel hafa samið við aðra leigusala sína í svipuðum málum en þar sem ekki samdist við Suðurhús fór málið fyrir dómstóla. Gunnar Sturluson lögmaður Flugleiðahótela segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sammála dómnum og að það sé til skoðunar að áfrýja honum til Landsréttar. Hliðstæð mál hafi nýverið fengið áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Af hótelinu við Hafnarstræti er það að segja að það opnar núna í byrjun næsta mánaðar, eins og kemur fram í dómnum. Samningurinn á milli Suðurhúsa og Icelandair er enn í gildi og nær til 2036.
Icelandair Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira