Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og undanúrslit kvenna í Laugardalnum í dag. Dregið var í báða leikina í undanúrslitum í einu og því var strax ljóst að Breiðablik og Þróttur Reykjavík myndu fá heimaleiki.
Breiðablik dró svo Val upp úr hattinum og ljóst að Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára mætast þann 16. júlí á Kópavogsvelli. Sama dag fer leikur Þróttar og FH fram en Hafnfirðingar eru fyrsta liðið úr næstefstu deild sem kemst í undanúrslit frá því Fylkir gerði það árið 2013.
Hér að neðan má sjá dráttinn í heild sinni.