Þóttust ætla að þiggja gefins sófa en létu greipar sópa Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 08:01 Jóna María Hafsteinsdóttir varð fyrir miklum vonbrigðum þegar það rann upp fyrir henni að hún hefði verið rænd af fólki sem hún ætlaði að gefa sófa. Facebook Jóna María Hafsteinsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við par sem kom inn á heimili hennar til að fá gefins sófa á dögunum. Sófinn var alltént yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, en eftir að þau hættu við að taka sófann vegna meintra flutningsvandræða fóru að renna á Jónu Maríu tvær grímur. Að sögn Jónu kom á daginn að parið hafði haft með sér Bluetooth-hátalara, seðlaveski og fágæta hreindýrahornsstyttu. Þannig hafi konan látið greipar sópa á meðan maðurinn mældi út sófann, sem var svo aldrei sóttur. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann. Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér,“ segir Jóna María í samtali við Vísi. Færsla Jóna Maríu í Gefins, allt gefins við annað tilefni. Umræddur hópur er einn sá allra fjölmennasti á Íslandi og meðlimirnir eru um 120.000.Skjáskot/Facebook Fólkið kom inn á heimili Jónu Maríu í Reykjavík og eftir að hafa mælt sófann hátt og lágt komust þau að þeirri niðurstöðu að hann kæmist ekki fyrir í þeirra bíl. Þá kváðust þau ætla að koma frekar daginn eftir að sækja sófann eftir að hafa útvegað sér betri bíl. Þau létu ekki sjá sig aftur og Jóna, sem stóð í flutningum á þessum tímapunkti, uppgötvaði ekki fyrr en nokkru seinna að munirnir væru horfnir. Jóna segir að svona atburðir grafi undan trausti í samfélaginu. „Ég geri þetta aldrei nokkurn tímann aftur. Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna. Jóna varar fólk við að hleypa hverjum sem er inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópinn Gefins, allt gefins, og aðra viðlíka hópa. Hún hvetur fólk í öllu falli til þess að færa húsgögnin út á stétt þegar þau eru gefin á síðum sem þessum. Aðspurð kveðst hún ekki hafa getað leitað til lögreglu vegna þess að hún taldi ljóst að erfitt yrði að færa sönnur á þjófnaðinn. Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Sófinn var alltént yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, en eftir að þau hættu við að taka sófann vegna meintra flutningsvandræða fóru að renna á Jónu Maríu tvær grímur. Að sögn Jónu kom á daginn að parið hafði haft með sér Bluetooth-hátalara, seðlaveski og fágæta hreindýrahornsstyttu. Þannig hafi konan látið greipar sópa á meðan maðurinn mældi út sófann, sem var svo aldrei sóttur. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann. Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér,“ segir Jóna María í samtali við Vísi. Færsla Jóna Maríu í Gefins, allt gefins við annað tilefni. Umræddur hópur er einn sá allra fjölmennasti á Íslandi og meðlimirnir eru um 120.000.Skjáskot/Facebook Fólkið kom inn á heimili Jónu Maríu í Reykjavík og eftir að hafa mælt sófann hátt og lágt komust þau að þeirri niðurstöðu að hann kæmist ekki fyrir í þeirra bíl. Þá kváðust þau ætla að koma frekar daginn eftir að sækja sófann eftir að hafa útvegað sér betri bíl. Þau létu ekki sjá sig aftur og Jóna, sem stóð í flutningum á þessum tímapunkti, uppgötvaði ekki fyrr en nokkru seinna að munirnir væru horfnir. Jóna segir að svona atburðir grafi undan trausti í samfélaginu. „Ég geri þetta aldrei nokkurn tímann aftur. Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna. Jóna varar fólk við að hleypa hverjum sem er inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópinn Gefins, allt gefins, og aðra viðlíka hópa. Hún hvetur fólk í öllu falli til þess að færa húsgögnin út á stétt þegar þau eru gefin á síðum sem þessum. Aðspurð kveðst hún ekki hafa getað leitað til lögreglu vegna þess að hún taldi ljóst að erfitt yrði að færa sönnur á þjófnaðinn.
Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira