Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 23:30 Í New York er hægt að sækja fyrirtæki til saka. Saksóknarar virðast undirbúa ákærur á hendur fyrirtæki Donalds Trump. Vísir/EPA Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. Washington Post hefur eftir heimildum sínum að umdæmissaksóknari á Manhattan og dómsmálaráðherra New York-ríkis hafi gefið Trump-fyrirtækinu fram á seinni partinn á morgun til að sannfæra saksóknara um að gefa ekki út ákæru. Embættin hafa hvort um sig rannsakað fyrirtækið undanfarin tvö ár en sameinuðu nýlega krafta sína. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars beinst að því hvort að fyrirtækið hafi notaði villandi upplýsingar um verðmæti eigna sinna til að blekkja lánveitendur og skattayfirvöld og hvort að skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Í New York ríki er hægt að sækja fyrirtæki sem slík til saka. Auk Trump-fyrirtækisins sjálfs gæti Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, sætt ákæru. Saksóknarar reyndu að fá hann til þess að aðstoða sig við rannsóknina en hann hafnað því að gera samning við þá. Bandaríska blaðið segir að þó að fresturinn sem saksóknararnir hafi gefið sé sterkasta vísbendingin um að ákærur gætu verið í farvatninu sé enn mögulegt að málin verði látin niður falla. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsóknunum sem pólitískum nornaveiðum. Hann á fyrirtækið ennþá í gegnum sjóð sem synir hans og Weisselberg stýra. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Washington Post hefur eftir heimildum sínum að umdæmissaksóknari á Manhattan og dómsmálaráðherra New York-ríkis hafi gefið Trump-fyrirtækinu fram á seinni partinn á morgun til að sannfæra saksóknara um að gefa ekki út ákæru. Embættin hafa hvort um sig rannsakað fyrirtækið undanfarin tvö ár en sameinuðu nýlega krafta sína. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars beinst að því hvort að fyrirtækið hafi notaði villandi upplýsingar um verðmæti eigna sinna til að blekkja lánveitendur og skattayfirvöld og hvort að skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Í New York ríki er hægt að sækja fyrirtæki sem slík til saka. Auk Trump-fyrirtækisins sjálfs gæti Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, sætt ákæru. Saksóknarar reyndu að fá hann til þess að aðstoða sig við rannsóknina en hann hafnað því að gera samning við þá. Bandaríska blaðið segir að þó að fresturinn sem saksóknararnir hafi gefið sé sterkasta vísbendingin um að ákærur gætu verið í farvatninu sé enn mögulegt að málin verði látin niður falla. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsóknunum sem pólitískum nornaveiðum. Hann á fyrirtækið ennþá í gegnum sjóð sem synir hans og Weisselberg stýra.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47
Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42