Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 23:47 Skrifstofa umdæmissaksóknarans í New York sem gæti ákært fyrirtæki Trump og lykilstjórnanda á næstu dögum. Vísir/EPA Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. Rannsókn á Trump-fyrirtækinu hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár en bandarískir fjölmiðlar hafa nú eftir heimildarmönnum sínum að fyrstu ákæranna gæti verið að vænta jafnvel strax í næstu viku. New York Times reið á vaðið og sagði að fyrirtækið sjálft og Allen H. Weisselberg, fjármálastjóra þess, gætu átt yfir höfði sér ákæru. Weisselberg hefur lengi verið undir smásjá saksóknara sem hafa reynt að fá hann til að vinna með rannsókninni. Sakamálarannsóknin er nú sögð beinast að miklu leyti að hlunnindum sem Weisselberg og aðrir stjórnendur fengu frá fyrirtækinu. Þannig er fyrirtækið meðal annars sagt hafa greitt skólagjöld upp á tugi þúsunda dollara, jafnvirði milljóna íslenskra króna, fyrir barnabarn Weisselberg í dýran einkaskóla auk leigugreiðslan og leigu á bifreiðum. Saksóknarar gaumgæfa hvort að fyrirtæki Trump hafi gefið greiðslurnar rétt upp og hvort að skattur hafi verið greiddur af þeim. Algengt er að fyrirtæki veiti starfsmönnum ýmis hlunnindi en í mörgum tilfellum þarf að gefa þau upp sem þóknanir sem eru skattskyldar. Ekki er ljóst hvort að Trump sjálfur eigi á hættu að vera ákærður. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsókninni í New York sem nornaveiðum sem eigi sér pólitískar rætur. Það hefur hann raunar gert um allar aðrar rannsóknir, bæði Bandaríkjaþings, saksóknara og sérstakra rannsakenda sem stofnað hefur verið til frá því að hann varð forseti. Ron Fischetti, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir AP-fréttastofunni að hann hafi fundað með saksóknurunum til að reyna að sannfæra þá um að leggja ekki fram ákærur í gær. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði ákært. „Ákærurnar eru algerlega hneykslanlegar og fordæmalausar ef þær verða sannarlega lagðar fram,“ segir hann. Umfangsmikil rannsókn Rannsókn umdæmissaksóknarans hefur einnig snúist um viðskiptahætti fyrirtækis Trump í gegnum tíðinda, meðal annars ásakanir um að það hafi ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna sinna við banka og mögulega fjárfesta allt eftir því hvað hentaði því hverju sinni. Einnig er til skoðunar hvort að Weisselberg hafi átt þátt í því að greiða tveimur konum sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Í tengslum við rannsóknina fékk saksóknarinn afhentar skattskýrslur Trump eftir harða og langvinna baráttu fyrir dómstólum. Nýlega var ákærudómstóll skipaður til að kviðdómendur gætu lagt mat á hvort efni stæðu til að gefa út ákærur. Yrði Trump ákærður gæti það sett strik í reikninginn fyrir mögulegt framboð hans til forseta árið 2024 sem hann hefur ýjað að. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Rannsókn á Trump-fyrirtækinu hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár en bandarískir fjölmiðlar hafa nú eftir heimildarmönnum sínum að fyrstu ákæranna gæti verið að vænta jafnvel strax í næstu viku. New York Times reið á vaðið og sagði að fyrirtækið sjálft og Allen H. Weisselberg, fjármálastjóra þess, gætu átt yfir höfði sér ákæru. Weisselberg hefur lengi verið undir smásjá saksóknara sem hafa reynt að fá hann til að vinna með rannsókninni. Sakamálarannsóknin er nú sögð beinast að miklu leyti að hlunnindum sem Weisselberg og aðrir stjórnendur fengu frá fyrirtækinu. Þannig er fyrirtækið meðal annars sagt hafa greitt skólagjöld upp á tugi þúsunda dollara, jafnvirði milljóna íslenskra króna, fyrir barnabarn Weisselberg í dýran einkaskóla auk leigugreiðslan og leigu á bifreiðum. Saksóknarar gaumgæfa hvort að fyrirtæki Trump hafi gefið greiðslurnar rétt upp og hvort að skattur hafi verið greiddur af þeim. Algengt er að fyrirtæki veiti starfsmönnum ýmis hlunnindi en í mörgum tilfellum þarf að gefa þau upp sem þóknanir sem eru skattskyldar. Ekki er ljóst hvort að Trump sjálfur eigi á hættu að vera ákærður. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsókninni í New York sem nornaveiðum sem eigi sér pólitískar rætur. Það hefur hann raunar gert um allar aðrar rannsóknir, bæði Bandaríkjaþings, saksóknara og sérstakra rannsakenda sem stofnað hefur verið til frá því að hann varð forseti. Ron Fischetti, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir AP-fréttastofunni að hann hafi fundað með saksóknurunum til að reyna að sannfæra þá um að leggja ekki fram ákærur í gær. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði ákært. „Ákærurnar eru algerlega hneykslanlegar og fordæmalausar ef þær verða sannarlega lagðar fram,“ segir hann. Umfangsmikil rannsókn Rannsókn umdæmissaksóknarans hefur einnig snúist um viðskiptahætti fyrirtækis Trump í gegnum tíðinda, meðal annars ásakanir um að það hafi ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna sinna við banka og mögulega fjárfesta allt eftir því hvað hentaði því hverju sinni. Einnig er til skoðunar hvort að Weisselberg hafi átt þátt í því að greiða tveimur konum sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Í tengslum við rannsóknina fékk saksóknarinn afhentar skattskýrslur Trump eftir harða og langvinna baráttu fyrir dómstólum. Nýlega var ákærudómstóll skipaður til að kviðdómendur gætu lagt mat á hvort efni stæðu til að gefa út ákærur. Yrði Trump ákærður gæti það sett strik í reikninginn fyrir mögulegt framboð hans til forseta árið 2024 sem hann hefur ýjað að.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira