Haraldur hættur við að hætta líka Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2021 14:19 Haraldur Benediktsson gaf berlega til kynna að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum ef hann hreppti ekki oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Það gekk ekki eftir en nú er Haraldur hættur við að hætta. Stöð 2/Arnar Haraldur Benediktsson þingmaður hefur ákveðið að þiggja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram á vestlenska fréttavefnum Skessuhorni. Hann segir í samtali við blaðamann þar að hann hafi tekið þá ákvörðun að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir hefur fjallað ítarlega um vandræðagang Haralds hvað varar framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar hefur Haraldur slegið úr og í. Hann lýsti því yfir að hann ætlaði að snúa sér að öðru ef hann myndi ekki hafa betur gegn Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur ráðherra í prófkjörsbaráttu. Það gekk ekki eftir auk þess sem ummæli Haraldar þess efnis voru af konum í flokknum túlkuð sem ósmekkleg hótun. Eftir að úrslitin lágu fyrir dró Haraldur nokkuð í land með að hann hafi sagst ætla að hætta. Hann segir nú í samtali við Skessuhorn að hann hafi ekki verið sannfærður um hvort hann tæki annað sætið; hann vildi gefa nýjum oddvita sviðið óskert. „Vildi í það minnsta hugsa minn gang og heyra hljóðið í flokksforystunni og baklandi mínu. Ég hef á síðustu dögum meðtekið gríðarlegan fjölda áskorana um að þiggja annað sætið á listanum. Þar eiga í hlut bæði dyggir stuðningsmenn mínir í gegnum tíðina og einnig óflokksbundið fólk sem annt er um stöðu landsbyggðarinnar. Ég get því ekki litið framhjá þeirri staðreynd að þrátt fyrir allt virðist ennþá vera eftirspurn eftir störfum mínum á þingi,“ sagði Haraldur. Vísir greindi frá því í morgun að Brynjar Níelsson, sem einnig hefur hætt við að hætta, hafi skorað á Harald að vera með sér í því. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Upphlaup vegna afarkosta Haralds skerpa línur í Sjálfstæðisflokknum Áhugamenn um stjórnmál og þar með innyfli Sjálfstæðisflokksins hafa komist í feitt í upphlaupinu í tengslum við afarkosti Haraldar Benediktssonar vegna komandi prófkjörs í Norðvesturkjördæmi. 16. júní 2021 16:45 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þetta kemur fram á vestlenska fréttavefnum Skessuhorni. Hann segir í samtali við blaðamann þar að hann hafi tekið þá ákvörðun að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir hefur fjallað ítarlega um vandræðagang Haralds hvað varar framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar hefur Haraldur slegið úr og í. Hann lýsti því yfir að hann ætlaði að snúa sér að öðru ef hann myndi ekki hafa betur gegn Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur ráðherra í prófkjörsbaráttu. Það gekk ekki eftir auk þess sem ummæli Haraldar þess efnis voru af konum í flokknum túlkuð sem ósmekkleg hótun. Eftir að úrslitin lágu fyrir dró Haraldur nokkuð í land með að hann hafi sagst ætla að hætta. Hann segir nú í samtali við Skessuhorn að hann hafi ekki verið sannfærður um hvort hann tæki annað sætið; hann vildi gefa nýjum oddvita sviðið óskert. „Vildi í það minnsta hugsa minn gang og heyra hljóðið í flokksforystunni og baklandi mínu. Ég hef á síðustu dögum meðtekið gríðarlegan fjölda áskorana um að þiggja annað sætið á listanum. Þar eiga í hlut bæði dyggir stuðningsmenn mínir í gegnum tíðina og einnig óflokksbundið fólk sem annt er um stöðu landsbyggðarinnar. Ég get því ekki litið framhjá þeirri staðreynd að þrátt fyrir allt virðist ennþá vera eftirspurn eftir störfum mínum á þingi,“ sagði Haraldur. Vísir greindi frá því í morgun að Brynjar Níelsson, sem einnig hefur hætt við að hætta, hafi skorað á Harald að vera með sér í því.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Upphlaup vegna afarkosta Haralds skerpa línur í Sjálfstæðisflokknum Áhugamenn um stjórnmál og þar með innyfli Sjálfstæðisflokksins hafa komist í feitt í upphlaupinu í tengslum við afarkosti Haraldar Benediktssonar vegna komandi prófkjörs í Norðvesturkjördæmi. 16. júní 2021 16:45 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00
Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51
Upphlaup vegna afarkosta Haralds skerpa línur í Sjálfstæðisflokknum Áhugamenn um stjórnmál og þar með innyfli Sjálfstæðisflokksins hafa komist í feitt í upphlaupinu í tengslum við afarkosti Haraldar Benediktssonar vegna komandi prófkjörs í Norðvesturkjördæmi. 16. júní 2021 16:45